Íranir segja aðgerðum lokið og vilja ekki stríð Samúel Karl Ólason skrifar 8. janúar 2020 09:09 Boltinn er nú hjá Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. EPA/CRISTOBAL HERRERA Ayatollah Ali Khamenei, leiðtogi Íran, segir ríkið hafa veitt Bandaríkjunum löðrung í nótt. Það hafi verið gert með því að skjóta fjölda eldflauga að tveimur herstöðvum í Írak, þar sem bandarískir hermenn halda til. Khamenei sagði í kjölfar árásanna að Bandaríkin ættu að yfirgefa Mið-Austurlönd. Árásunum er ætlað að hefna fyrir dauða Qasem Soleimani, sem felldur var í loftárás Bandaríkjanna í Írak í síðustu viku. Yfirvöld Íran hafa þó hvatt Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, til að segja þetta gott og gera ekki frekari árásir á Íran. Þeir segja árásum þeirra lokið og þeir sækist ekki eftir frekari stigmögnun eða stríði. Á sama tíma hafa yfirvöld Íran sagt að geri Bandaríkin árásir á Íran, muni þeir svara með árásum á önnur ríki eins og Ísrael. Donald Trump tísti í kjölfar árásanna og sagði „allt í lagi“. Hann mun tjá sig um málið í dag. Forsvarsmenn herafla Bandaríkjanna segjast enn vera að meta skaðann vegna árásanna og hafa engar fregnir borist af mannfalli. Hvorki hjá Bandaríkjunum né Írak. Her Íran segir hins vegar að tugir bandarískra hermanna hafa fallið. Þulur ríkissjónvarps Íran hélt því fram að minnst 80 bandarískir hermenn hefðu fallið í Ain al-Asad herstöðinni, án þess þó að færa rök fyrir máli sínu eða vísa í sönnunargögn. Ain al-Asad er í í Anbar héraði í Írak og einnig var árás gerð á aðra herstöð í Erbil, í norðurhluta landsins. Árásirnar í nótt og árásin á Soleimani eru nokkuð merkilegar fyrir þær sakir að það hefur ekki oft gerst að Íran og Bandaríkin geri beinar árásir gegn hvoru öðru án aðkomu milliliða. Það er alfarið óljóst hvað Trump mun segja í ávarpi sínu í dag og þá hvort Bandaríkin muni gera frekari árásir á Íran. Hann hefur haldið því fram að Bandaríkin ættu ekki að standa í eilífum stríðsrekstri og lýst yfir andstöðu sinni við hernað í Mið-Austurlöndum. Ummæli Trump undanfarna daga hafa þó verið mjög vígreif og hefur hann meðal annars sagt að ef Íran geri einhverskonar árás á Bandaríkin í kjölfar falls Soleimani, muni Íranir sjá eftir því og afleiðingarnar verði mjög slæmar fyrir þá. Bandaríkin Íran Tengdar fréttir Íranir skjóta eldflaugum á herstöðvar Bandaríkjanna í Írak Íranir hafa skotið eldflaugum á herstöð Bandaríkjanna, Al-Asad, í vesturhluta Írak. 8. janúar 2020 00:30 Khamenei sagður vilja beinar aðgerðir gegn Bandaríkjunum Burtséð frá öllum áróðri er óljóst hvernig, hvar og hvort mögulegar hefndaraðgerðir Íran fara fram. 7. janúar 2020 11:45 63 Kanadamenn og tíu Svíar í hópi þeirra sem fórust Farþegaflugvél Ukraine International Airlines fórst skömmu eftir flugtak í Teheran í morgun. 176 voru um borð. 8. janúar 2020 08:52 Trump um árás Írana: Segir að enn sem komið er sé „allt í lagi“ Donald Trump Bandaríkjaforseti segir "allt vera í góðu“ eftir að Íranir skutu eldflaugum á bandarískar herstöðvar í nótt. Forsetinn segir að verið sé að meta hvort að manntjón hafi orðið og eyðilegging, en að enn sem komið er væri ástandið í lagi. 8. janúar 2020 07:03 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: Telur víst að Inga hafi beitt áhrifum sínum Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sjá meira
