Kvennalið Snæfells mætir með nýjan leikmann í fyrsta leikinn sinn á nýju ári þegar liðið tekur á móti Keflavík í Stykkishólmi á morgun.
Bandaríski bakvörðurinn AmarahColeman er komin með leikheimild og verður með Snæfelli í leiknum á morgun.
Snæfellsliðið lék án bandarísks leikmanns í síðustu leikjum sínum fyrir áramót.
AmarahColeman átti fínan feril með DePaul háskólanum í Bandaríkjunum sem spilar í Big East deildinni. ChicagoSky valdi hana mað valrétti númer 28 í nýliðavali WNBA. Hún er 23 ára gömul og 180 sm á hæð.
AmarahColeman náði hins vegar ekki að vinna sér sæti í ChicagoSky liðinu og var látin fara á undirbúningstímabilinu.
AmarahColeman var með 12,5 stig, 4,2 fráköst og 3,3 stoðsendingar að meðaltali á lokaári sínu með DePaul háskólanum en hún hitti þá úr 37 prósent þriggja stiga skota sinna og 74 prósent vítanna.
