Íranir segja aðgerðum lokið og vilja ekki stríð Samúel Karl Ólason skrifar 8. janúar 2020 09:09 Boltinn er nú hjá Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. EPA/CRISTOBAL HERRERA Ayatollah Ali Khamenei, leiðtogi Íran, segir ríkið hafa veitt Bandaríkjunum löðrung í nótt. Það hafi verið gert með því að skjóta fjölda eldflauga að tveimur herstöðvum í Írak, þar sem bandarískir hermenn halda til. Khamenei sagði í kjölfar árásanna að Bandaríkin ættu að yfirgefa Mið-Austurlönd. Árásunum er ætlað að hefna fyrir dauða Qasem Soleimani, sem felldur var í loftárás Bandaríkjanna í Írak í síðustu viku. Yfirvöld Íran hafa þó hvatt Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, til að segja þetta gott og gera ekki frekari árásir á Íran. Þeir segja árásum þeirra lokið og þeir sækist ekki eftir frekari stigmögnun eða stríði. Á sama tíma hafa yfirvöld Íran sagt að geri Bandaríkin árásir á Íran, muni þeir svara með árásum á önnur ríki eins og Ísrael. Donald Trump tísti í kjölfar árásanna og sagði „allt í lagi“. Hann mun tjá sig um málið í dag. Forsvarsmenn herafla Bandaríkjanna segjast enn vera að meta skaðann vegna árásanna og hafa engar fregnir borist af mannfalli. Hvorki hjá Bandaríkjunum né Írak. Her Íran segir hins vegar að tugir bandarískra hermanna hafa fallið. Þulur ríkissjónvarps Íran hélt því fram að minnst 80 bandarískir hermenn hefðu fallið í Ain al-Asad herstöðinni, án þess þó að færa rök fyrir máli sínu eða vísa í sönnunargögn. Ain al-Asad er í í Anbar héraði í Írak og einnig var árás gerð á aðra herstöð í Erbil, í norðurhluta landsins. Árásirnar í nótt og árásin á Soleimani eru nokkuð merkilegar fyrir þær sakir að það hefur ekki oft gerst að Íran og Bandaríkin geri beinar árásir gegn hvoru öðru án aðkomu milliliða. Það er alfarið óljóst hvað Trump mun segja í ávarpi sínu í dag og þá hvort Bandaríkin muni gera frekari árásir á Íran. Hann hefur haldið því fram að Bandaríkin ættu ekki að standa í eilífum stríðsrekstri og lýst yfir andstöðu sinni við hernað í Mið-Austurlöndum. Ummæli Trump undanfarna daga hafa þó verið mjög vígreif og hefur hann meðal annars sagt að ef Íran geri einhverskonar árás á Bandaríkin í kjölfar falls Soleimani, muni Íranir sjá eftir því og afleiðingarnar verði mjög slæmar fyrir þá. Bandaríkin Íran Tengdar fréttir Íranir skjóta eldflaugum á herstöðvar Bandaríkjanna í Írak Íranir hafa skotið eldflaugum á herstöð Bandaríkjanna, Al-Asad, í vesturhluta Írak. 8. janúar 2020 00:30 Khamenei sagður vilja beinar aðgerðir gegn Bandaríkjunum Burtséð frá öllum áróðri er óljóst hvernig, hvar og hvort mögulegar hefndaraðgerðir Íran fara fram. 7. janúar 2020 11:45 63 Kanadamenn og tíu Svíar í hópi þeirra sem fórust Farþegaflugvél Ukraine International Airlines fórst skömmu eftir flugtak í Teheran í morgun. 176 voru um borð. 8. janúar 2020 08:52 Trump um árás Írana: Segir að enn sem komið er sé „allt í lagi“ Donald Trump Bandaríkjaforseti segir "allt vera í góðu“ eftir að Íranir skutu eldflaugum á bandarískar herstöðvar í nótt. Forsetinn segir að verið sé að meta hvort að manntjón hafi orðið og eyðilegging, en að enn sem komið er væri ástandið í lagi. 8. janúar 2020 07:03 Mest lesið Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Sjá meira
