Gilda lög í vopnuðum átökum? Brynhildur Bolladóttir skrifar 8. janúar 2020 13:00 Þónokkuð hefur verið fjallað um orð Trump Bandaríkjaforseta um að hann hafi áætlanir um 52 írönsk skotmörk í hernaðarlegum aðgerðum, mörg þeirra mikilvæg í íranskri menningu. Eflaust spyrja sig margir hvers vegna þetta skipti máli og hvort Trump megi ekki bara gera það sem hann vill? Gilda einhver lög í stríði? Stutta svarið er já, í vopnuðum átökum gilda lög. Alþjóðleg mannúðarlög gilda á tímum ófriðar, þau helgast bæði af venjurétti sem og Genfarsamningunum svokölluðu sem urðu 70 ára á síðasta ári sem og þremur viðbótarbókunum við þá auk annarra mikilvægra samninga á sviði mannúðarlaga. Með undirritun Genfarsamninganna hafa ríki heims skuldbundið sig til þess að takmarka stríðsrekstur á ýmsan hátt og hlífa þeim sem ekki taka beinan þátt í ófriði. Genfarsamningarnir veita vernd í vopnuðum átökum og eru hornsteinninn í alþjóðlegum mannúðarrétti. Öll aðildarríki Sameinuðu þjóðanna auk Vatíkansins, Palestínu og Cookseyja, hafa fullgilt samninganna og fjölmörg ríki hafa fullgilt viðauka við þá. Alþjóðaráð Rauða krossins er verndari Genfarsamninganna frá 1949 og viðauka við þá. Í samningunum eru ákvæði sem veita Rauða krossinum víðtækt hlutverk við að vernda og aðstoða fórnarlömb stríðsátaka. Rauði krossinn fræðir stríðandi fylkingar um Genfarsamningana og fylgist með því að þeir séu virtir. Grundvallaratriði Genfarsamninganna eru: Allir sem hafa lagt niður vopn eiga rétt á vernd. Fangar njóta verndar. Þeir sem sinna hjálpastarfi njóta verndar. Ekki má ráðast á eignir óbreyttra borgara. Ekki má valda þarflausri eyðileggingu eða þjáningum. Menningarverðmæti líkt og söfn, sögulegar minjar eða fornleifar eru hluti af sjálfsmynd fólks og njóta einnig verndar. Árásir á menningarverðmæti eru svo miklu meira en eyðilegging á múrsteinum, viði eða steypu. Þær eru árásir á sjálfsmynd, minni og sögu, reisn og framtíð komandi kynslóða. Hvað segja alþjóðleg mannúðarlög um menningarverðmæti í stríði? Alþjóðleg mannúðarlög skylda aðila vopnaðra átaka til að vernda og virða menningarverðmæti. Samkvæmt alþjóðlegum mannúðarlögum er óheimilt að ráðast á menningarverðmæti eða nota í hernaðarlegum tilgangi, nema hernaðarleg nauðsyn krefjist þess. Ennfremur mega aðilar að átökunum ekki hertaka, eyðileggja eða skemma menningarverðmæti og verða að stöðva þjófnað, skothríð eða skemmdarverk sem beinast gegn slíkum verðmætum. Fylgifiskur þess að glata menningarverðmætum er að fólk, samfélög og þjóðfélög glatar þeim og sögunni. Til að setja þetta í eitthvað samhengi sem við getum mögulega skilið þá má nefna nokkur dæmi um staði sem okkur þykir vænt um og viljum halda. Árbæjarsafn. Þjóðveldisbærinn á Stöng. Listasafn Íslands. Þjóðminjasafnið. Þjóðmenningarhúsið Hverfisgötu. Hallgrímskirkja. Þá reikar hugurinn til Parísar og Notre Dame sem brann á síðasta ári og heimurinn fylgdist með. Þar var vissulega ekki um skotmark vopnaðra átaka að ræða en bruni hennar hafði áhrif langt út fyrir landsteina Frakklands. Kveðið er á um lagalega vernd menningarverðmæta í vopnuðum átökum bæði í venjurétti sem og alþjóðasamningum, þar á meðal Haag-samningnum frá 1954 um vernd menningarverðmæta í vopnuðum átökum, tveimur bókunum hans svo og viðbótarbókunum frá 1977 við Genfarsamningana frá 1949. Ísland hefur ekki fullgilt Haag-samninginn frá 1954 en fyrir þinginu liggur þingsályktunartillaga þess efnis. Það er full ástæða til að fullgilda hann og það er full ástæða fyrir Ísland að tala um fyrir aukinni virðingu fyrir Genfarsamningunum, að þeir séu virtir í hvívetna hvort sem um sé að ræða menningarverðmæti eða þær manneskjur sem njóta verndar á tímum vopnaðra átaka lögum samkvæmt. Höfundur er upplýsingafulltrúi Rauða krossins á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bandaríkin Donald