Varað við veðri og vatnavöxtum víða um land Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. janúar 2020 21:45 Svona er staðan í nótt. Mynd/Veðurstofa Íslands. Appelsínugul viðvörun tekur gildi klukkan ellefu í kvöld, fyrst við Breiðafjörð áður en viðvörunin teygir sig yfir hálendið, Vestfirði, Norðurland vestra og eystra. Þá er einnig varað við vatnavöxtum í ám víða um land fram á mánudag þar sem hlýindi eru í kortunum. Appelsínugula viðvörunin er í fram til morguns ef undanskilið er Hálendið en þar er viðvörunin í gildi til hádegis. Gul viðvörunin er í gildi frá klukkan ellefu í kvöld við Faxaflóa, á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurlandi. Appelsínugula viðvörunin breytist svo í gula þar sem hún er í gildi, til miðnættis á morgun.Á vef Veðurstofunnar segir að við Breiðafjörð og á Vestfjörðum megi búast megi við suðaustan stormi með mikilli rigningu eða slyddu og hlýnandi veðri, en heldur hvassara og snjókoma til fjalla í fyrstu. Víðtækar samgöngutruflanir séu líklegar og ekkert ferðaveður á meðan viðvörunin er í gildi. Það mun blása og rigna hraustlega á morgun.Vísir/Vilhelm Mikilvægt að tryggja lausamuni Svipað er uppi á teningnum á Norðurlandi öllu en þar má gera ráð fyrir sunnan stormi eða roki, 20-28 m/s. Búast má við mjög hvössum og varhugaverðum vindhviðum við fjöll 35-45 m/s. Einnig megi búast við víðtækum samgöngutruflunum og ekkert ferðaveður sé á meðan viðvörunin er í gildi.Nauðsynlegt sé að tryggja lausamuni til að fyrirbyggja foktjón og er fólki bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám.Þá kemur einnig fram á vef Veðurstofunnar að fram til mánudags megi búast við auknum leysingum og afrennsi, einnig vatnavöxtum í ám og lækjum. Mikil hálka getur myndast þar sem rignir á klakabunka eða þjappaðan snjó. Mikilvægt er að hreinsa frá niðurföllum til að forðast vatnstjón vegna rigningar og leysingavatns.Þá segir einnig sé ráð fyrir hlýnandi veðri og töluverðri úrkomu á sunnan- og vestanverðu landinu frá því seint á laugardagskvöld fram á sunnudag. Víða líkur á vatnavöxtum Þessi mikla úrkoma og leysing muni líklega einnig valda nokkrum vatnavöxtum í ám og lækjum á sunnan- og vestanverðu landinu sem gætu haft áhrif á næsta umhverfi vatnsfarvegana. Sérstaklega má búast við auknu afrennsli á norðanverðu Snæfellsnesi, svæðinu í kringum Mýrdalsjökul og SA-landi. Einnig eru líkur á vatnavöxtum í Skagafirði og Eyjafjarðará vegna snjóbráðar í kjölfar hækkandi hita og hvassra vinda.Samkvæmt rennslismælingum Veðurstofunnar má sjá að rennsli er þegar orðið mjög mikið í ám víða á landinum þar á meðal í Hvalá á Vestfjörðum, Fnjóská í Fnjóskárdal og í Jökulsá á fjöllum og í Jökulsá á dal. Þá hefur óvissustigi vegna snjóflóðahættu hefur verið lýst yfir á norðanverðum Vestfjörðum. „Í kvöld hlýnar verulega og upp úr miðnætti fer að rigna. Búast má við því að snjóflóð geti fallið úr óhlaupnum farvegum vegna hitabreytingarinnar og þegar fer að rigna niður í snjóþekjuna,“ segir á vef Veðurstofunnar. Ekki er þó talin hætta á flóðum þar sem snjóflóð féllu fyrr í vikunni. Þegar kólnar aftur á sunnudag má gera ráð fyrir að snjór styrkist fljótt. Veður Tengdar fréttir Óvissustig vegna hitabreytinga og vegalokanir á Vestfjörðum Óvissustigi vegna snjóflóðahættu hefur verið lýst yfir á norðanverðum Vestfjörðum. 18. janúar 2020 20:39 Vara við flughálku vegna væntanlegrar rigningar og hláku Gul- og appelsínugul viðvörun tekur gildi á mest öllu landinu frá klukkan 23:00 í kvöld. Stormi og hvassviðri fylgja hlýindi og úrkoma sem getur skapað varhugarverðar aðstæður. 18. janúar 2020 07:38 Lögreglan fylgist grannt með klakastíflu í Hvítá Lögreglan á Suðurlandi fylgist grannt með klakastíflu, sem myndaðist í Hvítá í vikunni. 18. janúar 2020 19:15 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Fleiri fréttir Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Sjá meira
