Hólmar Örn: Góður gluggi fyrir marga til að sýna sig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. janúar 2020 17:00 Hólmar Örn Eyjólfsson er 29 ára gamall varnaður sem hefur spilað 12 A-landsleiki fyrir Ísland. Mynd/Youtube/KSÍ Íslenska handboltalandsliðið er ekki eina A-landsliðs Íslands sem er að spila í dag því karlalandsliðið í fótbolta mætir Kanada í kvöld í vináttulandsleik sem verður spilaður í Los Angeles í Bandaríkjunum. Ómars Smárason, fjölmiðlafulltrúi KSÍ, ræddi við Hólmar Örn Eyjólfsson fyrir leikinn en þetta er fyrri leikurinn af tveimur í ferðinni. „Ferðalagið gekk vel en þetta er smá ferðalag og það tekur smá tíma að ná því úr sér, tímamismuninum og svona. Við erum búnir að ná einni góðri æfingu og þetta er búið að vera flott hingað til,“ sagði Hólmar Örn sem spilar væntanlega sinn þrettánda landsleik í kvöld. Leikmannahópurinn er blanda af reynslumiklum mönnum, strákum úr 21 árs landsliðinu og leikmönnum sem hafa verið að banka á dyrnar hjá A-landsliðinu. Við hverjum má búast í þessum tveimur leikjum? „Þetta er góður gluggi fyrir marga til þess að sýna sig. Það sem maður sá frá yngri strákunum á æfingunni í gær var mjög flott og lofar góðu. Þetta er líka frábært tækifæri fyrir okkur sem höfum minna spilað að sýna okkur og sanna,“ sagði Hólmar Örn. Hólmar missti út heilt ár vegna meiðsla en þetta verður fyrsti A-landsleikur hans síðan í október 2018. Hvernig lítur framhaldið út hjá honum? „Mér lýst mjög vel á knattspyrnu árið 2020. Ég er kominn á gott ról og finn lítið fyrir þessu. Það er geggjað að vera kominn aftur í hópinn og vera partur af þessu. Þetta lítur bara vel út og nú þarf maður bara að láta af sér kveða,“ sagði Hólmar Örn en það má sjá viðtalið hér fyrir neðan. Leikur Íslands og Kanada hefst á miðnætti að íslenskum tíma eða klukkan fjögur að staðartíma í Los Angeles. Leikið er á Championship Soccer Stadium í Irvine. Íslenska liðið mætir svo El Salvador á sunnudag. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Fleiri fréttir Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Sjá meira
Íslenska handboltalandsliðið er ekki eina A-landsliðs Íslands sem er að spila í dag því karlalandsliðið í fótbolta mætir Kanada í kvöld í vináttulandsleik sem verður spilaður í Los Angeles í Bandaríkjunum. Ómars Smárason, fjölmiðlafulltrúi KSÍ, ræddi við Hólmar Örn Eyjólfsson fyrir leikinn en þetta er fyrri leikurinn af tveimur í ferðinni. „Ferðalagið gekk vel en þetta er smá ferðalag og það tekur smá tíma að ná því úr sér, tímamismuninum og svona. Við erum búnir að ná einni góðri æfingu og þetta er búið að vera flott hingað til,“ sagði Hólmar Örn sem spilar væntanlega sinn þrettánda landsleik í kvöld. Leikmannahópurinn er blanda af reynslumiklum mönnum, strákum úr 21 árs landsliðinu og leikmönnum sem hafa verið að banka á dyrnar hjá A-landsliðinu. Við hverjum má búast í þessum tveimur leikjum? „Þetta er góður gluggi fyrir marga til þess að sýna sig. Það sem maður sá frá yngri strákunum á æfingunni í gær var mjög flott og lofar góðu. Þetta er líka frábært tækifæri fyrir okkur sem höfum minna spilað að sýna okkur og sanna,“ sagði Hólmar Örn. Hólmar missti út heilt ár vegna meiðsla en þetta verður fyrsti A-landsleikur hans síðan í október 2018. Hvernig lítur framhaldið út hjá honum? „Mér lýst mjög vel á knattspyrnu árið 2020. Ég er kominn á gott ról og finn lítið fyrir þessu. Það er geggjað að vera kominn aftur í hópinn og vera partur af þessu. Þetta lítur bara vel út og nú þarf maður bara að láta af sér kveða,“ sagði Hólmar Örn en það má sjá viðtalið hér fyrir neðan. Leikur Íslands og Kanada hefst á miðnætti að íslenskum tíma eða klukkan fjögur að staðartíma í Los Angeles. Leikið er á Championship Soccer Stadium í Irvine. Íslenska liðið mætir svo El Salvador á sunnudag.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Fleiri fréttir Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Sjá meira