Umfjöllun og viðtöl: Þróttur 0-2 ÍBV | Mikilvægur sigur hjá Eyjakonum Atli Freyr Arason skrifar 16. ágúst 2020 16:20 Gestirnir fagna. vísir/daníel Pepsi Max deild kvenna hófst aftur í dag eftir Covid hlé með tveimur leikjum. Í laugardalnum tók Þróttur við liði ÍBV en flestir höfðu spáð þessum tveimur liðum falli úr deildinni í upphafi móts. Fór það svo að gestirnir unnu góðan 2-0 sigur. Eyjakonur lögðu línurnar strax í upphafi leiks þegar Olga Sevcova tók hornspyrnu. Olga fær boltann aftur eftir hreinsun Þróttar og á hættulega sendingu fyrir markið en Miyah Watford skýtur knettinum fram hjá. Þróttarar voru meira með boltann á upphafs mínútunum en á 16 mínútu á Olga hörkuskot sem endar í þverslánni á marki Þróttara. Stuttu seinna fá Eyjakonur hornspyrnu sem Olga tekur og kemur hún boltanum beint á Karlinu Miksone sem þakkar fyrir sig með því að klára færið snyrtilega í nærhornið, fram hjá Agnesi Þóru Árnadóttur sem stóð í marki Þróttar í dag. Eftir markið þá tók Þróttur eiginlega öll völd á leiknum og sóttu ákaft. Þróttarar fengu ótal tækifæri til að setja mark sitt á leikinn og fengu meðal annars yfir 10 hornspyrnur bara í fyrri hálfleiknum einum og sér sem þær náðu þó ekki að nýta sér. ÍBV fór því einu marki yfir inn í hálfleikinn. Þróttur virtist líklegra til að skora í upphafi síðari hálfleiks en á 55. mínútu á Þróttur stangarskot eftir stórhættulega fyrirgjöf Andreu Rut Bjarnardóttur úr aukaspyrnu. Allt kom þó fyrir ekki, Eyjakonur fengu boltan eftir stangarskotið og geysa af stað í sókn sem endar á fallegu skoti Fatma Kara í fjærhornið sem tvöfaldar forystu ÍBV. Seinna mark Eyjakvenna tekur allan vind úr Þrótturum sem náðu ekki að gera sig líklegar til að skora það sem eftir lifði leiks og fer ÍBV því með stigin þrjú heim til Vestmannaeyja. Af hverju vann ÍBV? Eyjakonur kláruðu tvö færi í dag á meðan að Þróttur átti í stökustu vandræðum með að klára þau færi sem þær náðu að skapa sér. Hverjar stóðu upp úr? Andrea Rut Bjarnadóttir átti fullt af flottum fyrirgjöfum í liði Þróttar í dag sem liðsfélagarnir hennar náðu ekki að nýta sér. Í liði ÍBV átti Olga Sevcova góðan leik en hún lagði meðal annars upp eitt mark í dag og átti hörkuskot sem small í þverslánni í fyrri hálfleik. Auður Scheving markmaður ÍBV átti líka flottan leik en þetta er einungis í annað skipti í sumar sem liðið nær að halda markinu sínu hreinu. Hvað gekk illa? Þróttur fékk nóg af færum í kvöld. Það sem gekk hins vegar illa hjá Þrótti var að nýta sér þessi færi. Hvað gerist næst? ÍBV hefur með þessum sigri náð að fjarlægja sig aðeins frá neðstu liðunum og eru nú 5 stigum frá fallsvæðinu. Næsti leikur Eyjakvenna er gegn Þór/KA í Vestmannaeyjum næstu helgi á meðan að Þróttur á erfiðan leik fyrir höndum sér gegn Íslandsmeisturum Vals. Andri Ólafsson: Eitt af betra sóknarliði deildarinnar „Ég er hrikalega sáttur með þrjú stig. Þær lágu á okkur á tímabili í þessum leik og fengu nokkur góð færi. Aftur á móti þá fengum við líka ansi góð færi til að klára þetta algjörlega,“ sagði Andri Ólafsson þjálfari Eyjakvenna eftir leik í dag. Andri er bjartsýnn á framhaldið hjá sínu liði. „Það er bara þétt spilað. Við erum búinn að byggja ofan á síðustu þrjá leiki og höldum hreinu í dag á móti því sem mér finnst einu af betra sóknarliði deildarinnar. Við erum mjög ánægð með það og að skora tvö mörk,“ bætti Andri við. ÍBV var spáð falli í spá formanna, þjálfara og fyrirliða fyrir mót. Andri var spurður hvort að spáin væri raunhæf. „Við erum með 12 stig, það hefur enginn haldið sér uppi á 12 stigum. Spáin er ennþá raunhæf en við pælum ekki í þvi.