Appelsínugul viðvörun tekur gildi klukkan ellefu í kvöld, fyrst við Breiðafjörð áður en viðvörunin teygir sig yfir hálendið, Vestfirði, Norðurland vestra og eystra. Þá er einnig varað við vatnavöxtum í ám víða um land fram á mánudag þar sem hlýindi eru í kortunum. Appelsínugula viðvörunin er í fram til morguns ef undanskilið er Hálendið en þar er viðvörunin í gildi til hádegis. Gul viðvörunin er í gildi frá klukkan ellefu í kvöld við Faxaflóa, á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurlandi. Appelsínugula viðvörunin breytist svo í gula þar sem hún er í gildi, til miðnættis á morgun.Á vef Veðurstofunnar segir að við Breiðafjörð og á Vestfjörðum megi búast megi við suðaustan stormi með mikilli rigningu eða slyddu og hlýnandi veðri, en heldur hvassara og snjókoma til fjalla í fyrstu. Víðtækar samgöngutruflanir séu líklegar og ekkert ferðaveður á meðan viðvörunin er í gildi. Það mun blása og rigna hraustlega á morgun.Vísir/Vilhelm Mikilvægt að tryggja lausamuni Svipað er uppi á teningnum á Norðurlandi öllu en þar má gera ráð fyrir sunnan stormi eða roki, 20-28 m/s. Búast má við mjög hvössum og varhugaverðum vindhviðum við fjöll 35-45 m/s. Einnig megi búast við víðtækum samgöngutruflunum og ekkert ferðaveður sé á meðan viðvörunin er í gildi.Nauðsynlegt sé að tryggja lausamuni til að fyrirbyggja foktjón og er fólki bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám.Þá kemur einnig fram á vef Veðurstofunnar að fram til mánudags megi búast við auknum leysingum og afrennsi, einnig vatnavöxtum í ám og lækjum. Mikil hálka getur myndast þar sem rignir á klakabunka eða þjappaðan snjó. Mikilvægt er að hreinsa frá niðurföllum til að forðast vatnstjón vegna rigningar og leysingavatns.Þá segir einnig sé ráð fyrir hlýnandi veðri og töluverðri úrkomu á sunnan- og vestanverðu landinu frá því seint á laugardagskvöld fram á sunnudag. Víða líkur á vatnavöxtum Þessi mikla úrkoma og leysing muni líklega einnig valda nokkrum vatnavöxtum í ám og lækjum á sunnan- og vestanverðu landinu sem gætu haft áhrif á næsta umhverfi vatnsfarvegana. Sérstaklega má búast við auknu afrennsli á norðanverðu Snæfellsnesi, svæðinu í kringum Mýrdalsjökul og SA-landi. Einnig eru líkur á vatnavöxtum í Skagafirði og Eyjafjarðará vegna snjóbráðar í kjölfar hækkandi hita og hvassra vinda.Samkvæmt rennslismælingum Veðurstofunnar má sjá að rennsli er þegar orðið mjög mikið í ám víða á landinum þar á meðal í Hvalá á Vestfjörðum, Fnjóská í Fnjóskárdal og í Jökulsá á fjöllum og í Jökulsá á dal. Þá hefur óvissustigi vegna snjóflóðahættu hefur verið lýst yfir á norðanverðum Vestfjörðum. „Í kvöld hlýnar verulega og upp úr miðnætti fer að rigna. Búast má við því að snjóflóð geti fallið úr óhlaupnum farvegum vegna hitabreytingarinnar og þegar fer að rigna niður í snjóþekjuna,“ segir á vef Veðurstofunnar. Ekki er þó talin hætta á flóðum þar sem snjóflóð féllu fyrr í vikunni. Þegar kólnar aftur á sunnudag má gera ráð fyrir að snjór styrkist fljótt.
Veður Tengdar fréttir Óvissustig vegna hitabreytinga og vegalokanir á Vestfjörðum Óvissustigi vegna snjóflóðahættu hefur verið lýst yfir á norðanverðum Vestfjörðum. 18. janúar 2020 20:39 Vara við flughálku vegna væntanlegrar rigningar og hláku Gul- og appelsínugul viðvörun tekur gildi á mest öllu landinu frá klukkan 23:00 í kvöld. Stormi og hvassviðri fylgja hlýindi og úrkoma sem getur skapað varhugarverðar aðstæður. 18. janúar 2020 07:38 Lögreglan fylgist grannt með klakastíflu í Hvítá Lögreglan á Suðurlandi fylgist grannt með klakastíflu, sem myndaðist í Hvítá í vikunni. 18. janúar 2020 19:15 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Fleiri fréttir Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Sjá meira
Óvissustig vegna hitabreytinga og vegalokanir á Vestfjörðum Óvissustigi vegna snjóflóðahættu hefur verið lýst yfir á norðanverðum Vestfjörðum. 18. janúar 2020 20:39
Vara við flughálku vegna væntanlegrar rigningar og hláku Gul- og appelsínugul viðvörun tekur gildi á mest öllu landinu frá klukkan 23:00 í kvöld. Stormi og hvassviðri fylgja hlýindi og úrkoma sem getur skapað varhugarverðar aðstæður. 18. janúar 2020 07:38
Lögreglan fylgist grannt með klakastíflu í Hvítá Lögreglan á Suðurlandi fylgist grannt með klakastíflu, sem myndaðist í Hvítá í vikunni. 18. janúar 2020 19:15