Mörgum spurningum ósvarað vegna flugvélarinnar Samúel Karl Ólason skrifar 11. janúar 2020 22:15 Háskólanemendur í Teheran minnast þeirra sem dóu. Margir þeirra voru einnig nemendur. AP/Ebrahim Noroozi Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir að enn eigi eftir að svara mörgum spurningum varðandi flugvélina sem skotin var niður yfir Teheran í Íran á miðvikudaginn. 176 létu lífið og þar af voru 57 frá Kanada. Trudeau sagðist búast við fullri samvinnu Írana varðandi rannsókn á atvikinu og að Kanada fái að koma að þeirri rannsókn. Forsætisráðherrann ræddi við Hassan Rouhani, forseta Íran, í dag og sagði Rouhani að um hræðileg mistök væri að ræða. Yfirvöld Íran viðurkenndu það í morgun að flugvélin hafi verið skotin niður fyrir mistök, þrátt fyrir að hafa í millitíðinni ítrekað staðhæft að engri eldflaug hafi verið skotið á loft. Flugvélin hafi brotlent eftir að eldur hafi kviknað um borð. Embættismenn í Úkraínu segja að Íranar hefðu mögulega aldrei viðurkennt sök ef úkraínskir rannsakendur hefðu ekki fundið ummerki sprengibrota á braki úr flugvélinni. Eldflaugin sem talið er að hafi verið notuð til að skjóta flugvélina niður er hönnuð gegn hraðskreiðum orrustuþotum og til að senda fjölda sprengibrota í átt að skotmörkum sínum, ekki ólíkt haglabyssuskotum, svo erfitt sé að koma orrustuþotunum undan þeim. Javad Zarif, utanríkisráðherra Íran, tísti um málið í dag. Þar sagði hann að um mannleg mistök hafi verið að ræða en sökin væri í raun Bandaríkjanna. A sad day. Preliminary conclusions of internal investigation by Armed Forces: Human error at time of crisis caused by US adventurism led to disaster Our profound regrets, apologies and condolences to our people, to the families of all victims, and to other affected nations.— Javad Zarif (@JZarif) January 11, 2020 Var á hefðbundnum stað í hefðbundnu flugi Viðurkenning Írana á því að flugvélin hafi verið skotin niður fyrir slysni hefur vakið upp spurningar um hvernig það hafi gerst. Nokkrar ástæður hafa verið gefnar fyrir voðaskotinu. Ein er að flugvélinni hafi verið flogið nærri „viðkvæmri“ herstöð Byltingarvarða Íran og að stefna hennar og flughæð hafi gerið í skyn að um flugvél óvina væri að ræða. Stefnu hennar hafi verið breytt snögglega. Nokkrum klukkustundum áður höfðu Íranar skotið eldflaugum að herstöðvum í Írak, þar sem bandarískir hermenn halda til, og áttu þeir von á hefndarárásum sem aldrei komu. Gögn um hina stuttu flugferð flugvélarinnar sýna þó að henni var flogið á hefðbundinni leið frá Imam Khomeini flugvellinum í Teheran, á vesturleið, eins og minnst níu öðrum flugvélum hafði verið flogið fyrr um morguninn, samkvæmt greiningu AP fréttaveitunnar. Amir Ali Hajizadeh, íranskur hershöfðingi, viðurkenndi svo seinna meir í dag að stefnu flugvélarinnar hafi ekki verið breytt, eftir að Úkraínumenn mótmæltu þeirri staðhæfingu. Hann sagði hermenn ekki hafa getið haft samskipti við yfirmenn sína og að þeir hafi einungis haft tíu sekúndur til að taka ákvörðun um það hvort flugvélin væri á vegum óvina Íran. Sú ástæða er þó enn ekki í samræmi við það að minnst níu flugvélum hafði verið flogið sömu leið á undanförnum klukkustundum. Flugvélin var á vegum flugfélags frá Úkraínu og voru margir Úkraínumenn um borð. Úkraínskir rannsakendur, sem eru í Íran, hafa gagnrýnt yfirvöld landsins harðlega vegna viðbragða þeirra. Í fyrsta lagi snýr gagnrýnin að því að lofthelgi Íran hafi ekki verið lokað, þar sem forsvarsmenn ríkisins bjuggust við loftárásum og átökum. Gagnrýnin snýr einnig að því að Íranar hafi brotið allar samþykktar reglur varðandi rannsóknir flugslysa. Meðal annars hafi jarðýtur verið notaðar til að safna braki flugvélarinnar saman og þannig hafi sönnunargögn og vísbendingar glatast. Mótmæla yfirvöldum Íran Fjölmenn mótmæli hafa farið fram í Teheran í kvöld þar sem mótmælendur hafa kallað eftir afsögnum æðstu embættismanna ríkisins. Að mestu var um háskólanema að ræða og voru mótmælin brotin upp af lögreglu. Ríkissjónvarp Íran sagði boðskap mótmælenda vera „skaðlegan“ og „róttækan“. BREAKING: Public mourning gatherings turn into protests in #Iran. Angry crowds chanting, "Death to the liars."#IranPlaneCrash#UkrainePlaneCrashpic.twitter.com/20jPNia6WJ— Farnaz Fassihi (@farnazfassihi) January 11, 2020 Íran Kanada Úkraína Tengdar fréttir Mannleg mistök urðu til þess að vélin var skotin niður af íranska hernum Írönsk stjórnvöld hafa tilkynnt að íranski herinn hafi, af misgáningi, skotið niður úkraínsku farþegaflugvélina sem hrapaði í nágrenni Tehran á dögunum. 11. janúar 2020 07:34 Þvertaka enn fyrir að flugvélin hafi orðið fyrir eldflaug Yfirvöld Íran þvertaka enn fyrir að farþegaþota frá Úkraínu hafi verið skotin niður yfir Íran í vikunni. 176 létu lífið þegar flugvélin féll til jarðar skömmu eftir flugtak í Teheran á miðvikudaginn. 10. janúar 2020 15:15 Úkraína vill skaðabætur og ítarlega rannsókn Forseti Úkraínu kallaði í yfirlýsingu sinni í dag að Íran hefji ítarlega rannsókn á því að úkraínsk farþegaflugvél var skotin niður af íranska hernum skömmu eftir brottför frá Tehran. 11. janúar 2020 09:54 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Sjá meira
Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir að enn eigi eftir að svara mörgum spurningum varðandi flugvélina sem skotin var niður yfir Teheran í Íran á miðvikudaginn. 176 létu lífið og þar af voru 57 frá Kanada. Trudeau sagðist búast við fullri samvinnu Írana varðandi rannsókn á atvikinu og að Kanada fái að koma að þeirri rannsókn. Forsætisráðherrann ræddi við Hassan Rouhani, forseta Íran, í dag og sagði Rouhani að um hræðileg mistök væri að ræða. Yfirvöld Íran viðurkenndu það í morgun að flugvélin hafi verið skotin niður fyrir mistök, þrátt fyrir að hafa í millitíðinni ítrekað staðhæft að engri eldflaug hafi verið skotið á loft. Flugvélin hafi brotlent eftir að eldur hafi kviknað um borð. Embættismenn í Úkraínu segja að Íranar hefðu mögulega aldrei viðurkennt sök ef úkraínskir rannsakendur hefðu ekki fundið ummerki sprengibrota á braki úr flugvélinni. Eldflaugin sem talið er að hafi verið notuð til að skjóta flugvélina niður er hönnuð gegn hraðskreiðum orrustuþotum og til að senda fjölda sprengibrota í átt að skotmörkum sínum, ekki ólíkt haglabyssuskotum, svo erfitt sé að koma orrustuþotunum undan þeim. Javad Zarif, utanríkisráðherra Íran, tísti um málið í dag. Þar sagði hann að um mannleg mistök hafi verið að ræða en sökin væri í raun Bandaríkjanna. A sad day. Preliminary conclusions of internal investigation by Armed Forces: Human error at time of crisis caused by US adventurism led to disaster Our profound regrets, apologies and condolences to our people, to the families of all victims, and to other affected nations.— Javad Zarif (@JZarif) January 11, 2020 Var á hefðbundnum stað í hefðbundnu flugi Viðurkenning Írana á því að flugvélin hafi verið skotin niður fyrir slysni hefur vakið upp spurningar um hvernig það hafi gerst. Nokkrar ástæður hafa verið gefnar fyrir voðaskotinu. Ein er að flugvélinni hafi verið flogið nærri „viðkvæmri“ herstöð Byltingarvarða Íran og að stefna hennar og flughæð hafi gerið í skyn að um flugvél óvina væri að ræða. Stefnu hennar hafi verið breytt snögglega. Nokkrum klukkustundum áður höfðu Íranar skotið eldflaugum að herstöðvum í Írak, þar sem bandarískir hermenn halda til, og áttu þeir von á hefndarárásum sem aldrei komu. Gögn um hina stuttu flugferð flugvélarinnar sýna þó að henni var flogið á hefðbundinni leið frá Imam Khomeini flugvellinum í Teheran, á vesturleið, eins og minnst níu öðrum flugvélum hafði verið flogið fyrr um morguninn, samkvæmt greiningu AP fréttaveitunnar. Amir Ali Hajizadeh, íranskur hershöfðingi, viðurkenndi svo seinna meir í dag að stefnu flugvélarinnar hafi ekki verið breytt, eftir að Úkraínumenn mótmæltu þeirri staðhæfingu. Hann sagði hermenn ekki hafa getið haft samskipti við yfirmenn sína og að þeir hafi einungis haft tíu sekúndur til að taka ákvörðun um það hvort flugvélin væri á vegum óvina Íran. Sú ástæða er þó enn ekki í samræmi við það að minnst níu flugvélum hafði verið flogið sömu leið á undanförnum klukkustundum. Flugvélin var á vegum flugfélags frá Úkraínu og voru margir Úkraínumenn um borð. Úkraínskir rannsakendur, sem eru í Íran, hafa gagnrýnt yfirvöld landsins harðlega vegna viðbragða þeirra. Í fyrsta lagi snýr gagnrýnin að því að lofthelgi Íran hafi ekki verið lokað, þar sem forsvarsmenn ríkisins bjuggust við loftárásum og átökum. Gagnrýnin snýr einnig að því að Íranar hafi brotið allar samþykktar reglur varðandi rannsóknir flugslysa. Meðal annars hafi jarðýtur verið notaðar til að safna braki flugvélarinnar saman og þannig hafi sönnunargögn og vísbendingar glatast. Mótmæla yfirvöldum Íran Fjölmenn mótmæli hafa farið fram í Teheran í kvöld þar sem mótmælendur hafa kallað eftir afsögnum æðstu embættismanna ríkisins. Að mestu var um háskólanema að ræða og voru mótmælin brotin upp af lögreglu. Ríkissjónvarp Íran sagði boðskap mótmælenda vera „skaðlegan“ og „róttækan“. BREAKING: Public mourning gatherings turn into protests in #Iran. Angry crowds chanting, "Death to the liars."#IranPlaneCrash#UkrainePlaneCrashpic.twitter.com/20jPNia6WJ— Farnaz Fassihi (@farnazfassihi) January 11, 2020
Íran Kanada Úkraína Tengdar fréttir Mannleg mistök urðu til þess að vélin var skotin niður af íranska hernum Írönsk stjórnvöld hafa tilkynnt að íranski herinn hafi, af misgáningi, skotið niður úkraínsku farþegaflugvélina sem hrapaði í nágrenni Tehran á dögunum. 11. janúar 2020 07:34 Þvertaka enn fyrir að flugvélin hafi orðið fyrir eldflaug Yfirvöld Íran þvertaka enn fyrir að farþegaþota frá Úkraínu hafi verið skotin niður yfir Íran í vikunni. 176 létu lífið þegar flugvélin féll til jarðar skömmu eftir flugtak í Teheran á miðvikudaginn. 10. janúar 2020 15:15 Úkraína vill skaðabætur og ítarlega rannsókn Forseti Úkraínu kallaði í yfirlýsingu sinni í dag að Íran hefji ítarlega rannsókn á því að úkraínsk farþegaflugvél var skotin niður af íranska hernum skömmu eftir brottför frá Tehran. 11. janúar 2020 09:54 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Sjá meira
Mannleg mistök urðu til þess að vélin var skotin niður af íranska hernum Írönsk stjórnvöld hafa tilkynnt að íranski herinn hafi, af misgáningi, skotið niður úkraínsku farþegaflugvélina sem hrapaði í nágrenni Tehran á dögunum. 11. janúar 2020 07:34
Þvertaka enn fyrir að flugvélin hafi orðið fyrir eldflaug Yfirvöld Íran þvertaka enn fyrir að farþegaþota frá Úkraínu hafi verið skotin niður yfir Íran í vikunni. 176 létu lífið þegar flugvélin féll til jarðar skömmu eftir flugtak í Teheran á miðvikudaginn. 10. janúar 2020 15:15
Úkraína vill skaðabætur og ítarlega rannsókn Forseti Úkraínu kallaði í yfirlýsingu sinni í dag að Íran hefji ítarlega rannsókn á því að úkraínsk farþegaflugvél var skotin niður af íranska hernum skömmu eftir brottför frá Tehran. 11. janúar 2020 09:54