Trump Íran Brynhildur Bolladóttir Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Þónokkuð hefur verið fjallað um orð Trump Bandaríkjaforseta um að hann hafi áætlanir um 52 írönsk skotmörk í hernaðarlegum aðgerðum, mörg þeirra mikilvæg í íranskri menningu. Eflaust spyrja sig margir hvers vegna þetta skipti máli og hvort Trump megi ekki bara gera það sem hann vill? Gilda einhver lög í stríði? Stutta svarið er já, í vopnuðum átökum gilda lög. Alþjóðleg mannúðarlög gilda á tímum ófriðar, þau helgast bæði af venjurétti sem og Genfarsamningunum svokölluðu sem urðu 70 ára á síðasta ári sem og þremur viðbótarbókunum við þá auk annarra mikilvægra samninga á sviði mannúðarlaga. Með undirritun Genfarsamninganna hafa ríki heims skuldbundið sig til þess að takmarka stríðsrekstur á ýmsan hátt og hlífa þeim sem ekki taka beinan þátt í ófriði. Genfarsamningarnir veita vernd í vopnuðum átökum og eru hornsteinninn í alþjóðlegum mannúðarrétti. Öll aðildarríki Sameinuðu þjóðanna auk Vatíkansins, Palestínu og Cookseyja, hafa fullgilt samninganna og fjölmörg ríki hafa fullgilt viðauka við þá. Alþjóðaráð Rauða krossins er verndari Genfarsamninganna frá 1949 og viðauka við þá. Í samningunum eru ákvæði sem veita Rauða krossinum víðtækt hlutverk við að vernda og aðstoða fórnarlömb stríðsátaka. Rauði krossinn fræðir stríðandi fylkingar um Genfarsamningana og fylgist með því að þeir séu virtir. Grundvallaratriði Genfarsamninganna eru: Allir sem hafa lagt niður vopn eiga rétt á vernd. Fangar njóta verndar. Þeir sem sinna hjálpastarfi njóta verndar. Ekki má ráðast á eignir óbreyttra borgara. Ekki má valda þarflausri eyðileggingu eða þjáningum. Menningarverðmæti líkt og söfn, sögulegar minjar eða fornleifar eru hluti af sjálfsmynd fólks og njóta einnig verndar. Árásir á menningarverðmæti eru svo miklu meira en eyðilegging á múrsteinum, viði eða steypu. Þær eru árásir á sjálfsmynd, minni og sögu, reisn og framtíð komandi kynslóða. Hvað segja alþjóðleg mannúðarlög um menningarverðmæti í stríði? Alþjóðleg mannúðarlög skylda aðila vopnaðra átaka til að vernda og virða menningarverðmæti. Samkvæmt alþjóðlegum mannúðarlögum er óheimilt að ráðast á menningarverðmæti eða nota í hernaðarlegum tilgangi, nema hernaðarleg nauðsyn krefjist þess. Ennfremur mega aðilar að átökunum ekki hertaka, eyðileggja eða skemma menningarverðmæti og verða að stöðva þjófnað, skothríð eða skemmdarverk sem beinast gegn slíkum verðmætum. Fylgifiskur þess að glata menningarverðmætum er að fólk, samfélög og þjóðfélög glatar þeim og sögunni. Til að setja þetta í eitthvað samhengi sem við getum mögulega skilið þá má nefna nokkur dæmi um staði sem okkur þykir vænt um og viljum halda. Árbæjarsafn. Þjóðveldisbærinn á Stöng. Listasafn Íslands. Þjóðminjasafnið. Þjóðmenningarhúsið Hverfisgötu. Hallgrímskirkja. Þá reikar hugurinn til Parísar og Notre Dame sem brann á síðasta ári og heimurinn fylgdist með. Þar var vissulega ekki um skotmark vopnaðra átaka að ræða en bruni hennar hafði áhrif langt út fyrir landsteina Frakklands. Kveðið er á um lagalega vernd menningarverðmæta í vopnuðum átökum bæði í venjurétti sem og alþjóðasamningum, þar á meðal Haag-samningnum frá 1954 um vernd menningarverðmæta í vopnuðum átökum, tveimur bókunum hans svo og viðbótarbókunum frá 1977 við Genfarsamningana frá 1949. Ísland hefur ekki fullgilt Haag-samninginn frá 1954 en fyrir þinginu liggur þingsályktunartillaga þess efnis. Það er full ástæða til að fullgilda hann og það er full ástæða fyrir Ísland að tala um fyrir aukinni virðingu fyrir Genfarsamningunum, að þeir séu virtir í hvívetna hvort sem um sé að ræða menningarverðmæti eða þær manneskjur sem njóta verndar á tímum vopnaðra átaka lögum samkvæmt. Höfundur er upplýsingafulltrúi Rauða krossins á Íslandi.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar