„Þetta hefur alltaf verið draumur og núna hefur hann ræst“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. janúar 2020 07:00 Oskar er 27 ára vinstri bakvörður. vísir/getty Oskar Sverrisson, leikmaður Häcken í Svíþjóð, gæti leikið sinn fyrsta A-landsleik fyrir Ísland þegar íslenska liðið mætir því kanadíska í vináttulandsleik í Los Angeles í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 23:59. Oskar er ekki þekktasta nafnið í íslenska hópnum. Hann hefur aldrei leikið hér á landi og lék ekki fyrir yngri landslið Íslands. Hann hefur búið í Svíþjóð alla ævi en á íslenskan föður. „Ég hef alltaf haft þetta bak við eyrað en ég hugsaði ekki um þetta núna,“ sagði Oskar í samtali við Vísi, aðspurður hvort hann hefði verið búinn að bíða lengi eftir að vera valinn í íslenska landsliðið. „Ég hef alltaf haft góða tengingu við Ísland. Amma og afi búa hér og systir mín flutti til Íslands fyrir 7-8 árum. Ég grínaðist alltaf með að mig langaði að spila fyrir Ísland. Þetta hefur alltaf verið draumur og núna hefur hann ræst.“Æfði með Val og KeflavíkOskar segir að það komi til greina að spila á Íslandi í framtíðinni.vísir/gettyOskar heldur sambandi við ættingja sína á Íslandi þótt það séu nokkur ár síðan hann kom hingað til lands. „Ég held alltaf sambandi við fólkið mitt hérna en hef ekki komið til Íslands í þrjú ár. Ég kom alltaf reglulega hingað,“ sagði Oskar sem er opinn fyrir því að spila á Íslandi á næstu árum. „Það kemur alveg til greina. Fyrir nokkrum árum kom ég hingað og æfði með Val og Keflavík. En ég hélt kyrru fyrir í Svíþjóð.“Heyrði í Hamrén viku fyrir jólOskar á landsliðsæfingu.mynd/ksíEins og áður sagði mæta Íslendingar Kanadamönnum í dag. Á sunnudaginn mætir Ísland El Salvador í öðrum vináttulandsleik sem fer einnig fram í Los Angeles. Oskar er nokkuð bjartsýnn á að fá tækifæri í leikjunum tveimur. „Ég vona það. Ég get bara staðið mig á æfingum og svo er það Eriks [Hamrén] að ákveða hvort ég spili. Jafnvel þótt ég spili ekkert verður þetta góð reynsla,“ sagði Oskar. Hann segir ekki langt síðan hann heyrði fyrst í Erik. „Ég held það hafi verið viku fyrir jól sem Erik hringdi í mig,“ sagði Oskar. „Ég veit að hann hefur horft á marga leiki í sænsku úrvalsdeildinni og þekkir hana vel.“ Oskar, sem er 27 ára, hefur lengst af ferilsins leikið í neðri deildunum í Svíþjóð. Á síðasta tímabili lék hann hins vegar með Häcken í sænsku úrvalsdeildinni. Hann kom til liðsins eftir að hafa farið upp úr C-deildinni með Mjällby.Vonast til að vinna aftur með MilosOskar vonast til að fá fleiri tækifæri með Häcken á næsta tímabili.vísir/getty„Ég á þrjú ár eftir af samningnum við Häcken. Ég kann vel við mig hjá félaginu og að nýt þess að búa í Gautaborg,“ sagði Oskar sem lék sex leiki með Häcken í sænsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili og tvo leiki í Evrópudeildinni. „Mér fannst ganga vel en er smá vonsvikinn að hafa ekki fengið að spila meira á síðasta tímabili. Vonandi breytist það í ár.“ Hjá Mjällby lék Oskar undir stjórn Milos Milojevic sem kom liðinu upp um tvær deildir á jafn mörgum árum. Milos er Íslendingum að góðu kunnur en hann stýrði Víkingi R. og Breiðabliki hér á landi. „Fyrra árið áttum við í Mjällby að vinna deildina svo það kom ekki svo mikið á óvart. En að komast upp úr B-deildinni sem nýliðar var óvænt. Þeir voru með góðan hóp og Milos er virkilega góður þjálfari. Vonandi fæ ég tækifæri til að vinna aftur með honum og hann nær því besta fram í leikmönnum sínum,“ sagði Oskar að endingu. EM 2020 í fótbolta Sænski boltinn Mest lesið Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sport Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ Sjá meira
