Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. júlí 2025 15:38 Smilla Holmberg var algjörlega niðurbrotin eftir vítaklúðrið en hún er aðeins átján ára gömul og á sínu fyrsta stórmóti á ferlinum. Getty/EyesWideOpen Hin átján ára gamla Smilla Holmberg var skúrkurinn þegar sænska kvennalandsliðið datt út á Evrópumótinu í Sviss eftir tap á móti Englandi í vítakeppni. Svíar voru svo nálægt því að komast í undanúrslitin en þær sænsku misstu niður tveggja marka forskot í leiknum sjálfum og þrjú af fimm klúðrum þeirra í vítakeppninni var þegar mark hefði tryggt þeim sæti í undanúrslitum. Holmberg fór á vítapunktinn í sjöundu spyrnu þegar hún varð að skora til að halda sænska liðinu á lífi í vítakeppninni en hún skaut þá yfir. Hún var sú fimmta í liðinu sem klikkaði á víti en það var hennar klikk sem réði þó endanlega úrslitum. @Sportbladet Hún brotnaði algjörlega niður í kjölfarið en liðsfélagarnir reyndu sitt besta til að hugga hana. Nú hefur Smilla Holmberg tjáð sig í fyrsta sinn opinberlega. „Það greip mann svo mikill tómleikatilfinning að þetta skildi ekki hafa farið eins og ég og allir sáum fyrir okkur. Mér fannst við geta gert svo miklu meira á þessu móti,“ sagði Smilla Holmberg við P4 Stockholm. „Þetta var sorgleg leið til að detta úr leik og auðvitað eru það gríðarleg vonbrigði að ég skuli hafa klikkað á vítaspyrnunni. Það mun taka langan tíma að melta þetta,“ sagði Smilla. „Auðvitað mun ég samt taka víti aftur. Að þora að taka þá ábyrgð er hluti af því að verða góður fótboltamaður. Þetta er hluti af því að læra og þroskast sem leikmaður og manneskja,“ sagði Smilla. Hún hefur fengið mikinn stuðning eftir þetta erfiða kvöld og fékk meðal annars skilaboð frá sænsku goðsögninni Zlatan Ibrahimovic. „Hann hefur verið fyrirmyndin mín allt mitt líf eða alveg síðan ég var smástelpa. Það er frábært að svo margir, og þar á meðal hann, hafa sent mér skilaboð. Ég er þakklát fyrir það því það skiptir miklu máli,“ sagði Smilla. EM 2025 í Sviss Sænski boltinn Tengdar fréttir Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Zlatan Ibrahimovic fann, eins og fleiri, mikið til með sænsku knattspyrnukonunni Smillu Holmberg eftir tap sænska kvennalandsliðsins í átta liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta í Sviss. 19. júlí 2025 09:30 Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Lars Lagerbäck kom sænska landsliðsþjálfaranum Peter Gerhardsson til varnar eftir að sænska kvennalandsliðið missti niður tveggja marka forystu í átta liða úrslitunum á móti Englandi í gærkvöldi. 18. júlí 2025 15:18 „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Svíar eru úr leik á Evrópumeistaramóti kvenna í fótbolta í Sviss eftir tap á móti Englandi í vítakeppni í átta liða úrslitum í gærkvöldi. Skúrkur sænska liðsins var yngsti leikmaður þess. 18. júlí 2025 08:01 Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Handbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Fleiri fréttir Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Sjá meira
Svíar voru svo nálægt því að komast í undanúrslitin en þær sænsku misstu niður tveggja marka forskot í leiknum sjálfum og þrjú af fimm klúðrum þeirra í vítakeppninni var þegar mark hefði tryggt þeim sæti í undanúrslitum. Holmberg fór á vítapunktinn í sjöundu spyrnu þegar hún varð að skora til að halda sænska liðinu á lífi í vítakeppninni en hún skaut þá yfir. Hún var sú fimmta í liðinu sem klikkaði á víti en það var hennar klikk sem réði þó endanlega úrslitum. @Sportbladet Hún brotnaði algjörlega niður í kjölfarið en liðsfélagarnir reyndu sitt besta til að hugga hana. Nú hefur Smilla Holmberg tjáð sig í fyrsta sinn opinberlega. „Það greip mann svo mikill tómleikatilfinning að þetta skildi ekki hafa farið eins og ég og allir sáum fyrir okkur. Mér fannst við geta gert svo miklu meira á þessu móti,“ sagði Smilla Holmberg við P4 Stockholm. „Þetta var sorgleg leið til að detta úr leik og auðvitað eru það gríðarleg vonbrigði að ég skuli hafa klikkað á vítaspyrnunni. Það mun taka langan tíma að melta þetta,“ sagði Smilla. „Auðvitað mun ég samt taka víti aftur. Að þora að taka þá ábyrgð er hluti af því að verða góður fótboltamaður. Þetta er hluti af því að læra og þroskast sem leikmaður og manneskja,“ sagði Smilla. Hún hefur fengið mikinn stuðning eftir þetta erfiða kvöld og fékk meðal annars skilaboð frá sænsku goðsögninni Zlatan Ibrahimovic. „Hann hefur verið fyrirmyndin mín allt mitt líf eða alveg síðan ég var smástelpa. Það er frábært að svo margir, og þar á meðal hann, hafa sent mér skilaboð. Ég er þakklát fyrir það því það skiptir miklu máli,“ sagði Smilla.
EM 2025 í Sviss Sænski boltinn Tengdar fréttir Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Zlatan Ibrahimovic fann, eins og fleiri, mikið til með sænsku knattspyrnukonunni Smillu Holmberg eftir tap sænska kvennalandsliðsins í átta liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta í Sviss. 19. júlí 2025 09:30 Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Lars Lagerbäck kom sænska landsliðsþjálfaranum Peter Gerhardsson til varnar eftir að sænska kvennalandsliðið missti niður tveggja marka forystu í átta liða úrslitunum á móti Englandi í gærkvöldi. 18. júlí 2025 15:18 „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Svíar eru úr leik á Evrópumeistaramóti kvenna í fótbolta í Sviss eftir tap á móti Englandi í vítakeppni í átta liða úrslitum í gærkvöldi. Skúrkur sænska liðsins var yngsti leikmaður þess. 18. júlí 2025 08:01 Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Handbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Fleiri fréttir Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Sjá meira
Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Zlatan Ibrahimovic fann, eins og fleiri, mikið til með sænsku knattspyrnukonunni Smillu Holmberg eftir tap sænska kvennalandsliðsins í átta liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta í Sviss. 19. júlí 2025 09:30
Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Lars Lagerbäck kom sænska landsliðsþjálfaranum Peter Gerhardsson til varnar eftir að sænska kvennalandsliðið missti niður tveggja marka forystu í átta liða úrslitunum á móti Englandi í gærkvöldi. 18. júlí 2025 15:18
„Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Svíar eru úr leik á Evrópumeistaramóti kvenna í fótbolta í Sviss eftir tap á móti Englandi í vítakeppni í átta liða úrslitum í gærkvöldi. Skúrkur sænska liðsins var yngsti leikmaður þess. 18. júlí 2025 08:01