“ Nik Anthony Chamberlain: Eigum möguleika á að halda okkur uppi „Ég er svekktur, þannig er það. Ég er ekki reiður eða fúll heldur bara svekktur. ÍBV kom okkur ekki á óvart í dag í neinu sem þær gerðu. Við gátum ekki nýtt færin okkar og sýndum ekki nógu mikla áræðni og vilja,“ sagði Nik súr í bragði eftir leik í dag. Þróttur fékk nóg af tækifærum úr föstum leikatriðum í dag en náði ekki að nýta þau. Nik var spurður hvort að liðið þyrfti að skoða þessi mál betur á æfingasvæðinu. „Fyrirgjafirnar voru góðar en stelpurnar sem voru í teignum voru ekki að sýna nógu mikinn vilja til að klára þessi færi. Auður [Markvörður ÍBV] lá tvisvar í jörðinni og boltinn á marklínunni en enginn okkar leikmanna er að sýna nægan vilja til að pota boltanum yfir línuna. Það er ekki að við þurfum að æfa föstu leikatriðin betur, heldur verðum við að sýna meiri áræðni og vilja í að klára færin sem við fáum úr föstu leikatriðunum,“ sagði Nik. Þróttur vann næst efstu deild í fyrra en var spáð beint aftur niður af flestum miðlum. Nik telur Þrótt eiga fínan möguleika. „Ef við náum að jafna 7 stiga árangurinn af fyrri helmingi tímabilsins þá eigum við möguleika að halda okkur uppi. Við verðum hins vegar að vera duglegri að sækja stig á okkar heimavelli.“ Sagði Nik Anthony að lokum. Pepsi Max-deild kvenna ÍBV Þróttur Reykjavík Íslenski boltinn Fótbolti
Pepsi Max deild kvenna hófst aftur í dag eftir Covid hlé með tveimur leikjum. Í laugardalnum tók Þróttur við liði ÍBV en flestir höfðu spáð þessum tveimur liðum falli úr deildinni í upphafi móts. Fór það svo að gestirnir unnu góðan 2-0 sigur. Eyjakonur lögðu línurnar strax í upphafi leiks þegar Olga Sevcova tók hornspyrnu. Olga fær boltann aftur eftir hreinsun Þróttar og á hættulega sendingu fyrir markið en Miyah Watford skýtur knettinum fram hjá. Þróttarar voru meira með boltann á upphafs mínútunum en á 16 mínútu á Olga hörkuskot sem endar í þverslánni á marki Þróttara. Stuttu seinna fá Eyjakonur hornspyrnu sem Olga tekur og kemur hún boltanum beint á Karlinu Miksone sem þakkar fyrir sig með því að klára færið snyrtilega í nærhornið, fram hjá Agnesi Þóru Árnadóttur sem stóð í marki Þróttar í dag. Eftir markið þá tók Þróttur eiginlega öll völd á leiknum og sóttu ákaft. Þróttarar fengu ótal tækifæri til að setja mark sitt á leikinn og fengu meðal annars yfir 10 hornspyrnur bara í fyrri hálfleiknum einum og sér sem þær náðu þó ekki að nýta sér. ÍBV fór því einu marki yfir inn í hálfleikinn. Þróttur virtist líklegra til að skora í upphafi síðari hálfleiks en á 55. mínútu á Þróttur stangarskot eftir stórhættulega fyrirgjöf Andreu Rut Bjarnardóttur úr aukaspyrnu. Allt kom þó fyrir ekki, Eyjakonur fengu boltan eftir stangarskotið og geysa af stað í sókn sem endar á fallegu skoti Fatma Kara í fjærhornið sem tvöfaldar forystu ÍBV. Seinna mark Eyjakvenna tekur allan vind úr Þrótturum sem náðu ekki að gera sig