Skoða festingar gámabílsins eftir alvarlegt slys á Vesturlandsvegi Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. janúar 2020 11:25 Vesturlandsvegi var lokað um tíma vegna slyssins á föstudag. Jóhann K. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar hvort festingar á gámabíl hafi verið nægilega tryggar í alvarlegu umferðarslysi sem varð á Kjalarnesi á föstudag. Ökumaður bíls sem slasaðist illa í árekstrinum telur sig hafa sloppið vel úr slysinu. Slysið varð á Vesturlandsvegi skömmu fyrir hádegi á föstudag þegar tómur gámur á gámaflutningabíl sem var á norðurleið losnaði af bílnum með þeim afleiðingum að hann fauk á vöruflutningabíl sem var að koma úr gagnstæðri átt. Þá lenti minni bíll líka í slysinu. Ökumenn tveggja síðarnefndu bílanna voru fluttir slasaðir á sjúkrahús og lágu á gjörgæslu á föstudag. Valgarður Valgarðsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir í samtali við Vísi að nú sé unnið að framhaldsrannsókn á málinu. Lögregla sé með bílana og gáminn til rannsóknar. Á meðal þess sem er skoðað eru festingar á gáminum og hvort þær hafi verið nægilega tryggar. „Eða hvort að veðrið hafi verið það mikið að það hafi feykt honum [gámnum] af,“ segir Valgarður. Þá vinnur lögregla að því að ræða við vitni og fá lýsingar á aðstæðum og veðri. Hægði á sér niður í þrjátíu og mundi svo ekki meir Um líðan hinna slösuðu segir Valgarður að allt horfi til betri vegar í þeim málum. Hann vísar jafnframt til þess að ökumaður annars bílsins, sem hlaut alvarlega höfuðáverka í slysinu, hafi rætt við RÚV strax á laugardag. Hinn ökumaðurinn hafi verið mikið verkjaður en þó minna slasaður. Gunnar Kristinn Valsson, ökumaðurinn sem hlaut höfuðáverka, sagði í kvöldfréttum RÚV á laugardag að hann teldi sig hafa sloppið vel úr slysinu og að læknar segðu hann munu ná fullum bata. Hann kvaðst ekkert muna nema glefsur úr slysinu og því hafi það verið „létt sjokk“ að sjá myndir af bílnum. „Ég sé þarna einhvern gámabíl og eftir sem ég frétti þá hægði ég á mér niður í svona þrjátíu og þá man ég ekki mikið meir,“ sagði Gunnar. Reykjavík Samgönguslys Umferðaröryggi Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Innlent Fleiri fréttir 3,6 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar hvort festingar á gámabíl hafi verið nægilega tryggar í alvarlegu umferðarslysi sem varð á Kjalarnesi á föstudag. Ökumaður bíls sem slasaðist illa í árekstrinum telur sig hafa sloppið vel úr slysinu. Slysið varð á Vesturlandsvegi skömmu fyrir hádegi á föstudag þegar tómur gámur á gámaflutningabíl sem var á norðurleið losnaði af bílnum með þeim afleiðingum að hann fauk á vöruflutningabíl sem var að koma úr gagnstæðri átt. Þá lenti minni bíll líka í slysinu. Ökumenn tveggja síðarnefndu bílanna voru fluttir slasaðir á sjúkrahús og lágu á gjörgæslu á föstudag. Valgarður Valgarðsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir í samtali við Vísi að nú sé unnið að framhaldsrannsókn á málinu. Lögregla sé með bílana og gáminn til rannsóknar. Á meðal þess sem er skoðað eru festingar á gáminum og hvort þær hafi verið nægilega tryggar. „Eða hvort að veðrið hafi verið það mikið að það hafi feykt honum [gámnum] af,“ segir Valgarður. Þá vinnur lögregla að því að ræða við vitni og fá lýsingar á aðstæðum og veðri. Hægði á sér niður í þrjátíu og mundi svo ekki meir Um líðan hinna slösuðu segir Valgarður að allt horfi til betri vegar í þeim málum. Hann vísar jafnframt til þess að ökumaður annars bílsins, sem hlaut alvarlega höfuðáverka í slysinu, hafi rætt við RÚV strax á laugardag. Hinn ökumaðurinn hafi verið mikið verkjaður en þó minna slasaður. Gunnar Kristinn Valsson, ökumaðurinn sem hlaut höfuðáverka, sagði í kvöldfréttum RÚV á laugardag að hann teldi sig hafa sloppið vel úr slysinu og að læknar segðu hann munu ná fullum bata. Hann kvaðst ekkert muna nema glefsur úr slysinu og því hafi það verið „létt sjokk“ að sjá myndir af bílnum. „Ég sé þarna einhvern gámabíl og eftir sem ég frétti þá hægði ég á mér niður í svona þrjátíu og þá man ég ekki mikið meir,“ sagði Gunnar.
Reykjavík Samgönguslys Umferðaröryggi Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Innlent Fleiri fréttir 3,6 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Sjá meira