Ayatollah Ali Khamenei, leiðtogi Íran, segir ríkið hafa veitt Bandaríkjunum löðrung í nótt. Það hafi verið gert með því að skjóta fjölda eldflauga að tveimur herstöðvum í Írak, þar sem bandarískir hermenn halda til. Khamenei sagði í kjölfar árásanna að Bandaríkin ættu að yfirgefa Mið-Austurlönd. Árásunum er ætlað að hefna fyrir dauða Qasem Soleimani, sem felldur var í loftárás Bandaríkjanna í Írak í síðustu viku. Yfirvöld Íran hafa þó hvatt Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, til að segja þetta gott og gera ekki frekari árásir á Íran. Þeir segja árásum þeirra lokið og þeir sækist ekki eftir frekari stigmögnun eða stríði. Á sama tíma hafa yfirvöld Íran sagt að geri Bandaríkin árásir á Íran, muni þeir svara með árásum á önnur ríki eins og Ísrael. Donald Trump tísti í kjölfar árásanna og sagði „allt í lagi“. Hann mun tjá sig um málið í dag. Forsvarsmenn herafla Bandaríkjanna segjast enn vera að meta skaðann vegna árásanna og hafa engar fregnir borist af mannfalli. Hvorki hjá Bandaríkjunum né Írak. Her Íran segir hins vegar að tugir bandarískra hermanna hafa fallið. Þulur ríkissjónvarps Íran hélt því fram að minnst 80 bandarískir hermenn hefðu fallið í Ain al-Asad herstöðinni, án þess þó að færa rök fyrir máli sínu eða vísa í sönnunargögn. Ain al-Asad er í í Anbar héraði í Írak og einnig var árás gerð á aðra herstöð í Erbil, í norðurhluta landsins. Árásirnar í nótt og árásin á Soleimani eru nokkuð merkilegar fyrir þær sakir að það hefur ekki oft gerst að Íran og Bandaríkin geri beinar árásir gegn hvoru öðru án aðkomu milliliða. Það er alfarið óljóst hvað Trump mun segja í ávarpi sínu í dag og þá hvort Bandaríkin muni gera frekari árásir á Íran. Hann hefur haldið því fram að Bandaríkin ættu ekki að standa í eilífum stríðsrekstri og lýst yfir andstöðu sinni við hernað í Mið-Austurlöndum. Ummæli Trump undanfarna daga hafa þó verið mjög vígreif og hefur hann meðal annars sagt að ef Íran geri einhverskonar árás á Bandaríkin í kjölfar falls Soleimani, muni Íranir sjá eftir því og afleiðingarnar verði mjög slæmar fyrir þá.
Bandaríkin Íran Tengdar fréttir Íranir skjóta eldflaugum á herstöðvar Bandaríkjanna í Írak Íranir hafa skotið eldflaugum á herstöð Bandaríkjanna, Al-Asad, í vesturhluta Írak. 8. janúar 2020 00:30 Khamenei sagður vilja beinar aðgerðir gegn Bandaríkjunum Burtséð frá öllum áróðri er óljóst hvernig, hvar og hvort mögulegar hefndaraðgerðir Íran fara fram. 7. janúar 2020 11:45 63 Kanadamenn og tíu Svíar í hópi þeirra sem fórust Farþegaflugvél Ukraine International Airlines fórst skömmu eftir flugtak í Teheran í morgun. 176 voru um borð. 8. janúar 2020 08:52 Trump um árás Írana: Segir að enn sem komið er sé „allt í lagi“ Donald Trump Bandaríkjaforseti segir "allt vera í góðu“ eftir að Íranir skutu eldflaugum á bandarískar herstöðvar í nótt. Forsetinn segir að verið sé að meta hvort að manntjón hafi orðið og eyðilegging, en að enn sem komið er væri ástandið í lagi. 8. janúar 2020 07:03 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: Telur víst að Inga hafi beitt áhrifum sínum Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sjá meira
Íranir skjóta eldflaugum á herstöðvar Bandaríkjanna í Írak Íranir hafa skotið eldflaugum á herstöð Bandaríkjanna, Al-Asad, í vesturhluta Írak. 8. janúar 2020 00:30
Khamenei sagður vilja beinar aðgerðir gegn Bandaríkjunum Burtséð frá öllum áróðri er óljóst hvernig, hvar og hvort mögulegar hefndaraðgerðir Íran fara fram. 7. janúar 2020 11:45
63 Kanadamenn og tíu Svíar í hópi þeirra sem fórust Farþegaflugvél Ukraine International Airlines fórst skömmu eftir flugtak í Teheran í morgun. 176 voru um borð. 8. janúar 2020 08:52
Trump um árás Írana: Segir að enn sem komið er sé „allt í lagi“ Donald Trump Bandaríkjaforseti segir "allt vera í góðu“ eftir að Íranir skutu eldflaugum á bandarískar herstöðvar í nótt. Forsetinn segir að verið sé að meta hvort að manntjón hafi orðið og eyðilegging, en að enn sem komið er væri ástandið í lagi. 8. janúar 2020 07:03