Lægðaganginum „hvergi nærri lokið“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. janúar 2020 06:30 Staðan á viðvörunum á landinu á hádegi lítur svona út. Skjáskot/veðurstofan Í dag geisar suðvestanstormur eða -rok, jafnvel ofsaveður, á heiðum Vestfjarða með éljagangi á vestanverðu landinu. Fyrir austan eru hins vegar mun hægari suðvestanvindar og víða bjartviðri, að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Gular og appelssínugular veðurviðvaranir eru í gildi víða á landinu til kvölds en þá dregur smám saman úr veðurofsanum. Skammt er þó stórra högga á milli því enn annar stormurinn boðar komu sína á morgun. „[…] Ört dýpkandi lægð er á hraðastími til okkar og í fyrramálið þegar hún er komin nær fer að hvessa og af austri og suðaustri með snjókomu, sem síðar fer í slyddu eða rigningu á Suður- og Austurlandi. Á Vestfjörðum gengur í norðaustanstórrhríð seinni partinn á morgun og þegar er komin í gildi gul viðvörun til að vara við því,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Þá lætur hann staðar numið hér að sinni – þó að sérstaklega sé tekið fram að lægðaganginum sé „hvergi nærri lokið“. Líkt og greint var frá í gær verður lítið sem ekkert ferðaveður á stórum hluta landsins þegar hríðarbylurinn gengur hér yfir í dag. Appelsínugular og gular viðvaranir hafa þegar tekið gildi ef frá er talinn austurhluti landsins, frá Norðurlandi eystra og niður eftir Suðausturlandi. Appelsínugulu viðvaranirnar eru nú í gildi á Breiðafirði og Vestfjörðum þar sem gengur yfir hríð með vindhraða allt að 28 m/s. Jafnframt er búist við víðtækum samgöngutruflunum. Veginum um Súgandafjörð var til að mynda lokað í gærkvöldi vegna snjóflóðs og hefur ekki verið opnaður aftur. Þá er vegum víða á landinu lokað vegna veðurs, þar á meðal Holtavörðuheiði og Öxnadalsheiði. Hér að neðan má sjá kort yfir færð á landinu öllu sem uppfært var á sjöunda tímanum. Upplýsingar um færð á vegum má nálgast á vef Vegagerðarinnar. Skjáskot/vegagerðin Á höfuðborgarsvæðinu tók gul viðvörun gildi klukkan þrjú í nótt og stendur til klukkan 17 síðdegis í dag: Suðvestan 15 til 23 m/s með éljagangi. Búast má við takmörkuðu eða lélegu skyggni í éljum, versnandi akstursskilyrðum og samgöngutruflunum, einkum í efri byggðum. Fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám. Á Suðurlandi tók gul viðvörun gildi klukkan sex í morgun og er í gildi til klukkan 17 síðdegis: Suðvestan hríð með vindhraða á bilinu 15 til 23 m/s og éljagangi, hvassast við ströndina. Takmarkað eða lélegt skyggni í éljum og versnandi akstursskilyrði. Afmarkaðar samgöngutruflanir og lokanir á vegum eru líklegar, einkum á Hellisheiði. Fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með færð á vegum. Á Faxaflóa tók gul viðvörun gildi klukkan þrjú í nótt og stendur til klukkan 16 síðdegis: Suðvestan hríð með vindhraða á bilinu 18 til 28 m/s, éljagang og skafrenning. Hvassast og úrkomumest verður á Mýrum og Snæfellsnesi. Takmakað eða lélegt skyggni í éljum og áfram slæm akstursskilyrði. Afmarkaðar samgöngutruflanir og lokanir á vegum eru líklegar. Fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með færð. Á Breiðafirði og Vestfjörðum tóku appelsínugular viðvaranir gildi klukkan tvö í nótt og standa til klukkan 18: Suðvestan hríð með vindhraða á bilinu 20 til 28 m/s, éljagangur og skafrenningur. Lélegt skyggni, einkum í éljum, og áfram slæm akstursskilyrði. Víðtækar samgöngutruflanir líklegar, lokanir á vegum og ekkert ferðaveður er á meðan viðvörunin er í gildi. Fólki bent á að sýna varkárni og fylgjast með færð á vegum. Gul viðvörun tók gildi á Ströndum og Norðurlandi vestra klukkan fjögur í nótt og er viðvarandi til klukkan 15: Suðvestan hríð með vindhraða á bilinu 18 til 23 m/s, hvassast á Ströndum. Búast má við éljagangi með skafrenningi. Lélegt skyggni, einkum í éljum, og áfram slæm akstursskilyrði. Afmarkaðar samgöngutruflanir og lokanir á vegum eru líklegar. Fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með færð á vegum. Gul viðvörun tók svo gildi á miðhálendinu klukkan 23 í kvöld og er í gildi til klukkan 16 síðdegis: Suðvestan hríð með vindhraða á bilinu 18 til 23 m/s, snjókomu eða él og skafrenning og lélegt skyggni. Slæmt ferðaveður og fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á föstudag: Gengur í austan- og suðaustanhvassviðri eða -storm með snjókomu og síðar rigningu eða slyddu S- og A-lands, en norðaustanblindhríð á Vestfjörðum. Hlýnar í veðri og víða 1 til 6 stig seinni partinn, en kringum frostmark fyrir norðan. Á laugardag: Vestlæg átt, 8-15 m/s og él, en norðaustan 15-23 og snjókoma á Vestfjörðum og við N-ströndina. Yfirleitt hægara og úrkomulítið A-lands. Kólnandi veður. Á sunnudag: Ákvðin norðanátt með snjókomu eða éljum á N-verðu landinu, en hæg breytileg átt og úrkomulítið sunnan heiða. Talsvert frost á öllu landinu. Á mánudag: Útlit fyrir vaxandi austlæga átt með snjókomu eða skafrenningi, en slyddu eða rigningu syðst. Hægt hlýnandi veður. Á þriðjudag og miðvikudag: Líklega stífar norðaustanáttir með snjókomu eða éljagangi, einkum N- og A-lands og kólnandi veður. Veður Mest lesið Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Innlent Fleiri fréttir Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Sjá meira
Í dag geisar suðvestanstormur eða -rok, jafnvel ofsaveður, á heiðum Vestfjarða með éljagangi á vestanverðu landinu. Fyrir austan eru hins vegar mun hægari suðvestanvindar og víða bjartviðri, að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Gular og appelssínugular veðurviðvaranir eru í gildi víða á landinu til kvölds en þá dregur smám saman úr veðurofsanum. Skammt er þó stórra högga á milli því enn annar stormurinn boðar komu sína á morgun. „[…] Ört dýpkandi lægð er á hraðastími til okkar og í fyrramálið þegar hún er komin nær fer að hvessa og af austri og suðaustri með snjókomu, sem síðar fer í slyddu eða rigningu á Suður- og Austurlandi. Á Vestfjörðum gengur í norðaustanstórrhríð seinni partinn á morgun og þegar er komin í gildi gul viðvörun til að vara við því,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Þá lætur hann staðar numið hér að sinni – þó að sérstaklega sé tekið fram að lægðaganginum sé „hvergi nærri lokið“. Líkt og greint var frá í gær verður lítið sem ekkert ferðaveður á stórum hluta landsins þegar hríðarbylurinn gengur hér yfir í dag. Appelsínugular og gular viðvaranir hafa þegar tekið gildi ef frá er talinn austurhluti landsins, frá Norðurlandi eystra og niður eftir Suðausturlandi. Appelsínugulu viðvaranirnar eru nú í gildi á Breiðafirði og Vestfjörðum þar sem gengur yfir hríð með vindhraða allt að 28 m/s. Jafnframt er búist við víðtækum samgöngutruflunum. Veginum um Súgandafjörð var til að mynda lokað í gærkvöldi vegna snjóflóðs og hefur ekki verið opnaður aftur. Þá er vegum víða á landinu lokað vegna veðurs, þar á meðal Holtavörðuheiði og Öxnadalsheiði. Hér