Guðmundur: Við þurfum að skoða frammistöðu okkar vel Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. janúar 2020 19:09 Ísland tapaði illa fyrir Ungverjalandi í lokaleik sínum í riðlakeppni EM í handbolta, 24-18. Eftir fínan fyrri hálfleik datt allur botn úr leik Íslands í þeim síðari og skoraði Ísland aðeins eitt mark á síðustu sautján mínútum leiksins. „Ég var mjög ánægður með fyrri hálfleikinn, þar sem okkur tekst að spila frábæran handbolta í vörn og sókn. Þeir skoruðu aðeins níu mörk í fyrri hálfleiknum og ákefðin okkur var fín. Ég hefði þó viljað fara inn í seinni hálfleikinn með fimm marka forystu - það hefði breytt miklu,“ sagði landsliðsþjálfarinn. „Við komumst svo ágætlega af stað í seinni hálfleik en förum þó illa með nokkur dauðafæri. Svo kemur afspyrnuslakur kafli í seinni hálfleik sem endar með að þeir komast yfir. Við gáfum svo eftir í vörninni okkar síðustu 20 mínútur leiksins. Það vantaði grimmd og að við kæmum framar í vörninni.“ Hann segir að frammistaða línumannsins Bence Banhidi, sem skoraði átta mörk úr tíu skotum, hafi gert útslagið. „Hann gerði í raun út um leikinn en það breytir því ekki að síðustu 20 mínúturnar okkar voru mjög slakar. Við skoruðum aðeins sex mörk í seinni hálfleik og klúðrum fjórum vítum í leiknum. Það er ekki gott.“ Guðmundur segir að það sé ekki mikill tími til að dvelja við þetta tap en hann vilji þó skoða frammistöðu Íslands vel áður en lengra er haldið. „Sérstaklega frammistöðuna í seinni hálfleik. Við vorum frábærir eftir leikhléið sem við tókum í fyrri hálfleik en svo gerist eitthvað í síðari hálfleik sem við þurfum að skoða vel, áður en við hugsum um næsta andstæðing og skoðum hann. Það er vissulega stutt á milli leikja en svona er þetta bara.“ EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Alexander: Þetta er mjög súrt núna Alexander Petersson var skiljanlega svekktur með að tapið gegn Ungverjalandi á EM 2020 í dag. 15. janúar 2020 19:01 Guðjón Valur: Þetta er langhlaup en ekki spretthlaup Fyrirliðinn segir að menn höfðu lagt allt sitt í sölurnar í kvöld. 15. janúar 2020 19:01 Ýmir: Þetta var erfitt Valsmaðurinn var vonsvikinn eftir tapið fyrir Ungverjum. 15. janúar 2020 19:00 Twitter eftir tapið: „Ísland er að spila eins og Barcelona á Anfield“ Ísland fer án stiga í milliriðil á EM í handbolta eftir að liðið tapaði fyrir Ungverjum í kvöld, 24-16. 15. janúar 2020 18:48 Leik lokið: Ísland - Ungverjaland 18-24 | Algjört hrun og strákarnir fara stigalausir í milliriðil Ungverjaland vann seinni hálfleikinn 15-6 eftir að Ísland hafði verið þremur mörkum yfir í hálfleik. 15. janúar 2020 18:45 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira
Ísland tapaði illa fyrir Ungverjalandi í lokaleik sínum í riðlakeppni EM í handbolta, 24-18. Eftir fínan fyrri hálfleik datt allur botn úr leik Íslands í þeim síðari og skoraði Ísland aðeins eitt mark á síðustu sautján mínútum leiksins. „Ég var mjög ánægður með fyrri hálfleikinn, þar sem okkur tekst að spila frábæran handbolta í vörn og sókn. Þeir skoruðu aðeins níu mörk í fyrri hálfleiknum og ákefðin okkur var fín. Ég hefði þó viljað fara inn í seinni hálfleikinn með fimm marka forystu - það hefði breytt miklu,“ sagði landsliðsþjálfarinn. „Við komumst svo ágætlega af stað í seinni hálfleik en förum þó illa með nokkur dauðafæri. Svo kemur afspyrnuslakur kafli í seinni hálfleik sem endar með að þeir komast yfir. Við gáfum svo eftir í vörninni okkar síðustu 20 mínútur leiksins. Það vantaði grimmd og að við kæmum framar í vörninni.“ Hann segir að frammistaða línumannsins Bence Banhidi, sem skoraði átta mörk úr tíu skotum, hafi gert útslagið. „Hann gerði í raun út um leikinn en það breytir því ekki að síðustu 20 mínúturnar okkar voru mjög slakar. Við skoruðum aðeins sex mörk í seinni hálfleik og klúðrum fjórum vítum í leiknum. Það er ekki gott.“ Guðmundur segir að það sé ekki mikill tími til að dvelja við þetta tap en hann vilji þó skoða frammistöðu Íslands vel áður en lengra er haldið. „Sérstaklega frammistöðuna í seinni hálfleik. Við vorum frábærir eftir leikhléið sem við tókum í fyrri hálfleik en svo gerist eitthvað í síðari hálfleik sem við þurfum að skoða vel, áður en við hugsum um næsta andstæðing og skoðum hann. Það er vissulega stutt á milli leikja en svona er þetta bara.“
EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Alexander: Þetta er mjög súrt núna Alexander Petersson var skiljanlega svekktur með að tapið gegn Ungverjalandi á EM 2020 í dag. 15. janúar 2020 19:01 Guðjón Valur: Þetta er langhlaup en ekki spretthlaup Fyrirliðinn segir að menn höfðu lagt allt sitt í sölurnar í kvöld. 15. janúar 2020 19:01 Ýmir: Þetta var erfitt Valsmaðurinn var vonsvikinn eftir tapið fyrir Ungverjum. 15. janúar 2020 19:00 Twitter eftir tapið: „Ísland er að spila eins og Barcelona á Anfield“ Ísland fer án stiga í milliriðil á EM í handbolta eftir að liðið tapaði fyrir Ungverjum í kvöld, 24-16. 15. janúar 2020 18:48 Leik lokið: Ísland - Ungverjaland 18-24 | Algjört hrun og strákarnir fara stigalausir í milliriðil Ungverjaland vann seinni hálfleikinn 15-6 eftir að Ísland hafði verið þremur mörkum yfir í hálfleik. 15. janúar 2020 18:45 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira
Alexander: Þetta er mjög súrt núna Alexander Petersson var skiljanlega svekktur með að tapið gegn Ungverjalandi á EM 2020 í dag. 15. janúar 2020 19:01
Guðjón Valur: Þetta er langhlaup en ekki spretthlaup Fyrirliðinn segir að menn höfðu lagt allt sitt í sölurnar í kvöld. 15. janúar 2020 19:01
Ýmir: Þetta var erfitt Valsmaðurinn var vonsvikinn eftir tapið fyrir Ungverjum. 15. janúar 2020 19:00
Twitter eftir tapið: „Ísland er að spila eins og Barcelona á Anfield“ Ísland fer án stiga í milliriðil á EM í handbolta eftir að liðið tapaði fyrir Ungverjum í kvöld, 24-16. 15. janúar 2020 18:48
Leik lokið: Ísland - Ungverjaland 18-24 | Algjört hrun og strákarnir fara stigalausir í milliriðil Ungverjaland vann seinni hálfleikinn 15-6 eftir að Ísland hafði verið þremur mörkum yfir í hálfleik. 15. janúar 2020 18:45