Ayatollah Ali Khamenei, leiðtogi Íran, segir ríkið hafa veitt Bandaríkjunum löðrung í nótt. Það hafi verið gert með því að skjóta fjölda eldflauga að tveimur herstöðvum í Írak, þar sem bandarískir hermenn halda til. Khamenei sagði í kjölfar árásanna að Bandaríkin ættu að yfirgefa Mið-Austurlönd. Árásunum er ætlað að hefna fyrir dauða Qasem Soleimani, sem felldur var í loftárás Bandaríkjanna í Írak í síðustu viku. Yfirvöld Íran hafa þó hvatt Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, til að segja þetta gott og gera ekki frekari árásir á Íran. Þeir segja árásum þeirra lokið og þeir sækist ekki eftir frekari stigmögnun eða stríði. Á sama tíma hafa yfirvöld Íran sagt að geri Bandaríkin árásir á Íran, muni þeir svara með árásum á önnur ríki eins og Ísrael. Donald Trump tísti í kjölfar árásanna og sagði „allt í lagi“. Hann mun tjá sig um málið í dag. Forsvarsmenn herafla Bandaríkjanna segjast enn vera að meta skaðann vegna árásanna og hafa engar fregnir borist af mannfalli. Hvorki hjá Bandaríkjunum né Írak. Her Íran segir hins vegar að tugir bandarískra hermanna hafa fallið. Þulur ríkissjónvarps Íran hélt því fram að minnst 80 bandarískir hermenn hefðu fallið í Ain al-Asad herstöðinni, án þess þó að færa rök fyrir máli sínu eða vísa í sönnunargögn. Ain al-Asad er í í Anbar héraði í Írak og einnig var árás gerð á aðra herstöð í Erbil, í norðurhluta landsins. Árásirnar í nótt og árásin á Soleimani eru nokkuð merkilegar fyrir þær sakir að það hefur ekki oft gerst að Íran og Bandaríkin geri beinar árásir gegn hvoru öðru án aðkomu milliliða. Það er alfarið óljóst hvað Trump mun segja í ávarpi sínu í dag og þá hvort Bandaríkin muni gera frekari árásir á Íran. Hann hefur haldið því fram að Bandaríkin ættu ekki að standa í eilífum stríðsrekstri og lýst yfir andstöðu sinni við hernað í Mið-Austurlöndum. Ummæli Trump undanfarna daga hafa þó verið mjög vígreif og hefur hann meðal annars sagt að ef Íran geri einhverskonar árás á Bandaríkin í kjölfar falls Soleimani, muni Íranir sjá eftir því og afleiðingarnar verði mjög slæmar fyrir þá.
Bandaríkin Íran Tengdar fréttir Íranir skjóta eldflaugum á herstöðvar Bandaríkjanna í Írak Íranir hafa skotið eldflaugum á herstöð Bandaríkjanna, Al-Asad, í vesturhluta Írak. 8. janúar 2020 00:30 Khamenei sagður vilja beinar aðgerðir gegn Bandaríkjunum Burtséð frá öllum áróðri er óljóst hvernig, hvar og hvort mögulegar hefndaraðgerðir Íran fara fram. 7. janúar 2020 11:45 63 Kanadamenn og tíu Svíar í hópi þeirra sem fórust Farþegaflugvél Ukraine International Airlines fórst skömmu eftir flugtak í Teheran í morgun. 176 voru um borð. 8. janúar 2020 08:52 Trump um árás Írana: Segir að enn sem komið er sé „allt í lagi“ Donald Trump Bandaríkjaforseti segir "allt vera í góðu“ eftir að Íranir skutu eldflaugum á bandarískar herstöðvar í nótt. Forsetinn segir að verið sé að meta hvort að manntjón hafi orðið og eyðilegging, en að enn sem komið er væri ástandið í lagi. 8. janúar 2020 07:03 Mest lesið Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Sjá meira
Íranir skjóta eldflaugum á herstöðvar Bandaríkjanna í Írak Íranir hafa skotið eldflaugum á herstöð Bandaríkjanna, Al-Asad, í vesturhluta Írak. 8. janúar 2020 00:30
Khamenei sagður vilja beinar aðgerðir gegn Bandaríkjunum Burtséð frá öllum áróðri er óljóst hvernig, hvar og hvort mögulegar hefndaraðgerðir Íran fara fram. 7. janúar 2020 11:45
63 Kanadamenn og tíu Svíar í hópi þeirra sem fórust Farþegaflugvél Ukraine International Airlines fórst skömmu eftir flugtak í Teheran í morgun. 176 voru um borð. 8. janúar 2020 08:52
Trump um árás Írana: Segir að enn sem komið er sé „allt í lagi“ Donald Trump Bandaríkjaforseti segir "allt vera í góðu“ eftir að Íranir skutu eldflaugum á bandarískar herstöðvar í nótt. Forsetinn segir að verið sé að meta hvort að manntjón hafi orðið og eyðilegging, en að enn sem komið er væri ástandið í lagi. 8. janúar 2020 07:03