Segja að allt byrjunarlið Liverpool í gær hafi kostað minna en Gylfi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. janúar 2020 10:00 Gylfi Þór Sigurðsson í leiknum á móti Liverpool í gær. Getty/Clive Brunskill Það er óhætt að segja að stuðningsmenn Everton hafi átt erfitt með að sætta sig við tap á móti varaliði Liverpool í enska bikarnum í gær en fáir fengu að finna fyrir því meira en íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson. Gylfi fékk mjög slæma dóma fyrir frammistöðu sína á móti unglingunum í Liverpool liðinu og eftir svona leik er verðmiði Gylfa mjög þungur kross að bera. Gylfi byrjaði vel undir stjórn Carlo Ancelotti og hefur verið í byrjunaliði Ítalans í öllum leikjunum. Ancelotti hefur hins vegar tekið Gylfa af velli í síðustu tveimur leikjum þar sem íslenska landsliðsmanninum hefur gengið illa að koma sér inn í leikinn. Það sem gerir þetta tap á Anfield enn sárara eða að Jürgen Klopp hvíldi alla stjörnuleikmenn sína í þessum leik og byrjunarliðið var að mestu skipað leikmönnum úr akademíu félagsins. Gagnrýnendur íslenska landsliðsmannsins hafa líka bent á það að Gylfi kostaði jafnmikið eða jafnvel meira en allt byrjunarlið Liverpool í leiknum gær. Or one Gylfi Sigurdsson https://t.co/je0fbKU8vZ— Carl Markham (@carlmarkham) January 5, 2020 Byrjunarlið Liverpool kostaði samanlagt 43,95 milljón pund samkvæmt útreikningnum hér fyrir ofan en Everton keypti Gylfa á 44,46 milljónir punda frá Swansea í janúar 2017 samkvæmt upplýsingum frá Transfermarkt. Byrjunarlið Everton í þessu 1-0 bikartapi á móti nágrönnum sínum kostaði samanlagt 221,06 milljónir punda. Gylfi er með 2 mörk og 1 stoðsendingu í 23 leikjum með Everton í öllum keppnum á þessu tímabili.Byrjunarliðsmenn Liverpool í leiknum í gær: Adrián Neco Williams Nathaniel Phillips Joe Gomez James Milner Adam Lallana Pedro Chirivella Curtis Jones Harvey Elliott Takumi Minamino Divock Origi Hér fyrir neðan má sjá sigurmarkið hjá Curtis Jones í gær. Enski boltinn Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Andriy Shevchenko á leið til Íslands Fótbolti „Við bara brotnum“ Körfubolti Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Grealish og Foden líður ekki vel Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Sjá meira
Það er óhætt að segja að stuðningsmenn Everton hafi átt erfitt með að sætta sig við tap á móti varaliði Liverpool í enska bikarnum í gær en fáir fengu að finna fyrir því meira en íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson. Gylfi fékk mjög slæma dóma fyrir frammistöðu sína á móti unglingunum í Liverpool liðinu og eftir svona leik er verðmiði Gylfa mjög þungur kross að bera. Gylfi byrjaði vel undir stjórn Carlo Ancelotti og hefur verið í byrjunaliði Ítalans í öllum leikjunum. Ancelotti hefur hins vegar tekið Gylfa af velli í síðustu tveimur leikjum þar sem íslenska landsliðsmanninum hefur gengið illa að koma sér inn í leikinn. Það sem gerir þetta tap á Anfield enn sárara eða að Jürgen Klopp hvíldi alla stjörnuleikmenn sína í þessum leik og byrjunarliðið var að mestu skipað leikmönnum úr akademíu félagsins. Gagnrýnendur íslenska landsliðsmannsins hafa líka bent á það að Gylfi kostaði jafnmikið eða jafnvel meira en allt byrjunarlið Liverpool í leiknum gær. Or one Gylfi Sigurdsson https://t.co/je0fbKU8vZ— Carl Markham (@carlmarkham) January 5, 2020 Byrjunarlið Liverpool kostaði samanlagt 43,95 milljón pund samkvæmt útreikningnum hér fyrir ofan en Everton keypti Gylfa á 44,46 milljónir punda frá Swansea í janúar 2017 samkvæmt upplýsingum frá Transfermarkt. Byrjunarlið Everton í þessu 1-0 bikartapi á móti nágrönnum sínum kostaði samanlagt 221,06 milljónir punda. Gylfi er með 2 mörk og 1 stoðsendingu í 23 leikjum með Everton í öllum keppnum á þessu tímabili.Byrjunarliðsmenn Liverpool í leiknum í gær: Adrián Neco Williams Nathaniel Phillips Joe Gomez James Milner Adam Lallana Pedro Chirivella Curtis Jones Harvey Elliott Takumi Minamino Divock Origi Hér fyrir neðan má sjá sigurmarkið hjá Curtis Jones í gær.
Enski boltinn Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Andriy Shevchenko á leið til Íslands Fótbolti „Við bara brotnum“ Körfubolti Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Grealish og Foden líður ekki vel Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Sjá meira