Gylfi fékk falleinkunn fyrir frammistöðuna í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. janúar 2020 16:30 Gylfi Þór Sigurðsson var enn á ný tekinn fyrir hjá blaðamanni Liverpool Echo. Getty/ Chris Brunskill Gylfi Þór Sigurðsson fékk góða dóma fyrir spilamennsku sína í fyrstu tveimur leikjum Everton undir stjórn Carlo Ancelotti en blaðamaður staðarblaðsins í Liverpool tók hann fyrir eftir tapleikinn á móti Manchester City. Gylfi fékk aðeins fjóra í einkunn fyrir frammistöðu sína og var eini leikmaður liðsins sem fékk falleinkunn, það er einkunn undir fimm. Jordan Pickford, Yerry Mina, Lucas Digne, Djibril Sidibe, Fabian Delph, Tom Davies og Dominic Calvert-Lewin fengu allir fimm í einkunn en Seamus Coleman, Mason Holgate og Richarlison voru hæstir með sex. Everton player ratings vs Manchester City as Gylfi Sigurdsson struggles in defeat - https://t.co/0AM1kBhLk3#EvertonFC#EFCpic.twitter.com/M9NFgFwpMv— Toffee News (@TOFnews) January 1, 2020 Blaðaamaður Liverpool Echo rökstyður einkunn sína. „Fékk ekki nógu mikið boltann til að geta haft áhrif á leikinn. Var of oft út úr stöðu í seinni hálfleiknum og gaf um leið Manchester City tækifæri til að ráðast á Everton vörnina og komast í framhaldinu tveimur mörkum yfir. Var tekinn af velli snemma í seinni hálfleik fyrir Theo Walcott,“ segir í frammistöðu mati Gylfa en Theo Walcott fékk síðan fimm í einkunn eða einum hærra en okkar maður. Gylfi átti að byrja á miðjunni eins og í sigurleikjunum á móti Burnley og Newcastle United en það breyttist þegar Brasilíumaðurinn Bernard meiddist í upphitun. Við það kallaði Ancelotti á Tom Davies en færði Gylfa þess í stað framar á völlinn og upp í holuna sem hefur jafnframt verið hans besta staða. Everton átti hins vegar ekki nógu mörg svör á móti Manchester City til að ná einhverjum tökum á miðjunni og fyrir vikið gekk Gylfa illa að komast inn í leikinn. Samkvæmt tölfræði Whoscored.com þá heppnuðust 20 af 22 sendingum Gylfa í leiknum (91%) en hann átti ekki eina sendingu sem skapaði færi fyrir liðsfélagana. Gylfi náði heldur ekki skoti í leiknum. Á þessu sést að Gylfa gekk mun betur inn á miðjunni heldur en framarlega á miðjunni. Það er spurning hvað Carlo Ancelotti gerir í framhaldinu. Everton verdict - Carlo Ancelotti reminded of need for midfield upgrade as Gylfi Sigurdsson decision nears | Liverpool Echo https://t.co/yRxpHIeFca— Toffees Addict (@ToffeesAddict) January 1, 2020 Enski boltinn Mest lesið Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Körfubolti Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Enski boltinn Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Fótbolti Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson fékk góða dóma fyrir spilamennsku sína í fyrstu tveimur leikjum Everton undir stjórn Carlo Ancelotti en blaðamaður staðarblaðsins í Liverpool tók hann fyrir eftir tapleikinn á móti Manchester City. Gylfi fékk aðeins fjóra í einkunn fyrir frammistöðu sína og var eini leikmaður liðsins sem fékk falleinkunn, það er einkunn undir fimm. Jordan Pickford, Yerry Mina, Lucas Digne, Djibril Sidibe, Fabian Delph, Tom Davies og Dominic Calvert-Lewin fengu allir fimm í einkunn en Seamus Coleman, Mason Holgate og Richarlison voru hæstir með sex. Everton player ratings vs Manchester City as Gylfi Sigurdsson struggles in defeat - https://t.co/0AM1kBhLk3#EvertonFC#EFCpic.twitter.com/M9NFgFwpMv— Toffee News (@TOFnews) January 1, 2020 Blaðaamaður Liverpool Echo rökstyður einkunn sína. „Fékk ekki nógu mikið boltann til að geta haft áhrif á leikinn. Var of oft út úr stöðu í seinni hálfleiknum og gaf um leið Manchester City tækifæri til að ráðast á Everton vörnina og komast í framhaldinu tveimur mörkum yfir. Var tekinn af velli snemma í seinni hálfleik fyrir Theo Walcott,“ segir í frammistöðu mati Gylfa en Theo Walcott fékk síðan fimm í einkunn eða einum hærra en okkar maður. Gylfi átti að byrja á miðjunni eins og í sigurleikjunum á móti Burnley og Newcastle United en það breyttist þegar Brasilíumaðurinn Bernard meiddist í upphitun. Við það kallaði Ancelotti á Tom Davies en færði Gylfa þess í stað framar á völlinn og upp í holuna sem hefur jafnframt verið hans besta staða. Everton átti hins vegar ekki nógu mörg svör á móti Manchester City til að ná einhverjum tökum á miðjunni og fyrir vikið gekk Gylfa illa að komast inn í leikinn. Samkvæmt tölfræði Whoscored.com þá heppnuðust 20 af 22 sendingum Gylfa í leiknum (91%) en hann átti ekki eina sendingu sem skapaði færi fyrir liðsfélagana. Gylfi náði heldur ekki skoti í leiknum. Á þessu sést að Gylfa gekk mun betur inn á miðjunni heldur en framarlega á miðjunni. Það er spurning hvað Carlo Ancelotti gerir í framhaldinu. Everton verdict - Carlo Ancelotti reminded of need for midfield upgrade as Gylfi Sigurdsson decision nears | Liverpool Echo https://t.co/yRxpHIeFca— Toffees Addict (@ToffeesAddict) January 1, 2020
Enski boltinn Mest lesið Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Körfubolti Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Enski boltinn Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Fótbolti Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Sjá meira