Líbanski herinn fær aukin völd Atli Ísleifsson skrifar 13. ágúst 2020 12:15 Neyðarástandi var þegar lýst yfir í landinu þann 5. ágúst síðastliðinn í kjölfar hinnar gríðarmiklu sprengingar á hafnarsvæði Beirútborgar. Getty Líbanska þingið hefur framlengt neyðarástandið landinu sem felur meðal annars í sér að herinn fær nú aukin völd. Ástandið í Líbanon er spennuþrungið eftir sprenginguna í höfuðborginni Beirút í síðustu viku sem hefur meðal annars leitt til afsagnar ríkisstjórnar landsins. Samþykkt þingsins felur í sér takmörkun á fjölmiðla- og tjáningarfrelsi í landinu sem og rétti fólks til að koma saman. Sömuleiðis er hernum nú heimilt að halda inn á heimili fólks sem talið er ógna öryggi og þá skal málarekstur í dómsmálum nú fara fram innan veggja herdómstóla. Neyðarástandi var þegar lýst yfir í landinu þann 5. ágúst síðastliðinn í kjölfar hinnar gríðarmiklu sprengingar á hafnarsvæði Beirútborgar. Hefur því ástandi nú verið framlengt. Að minnsta kosti 171 maður fórst og um sex þúsund manns slösuðust í sprengingunni, og er áætlað að um 300 þúsund manns hafi þar misst heimili sín. Ný ríkisstjórn verði mynduð hið fyrsta Mikil mótmæli hafa verið á götum Beirút og fleiri borga síðustu daga sem hafa beinst að stjórnvöldum. Hafa þau verið sökuð um spillingu og vanrækslu sem leiddi til að aðstæður hafi skapast sem ollu þessari miklu sprengingu. Óeirðalögregla hefur bæði beitt táragasi og gúmmíkúlum í samskiptum sínum við mótmælendur. Ríkisstjórn landsins ákvað fyrr í vikunni að segja af sér, en í morgun kom þingið saman í fyrsta sinn eftir sprenginguna. Hvatti forseti þingsins til þess að ný ríkisstjórn verði mynduð við fyrsta tækifæri. Líbanon Sprenging í Beirút Tengdar fréttir Varaðir við hættunni í síðasta mánuði Forsætisráðherra og forseti Líbanon voru varaðir við því í síðasta mánuði að 2.750 tonn af ammóníum nítrati, sem finna mátti í vöruskemmu við höfn Beirút, væri ógn við borgina. 10. ágúst 2020 23:51 Sleit ríkisstjórn Líbanon: Segir spillinguna stærri en ríkið Hassan Diab, forsætisráðherra Líbanon, hefur slitið ríkisstjórn sinni og stigið úr embætti. Það gerði hann vegna sprengingarinnar í Beirút en mikil reiði ríkir í Líbanon vegna langvarandi spillingar, vanrækslu stjórnvalda og efnahagsörðugleika. 10. ágúst 2020 17:47 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Sjá meira
Líbanska þingið hefur framlengt neyðarástandið landinu sem felur meðal annars í sér að herinn fær nú aukin völd. Ástandið í Líbanon er spennuþrungið eftir sprenginguna í höfuðborginni Beirút í síðustu viku sem hefur meðal annars leitt til afsagnar ríkisstjórnar landsins. Samþykkt þingsins felur í sér takmörkun á fjölmiðla- og tjáningarfrelsi í landinu sem og rétti fólks til að koma saman. Sömuleiðis er hernum nú heimilt að halda inn á heimili fólks sem talið er ógna öryggi og þá skal málarekstur í dómsmálum nú fara fram innan veggja herdómstóla. Neyðarástandi var þegar lýst yfir í landinu þann 5. ágúst síðastliðinn í kjölfar hinnar gríðarmiklu sprengingar á hafnarsvæði Beirútborgar. Hefur því ástandi nú verið framlengt. Að minnsta kosti 171 maður fórst og um sex þúsund manns slösuðust í sprengingunni, og er áætlað að um 300 þúsund manns hafi þar misst heimili sín. Ný ríkisstjórn verði mynduð hið fyrsta Mikil mótmæli hafa verið á götum Beirút og fleiri borga síðustu daga sem hafa beinst að stjórnvöldum. Hafa þau verið sökuð um spillingu og vanrækslu sem leiddi til að aðstæður hafi skapast sem ollu þessari miklu sprengingu. Óeirðalögregla hefur bæði beitt táragasi og gúmmíkúlum í samskiptum sínum við mótmælendur. Ríkisstjórn landsins ákvað fyrr í vikunni að segja af sér, en í morgun kom þingið saman í fyrsta sinn eftir sprenginguna. Hvatti forseti þingsins til þess að ný ríkisstjórn verði mynduð við fyrsta tækifæri.
Líbanon Sprenging í Beirút Tengdar fréttir Varaðir við hættunni í síðasta mánuði Forsætisráðherra og forseti Líbanon voru varaðir við því í síðasta mánuði að 2.750 tonn af ammóníum nítrati, sem finna mátti í vöruskemmu við höfn Beirút, væri ógn við borgina. 10. ágúst 2020 23:51 Sleit ríkisstjórn Líbanon: Segir spillinguna stærri en ríkið Hassan Diab, forsætisráðherra Líbanon, hefur slitið ríkisstjórn sinni og stigið úr embætti. Það gerði hann vegna sprengingarinnar í Beirút en mikil reiði ríkir í Líbanon vegna langvarandi spillingar, vanrækslu stjórnvalda og efnahagsörðugleika. 10. ágúst 2020 17:47 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Sjá meira
Varaðir við hættunni í síðasta mánuði Forsætisráðherra og forseti Líbanon voru varaðir við því í síðasta mánuði að 2.750 tonn af ammóníum nítrati, sem finna mátti í vöruskemmu við höfn Beirút, væri ógn við borgina. 10. ágúst 2020 23:51
Sleit ríkisstjórn Líbanon: Segir spillinguna stærri en ríkið Hassan Diab, forsætisráðherra Líbanon, hefur slitið ríkisstjórn sinni og stigið úr embætti. Það gerði hann vegna sprengingarinnar í Beirút en mikil reiði ríkir í Líbanon vegna langvarandi spillingar, vanrækslu stjórnvalda og efnahagsörðugleika. 10. ágúst 2020 17:47