að neðan má sjá kort yfir færð á landinu öllu sem uppfært var á sjöunda tímanum. Upplýsingar um færð á vegum má nálgast á vef Vegagerðarinnar. Skjáskot/vegagerðin Á höfuðborgarsvæðinu tók gul viðvörun gildi klukkan þrjú í nótt og stendur til klukkan 17 síðdegis í dag: Suðvestan 15 til 23 m/s með éljagangi. Búast má við takmörkuðu eða lélegu skyggni í éljum, versnandi akstursskilyrðum og samgöngutruflunum, einkum í efri byggðum. Fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám. Á Suðurlandi tók gul viðvörun gildi klukkan sex í morgun og er í gildi til klukkan 17 síðdegis: Suðvestan hríð með vindhraða á bilinu 15 til 23 m/s og éljagangi, hvassast við ströndina. Takmarkað eða lélegt skyggni í éljum og versnandi akstursskilyrði. Afmarkaðar samgöngutruflanir og lokanir á vegum eru líklegar, einkum á Hellisheiði. Fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með færð á vegum. Á Faxaflóa tók gul viðvörun gildi klukkan þrjú í nótt og stendur til klukkan 16 síðdegis: Suðvestan hríð með vindhraða á bilinu 18 til 28 m/s, éljagang og skafrenning. Hvassast og úrkomumest verður á Mýrum og Snæfellsnesi. Takmakað eða lélegt skyggni í éljum og áfram slæm akstursskilyrði. Afmarkaðar samgöngutruflanir og lokanir á vegum eru líklegar. Fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með færð. Á Breiðafirði og Vestfjörðum tóku appelsínugular viðvaranir gildi klukkan tvö í nótt og standa til klukkan 18: Suðvestan hríð með vindhraða á bilinu 20 til 28 m/s, éljagangur og skafrenningur. Lélegt skyggni, einkum í éljum, og áfram slæm akstursskilyrði. Víðtækar samgöngutruflanir líklegar, lokanir á vegum og ekkert ferðaveður er á meðan viðvörunin er í gildi. Fólki bent á að sýna varkárni og fylgjast með færð á vegum. Gul viðvörun tók gildi á Ströndum og Norðurlandi vestra klukkan fjögur í nótt og er viðvarandi til klukkan 15: Suðvestan hríð með vindhraða á bilinu 18 til 23 m/s, hvassast á Ströndum. Búast má við éljagangi með skafrenningi. Lélegt skyggni, einkum í éljum, og áfram slæm akstursskilyrði. Afmarkaðar samgöngutruflanir og lokanir á vegum eru líklegar. Fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með færð á vegum. Gul viðvörun tók svo gildi á miðhálendinu klukkan 23 í kvöld og er í gildi til klukkan 16 síðdegis: Suðvestan hríð með vindhraða á bilinu 18 til 23 m/s, snjókomu eða él og skafrenning og lélegt skyggni. Slæmt ferðaveður og fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á föstudag: Gengur í austan- og suðaustanhvassviðri eða -storm með snjókomu og síðar rigningu eða slyddu S- og A-lands, en norðaustanblindhríð á Vestfjörðum. Hlýnar í veðri og víða 1 til 6 stig seinni partinn, en kringum frostmark fyrir norðan. Á laugardag: Vestlæg átt, 8-15 m/s og él, en norðaustan 15-23 og snjókoma á Vestfjörðum og við N-ströndina. Yfirleitt hægara og úrkomulítið A-lands. Kólnandi veður. Á sunnudag: Ákvðin norðanátt með snjókomu eða éljum á N-verðu landinu, en hæg breytileg átt og úrkomulítið sunnan heiða. Talsvert frost á öllu landinu. Á mánudag: Útlit fyrir vaxandi austlæga átt með snjókomu eða skafrenningi, en slyddu eða rigningu syðst. Hægt hlýnandi veður. Á þriðjudag og miðvikudag: Líklega stífar norðaustanáttir með snjókomu eða éljagangi, einkum N- og A-lands og kólnandi veður.
Veður Mest lesið Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Innlent Fleiri fréttir Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Sjá meira