Oskar Sverrisson, leikmaður Häcken í Svíþjóð, gæti leikið sinn fyrsta A-landsleik fyrir Ísland þegar íslenska liðið mætir því kanadíska í vináttulandsleik í Los Angeles í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 23:59. Oskar er ekki þekktasta nafnið í íslenska hópnum. Hann hefur aldrei leikið hér á landi og lék ekki fyrir yngri landslið Íslands. Hann hefur búið í Svíþjóð alla ævi en á íslenskan föður. „Ég hef alltaf haft þetta bak við eyrað en ég hugsaði ekki um þetta núna,“ sagði Oskar í samtali við Vísi, aðspurður hvort hann hefði verið búinn að bíða lengi eftir að vera valinn í íslenska landsliðið. „Ég hef alltaf haft góða tengingu við Ísland. Amma og afi búa hér og systir mín flutti til Íslands fyrir 7-8 árum. Ég grínaðist alltaf með að mig langaði að spila fyrir Ísland. Þetta hefur alltaf verið draumur og núna hefur hann ræst.“Æfði með Val og KeflavíkOskar segir að það komi til greina að spila á Íslandi í framtíðinni.vísir/gettyOskar heldur sambandi við ættingja sína á Íslandi þótt það séu nokkur ár síðan hann kom hingað til lands. „Ég held alltaf sambandi við fólkið mitt hérna en hef ekki komið til Íslands í þrjú ár. Ég kom alltaf reglulega hingað,“ sagði Oskar sem er opinn fyrir því að spila á Íslandi á næstu árum. „Það kemur alveg til greina. Fyrir nokkrum árum kom ég hingað og æfði með Val og Keflavík. En ég hélt kyrru fyrir í Svíþjóð.“Heyrði í Hamrén viku fyrir jólOskar á landsliðsæfingu.mynd/ksíEins og áður sagði mæta Íslendingar Kanadamönnum í dag. Á sunnudaginn mætir Ísland El Salvador í öðrum vináttulandsleik sem fer einnig fram í Los Angeles. Oskar er nokkuð bjartsýnn á að fá tækifæri í leikjunum tveimur. „Ég vona það. Ég get bara staðið mig á æfingum og svo er það Eriks [Hamrén] að ákveða hvort ég spili. Jafnvel þótt ég spili ekkert verður þetta góð reynsla,“ sagði Oskar. Hann segir ekki langt síðan hann heyrði fyrst í Erik. „Ég held það hafi verið viku fyrir jól sem Erik hringdi í mig,“ sagði Oskar. „Ég veit að hann hefur horft á marga leiki í sænsku úrvalsdeildinni og þekkir hana vel.“ Oskar, sem er 27 ára, hefur lengst af ferilsins leikið í neðri deildunum í Svíþjóð. Á síðasta tímabili lék hann hins vegar með Häcken í sænsku úrvalsdeildinni. Hann kom til liðsins eftir að hafa farið upp úr C-deildinni með Mjällby.Vonast til að vinna aftur með MilosOskar vonast til að fá fleiri tækifæri með Häcken á næsta tímabili.vísir/getty„Ég á þrjú ár eftir af samningnum við Häcken. Ég kann vel við mig hjá félaginu og að nýt þess að búa í Gautaborg,“ sagði Oskar sem lék sex leiki með Häcken í sænsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili og tvo leiki í Evrópudeildinni. „Mér fannst ganga vel en er smá vonsvikinn að hafa ekki fengið að spila meira á síðasta tímabili. Vonandi breytist það í ár.“ Hjá Mjällby lék Oskar undir stjórn Milos Milojevic sem kom liðinu upp um tvær deildir á jafn mörgum árum. Milos er Íslendingum að góðu kunnur en hann stýrði Víkingi R. og Breiðabliki hér á landi. „Fyrra árið áttum við í Mjällby að vinna deildina svo það kom ekki svo mikið á óvart. En að komast upp úr B-deildinni sem nýliðar var óvænt. Þeir voru með góðan hóp og Milos er virkilega góður þjálfari. Vonandi fæ ég tækifæri til að vinna aftur með honum og hann nær því besta fram í leikmönnum sínum,“ sagði Oskar að endingu.
EM 2020 í fótbolta Sænski boltinn Mest lesið Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sport Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ Sjá meira