líklegar til að skora það sem eftir lifði leiks og fer ÍBV því með stigin þrjú heim til Vestmannaeyja. Af hverju vann ÍBV? Eyjakonur kláruðu tvö færi í dag á meðan að Þróttur átti í stökustu vandræðum með að klára þau færi sem þær náðu að skapa sér. Hverjar stóðu upp úr? Andrea Rut Bjarnadóttir átti fullt af flottum fyrirgjöfum í liði Þróttar í dag sem liðsfélagarnir hennar náðu ekki að nýta sér. Í liði ÍBV átti Olga Sevcova góðan leik en hún lagði meðal annars upp eitt mark í dag og átti hörkuskot sem small í þverslánni í fyrri hálfleik. Auður Scheving markmaður ÍBV átti líka flottan leik en þetta er einungis í annað skipti í sumar sem liðið nær að halda markinu sínu hreinu. Hvað gekk illa? Þróttur fékk nóg af færum í kvöld. Það sem gekk hins vegar illa hjá Þrótti var að nýta sér þessi færi. Hvað gerist næst? ÍBV hefur með þessum sigri náð að fjarlægja sig aðeins frá neðstu liðunum og eru nú 5 stigum frá fallsvæðinu. Næsti leikur Eyjakvenna er gegn Þór/KA í Vestmannaeyjum næstu helgi á meðan að Þróttur á erfiðan leik fyrir höndum sér gegn Íslandsmeisturum Vals. Andri Ólafsson: Eitt af betra sóknarliði deildarinnar „Ég er hrikalega sáttur með þrjú stig. Þær lágu á okkur á tímabili í þessum leik og fengu nokkur góð færi. Aftur á móti þá fengum við líka ansi góð færi til að klára þetta algjörlega,“ sagði Andri Ólafsson þjálfari Eyjakvenna eftir leik í dag. Andri er bjartsýnn á framhaldið hjá sínu liði. „Það er bara þétt spilað. Við erum búinn að byggja ofan á síðustu þrjá leiki og höldum hreinu í dag á móti því sem mér finnst einu af betra sóknarliði deildarinnar. Við erum mjög ánægð með það og að skora tvö mörk,“ bætti Andri við. ÍBV var spáð falli í spá formanna, þjálfara og fyrirliða fyrir mót. Andri var spurður hvort að spáin væri raunhæf. „Við erum með 12 stig, það hefur enginn haldið sér uppi á 12 stigum. Spáin er ennþá raunhæf en við pælum ekki í þvi.“ Nik Anthony Chamberlain: Eigum möguleika á að halda okkur uppi „Ég er svekktur, þannig er það. Ég er ekki reiður eða fúll heldur bara svekktur. ÍBV kom okkur ekki á óvart í dag í neinu sem þær gerðu. Við gátum ekki nýtt færin okkar og sýndum ekki nógu mikla áræðni og vilja,“ sagði Nik súr í bragði eftir leik í dag. Þróttur fékk nóg af tækifærum úr föstum leikatriðum í dag en náði ekki að nýta þau. Nik var spurður hvort að liðið þyrfti að skoða þessi mál betur á æfingasvæðinu. „Fyrirgjafirnar voru góðar en stelpurnar sem voru í teignum voru ekki að sýna nógu mikinn vilja til að klára þessi færi. Auður [Markvörður ÍBV] lá tvisvar í jörðinni og boltinn á marklínunni en enginn okkar leikmanna er að sýna nægan vilja til að pota boltanum yfir línuna. Það er ekki að við þurfum að æfa föstu leikatriðin betur, heldur verðum við að sýna meiri áræðni og vilja í að klára færin sem við fáum úr föstu leikatriðunum,“ sagði Nik. Þróttur vann næst efstu deild í fyrra en var spáð beint aftur niður af flestum miðlum. Nik telur Þrótt eiga fínan möguleika. „Ef við náum að jafna 7 stiga árangurinn af fyrri helmingi tímabilsins þá eigum við möguleika að halda okkur uppi. Við verðum hins vegar að vera duglegri að sækja stig á okkar heimavelli.“ Sagði Nik Anthony að lokum.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti