Utanríkisráðherra Ísrael frestar heimsókn af öryggisástæðum Sylvía Hall skrifar 12. janúar 2020 11:55 Ekki er vitað hvenær Katz hyggst fara til Dúbaí. Vísir/Getty Israel Katz, utanríkisráðherra Ísrael, hefur frestað heimsókn sinni til Dúbaí sem áætluð var seinna í mánuðinum vegna aukinnar spennu milli Bandaríkjanna og Íran. Ráðherrann átti að vera viðstaddur fund vegna heimssýningarinnar Expo 2020 sem hefst í október á þessu ári. Ástæða frestunarinnar er sögð vera vaxandi spenna milli Bandaríkjanna og Íran og hefur því verið ákveðið að fresta heimsókninni af öryggisástæðum að sögn erindreka sem vitnað er í á vef Reuters. Ekki hefur verið gefið út hvenær ráðherrann hyggst fara til Dúbaí. Þá hefur annar erindreki, sem einnig hefur óskað nafnleyndar, sagt að Ísrael sé að gera ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir að Katz verði gerður að skotmarki í hefndaraðgerðum Írana. Á vef New York Times er þó áréttað að umræddur erindreki vísaði ekki í nein sönnunargögn fullyrðingum sínum til stuðnings. Mikil spenna hefur verið í samskiptum Bandaríkjanna og Íran undanfarnar vikur eftir að íranski hershöfðinginn Qasem Soleimani var felldur í loftárás Bandaríkjanna fyrr í mánuðinum. Í kjölfarið skaut íranski herinn eldflaugum á herstöðvar Bandaríkjanna í Írak en í sömu árás varð úkraínsk farþegaflugvél fyrir skoti fyrir mistök. Bandaríkin Íran Ísrael Tengdar fréttir Handtóku sendiherra Breta í Íran Macaire var í haldi íranskra yfirvalda í þrjá klukkutíma, að sögn breskra yfirvalda. Hann og aðrir starfsmenn sendiráðsins eru sagðir hafa yfirgefið athöfnina þegar mótmæli fóru að brjótast út. 12. janúar 2020 09:44 Mörgum spurningum ósvarað vegna flugvélarinnar Embættismenn í Úkraínu segja að Íranar hefðu mögulega aldrei viðurkennt sök ef úkraínskir rannsakendur hefðu ekki fundið ummerki sprengibrota á braki úr flugvélinni. 11. janúar 2020 22:15 Misvísandi skilaboð frá Íran Forsvarsmenn herafla Íran segjast geta skotið hundruðum eldflauga til viðbótar við þær þrettán sem skotið var frá Íran á herstöðvar í Írak á aðfaranótt miðvikudags. 9. janúar 2020 15:15 Íranir segja aðgerðum lokið og vilja ekki stríð Ayatollah Ali Khamenei segir Íran hafa veitt Bandaríkjunum löðrung í nótt. 8. janúar 2020 09:09 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Fleiri fréttir Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Sjá meira
Israel Katz, utanríkisráðherra Ísrael, hefur frestað heimsókn sinni til Dúbaí sem áætluð var seinna í mánuðinum vegna aukinnar spennu milli Bandaríkjanna og Íran. Ráðherrann átti að vera viðstaddur fund vegna heimssýningarinnar Expo 2020 sem hefst í október á þessu ári. Ástæða frestunarinnar er sögð vera vaxandi spenna milli Bandaríkjanna og Íran og hefur því verið ákveðið að fresta heimsókninni af öryggisástæðum að sögn erindreka sem vitnað er í á vef Reuters. Ekki hefur verið gefið út hvenær ráðherrann hyggst fara til Dúbaí. Þá hefur annar erindreki, sem einnig hefur óskað nafnleyndar, sagt að Ísrael sé að gera ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir að Katz verði gerður að skotmarki í hefndaraðgerðum Írana. Á vef New York Times er þó áréttað að umræddur erindreki vísaði ekki í nein sönnunargögn fullyrðingum sínum til stuðnings. Mikil spenna hefur verið í samskiptum Bandaríkjanna og Íran undanfarnar vikur eftir að íranski hershöfðinginn Qasem Soleimani var felldur í loftárás Bandaríkjanna fyrr í mánuðinum. Í kjölfarið skaut íranski herinn eldflaugum á herstöðvar Bandaríkjanna í Írak en í sömu árás varð úkraínsk farþegaflugvél fyrir skoti fyrir mistök.
Bandaríkin Íran Ísrael Tengdar fréttir Handtóku sendiherra Breta í Íran Macaire var í haldi íranskra yfirvalda í þrjá klukkutíma, að sögn breskra yfirvalda. Hann og aðrir starfsmenn sendiráðsins eru sagðir hafa yfirgefið athöfnina þegar mótmæli fóru að brjótast út. 12. janúar 2020 09:44 Mörgum spurningum ósvarað vegna flugvélarinnar Embættismenn í Úkraínu segja að Íranar hefðu mögulega aldrei viðurkennt sök ef úkraínskir rannsakendur hefðu ekki fundið ummerki sprengibrota á braki úr flugvélinni. 11. janúar 2020 22:15 Misvísandi skilaboð frá Íran Forsvarsmenn herafla Íran segjast geta skotið hundruðum eldflauga til viðbótar við þær þrettán sem skotið var frá Íran á herstöðvar í Írak á aðfaranótt miðvikudags. 9. janúar 2020 15:15 Íranir segja aðgerðum lokið og vilja ekki stríð Ayatollah Ali Khamenei segir Íran hafa veitt Bandaríkjunum löðrung í nótt. 8. janúar 2020 09:09 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Fleiri fréttir Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Sjá meira
Handtóku sendiherra Breta í Íran Macaire var í haldi íranskra yfirvalda í þrjá klukkutíma, að sögn breskra yfirvalda. Hann og aðrir starfsmenn sendiráðsins eru sagðir hafa yfirgefið athöfnina þegar mótmæli fóru að brjótast út. 12. janúar 2020 09:44
Mörgum spurningum ósvarað vegna flugvélarinnar Embættismenn í Úkraínu segja að Íranar hefðu mögulega aldrei viðurkennt sök ef úkraínskir rannsakendur hefðu ekki fundið ummerki sprengibrota á braki úr flugvélinni. 11. janúar 2020 22:15
Misvísandi skilaboð frá Íran Forsvarsmenn herafla Íran segjast geta skotið hundruðum eldflauga til viðbótar við þær þrettán sem skotið var frá Íran á herstöðvar í Írak á aðfaranótt miðvikudags. 9. janúar 2020 15:15
Íranir segja aðgerðum lokið og vilja ekki stríð Ayatollah Ali Khamenei segir Íran hafa veitt Bandaríkjunum löðrung í nótt. 8. janúar 2020 09:09