Skipti í treyju númer 24 fyrir Kobe Bryant og skoraði 24 stig í sigri 76ers Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. janúar 2020 07:30 Joel Embiid í leiknum í nótt. Getty/Jesse D. Garrabrant Joel Embiid fór fyrir sigri Philadelphia 76ers í sigri á Golden State Warriors í NBA-deildinni í nótt en hann spilaði leikinn fyrir átrúnaðargoðið sitt Kobe Bryant. Joel Embiid fékk sérstakt leyfi hjá bæði NBA-deildinni og Philadelphia 76ers goðsögninni Bobby Jones til að taka niður treyju númer 24 úr röftunum og spila í henni í þessum leik. Wearing No. 24 in honor of Kobe Bryant, Joel Embiid puts up 24 PTS for the @sixers and discusses the impact Kobe had on his life. pic.twitter.com/MudXPrCJM4— NBA (@NBA) January 29, 2020 Allir leikmenn Philadelphia 76ers voru í treyjum 24 og 8 í upphitun fyrir leikinn en Joel Embiid spilaði síðan í treyju 24 í sjálfum leiknum. Hann er vanalega númer 21. Joel Embiid var búinn að missa af níu leikjum í röð vegna meiðsla en sneri nú aftur í liðið. Joel Embiid var síðan með 24 stig og 8 varnarfráköst í leiknum. pic.twitter.com/KFlVtHcCHi — Philadelphia 76ers (@sixers) January 29, 2020 Joel Embiid segist að hann hafi ákveðið að verða körfuboltamaður þegar hann sem táningur í Afríku sá Kobe Bryant spila í lokaúrslitunum 2010. Hann hætti þá í blaki og náði að sannfæra föður sinn um að breyta um íþrótt. „Þetta var snúningspunktur í mínu lífi. Ég sá Kobe spila og eftir það þá vissi ég að ég vildi verða eins og hann,“ sagði Joel Embiid. Nýliðinn Zion Williamson skoraði 14 stig í sínum fyrsta leik utan New Orleans og hjálpaði liði sínu New Orleans Pelicans að vinna 125-111 sigur á Cleveland Cavaliers. Jrue Holiday var stigahæstur hjá liðinu með 26 stig. Khris Middleton scores a career-high 51 PTS as the @Bucks win their 9th consecutive game. pic.twitter.com/r7hKeKKExn— NBA (@NBA) January 29, 2020 Khris Middleton skoraði 51 stig í fjarveru Giannis Antetokounmpo þegar Milwaukee Bucks vann 151-131 sigur á Washington Wizards. Antetokounmpo missti af leiknum vegna meiðsla á öxl en þetta var níundi sigurleikur Bucks liðsins í röð. Devin Booker skoraði 20 af 32 stigum sínum í þriðja leikhluta og Deandre Ayton var með 31 stig þegar Phoenix Suns vann 133-104 útisigur á Dallas Mavericks. Luka Doncic skoraði 21 stig fyrir Dallas.Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Dallas Mavericks - Phoenix Suns 104-133 Memphis Grizzlies - Denver Nuggets 104-96 Miami Heat - Boston Celtics 101-109 Milwaukee Bucks - Washington Wizards 151-131 Cleveland Cavaliers - New Orleans Pelicans 111-125 Toronto Raptors - Atlanta Hawks 130-114 Charlotte Hornets - New York Knicks 97-92 Philadelphia 76ers - Golden State Warriors 115-104 Andlát Kobe Bryant NBA Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Sjá meira
Joel Embiid fór fyrir sigri Philadelphia 76ers í sigri á Golden State Warriors í NBA-deildinni í nótt en hann spilaði leikinn fyrir átrúnaðargoðið sitt Kobe Bryant. Joel Embiid fékk sérstakt leyfi hjá bæði NBA-deildinni og Philadelphia 76ers goðsögninni Bobby Jones til að taka niður treyju númer 24 úr röftunum og spila í henni í þessum leik. Wearing No. 24 in honor of Kobe Bryant, Joel Embiid puts up 24 PTS for the @sixers and discusses the impact Kobe had on his life. pic.twitter.com/MudXPrCJM4— NBA (@NBA) January 29, 2020 Allir leikmenn Philadelphia 76ers voru í treyjum 24 og 8 í upphitun fyrir leikinn en Joel Embiid spilaði síðan í treyju 24 í sjálfum leiknum. Hann er vanalega númer 21. Joel Embiid var búinn að missa af níu leikjum í röð vegna meiðsla en sneri nú aftur í liðið. Joel Embiid var síðan með 24 stig og 8 varnarfráköst í leiknum. pic.twitter.com/KFlVtHcCHi — Philadelphia 76ers (@sixers) January 29, 2020 Joel Embiid segist að hann hafi ákveðið að verða körfuboltamaður þegar hann sem táningur í Afríku sá Kobe Bryant spila í lokaúrslitunum 2010. Hann hætti þá í blaki og náði að sannfæra föður sinn um að breyta um íþrótt. „Þetta var snúningspunktur í mínu lífi. Ég sá Kobe spila og eftir það þá vissi ég að ég vildi verða eins og hann,“ sagði Joel Embiid. Nýliðinn Zion Williamson skoraði 14 stig í sínum fyrsta leik utan New Orleans og hjálpaði liði sínu New Orleans Pelicans að vinna 125-111 sigur á Cleveland Cavaliers. Jrue Holiday var stigahæstur hjá liðinu með 26 stig. Khris Middleton scores a career-high 51 PTS as the @Bucks win their 9th consecutive game. pic.twitter.com/r7hKeKKExn— NBA (@NBA) January 29, 2020 Khris Middleton skoraði 51 stig í fjarveru Giannis Antetokounmpo þegar Milwaukee Bucks vann 151-131 sigur á Washington Wizards. Antetokounmpo missti af leiknum vegna meiðsla á öxl en þetta var níundi sigurleikur Bucks liðsins í röð. Devin Booker skoraði 20 af 32 stigum sínum í þriðja leikhluta og Deandre Ayton var með 31 stig þegar Phoenix Suns vann 133-104 útisigur á Dallas Mavericks. Luka Doncic skoraði 21 stig fyrir Dallas.Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Dallas Mavericks - Phoenix Suns 104-133 Memphis Grizzlies - Denver Nuggets 104-96 Miami Heat - Boston Celtics 101-109 Milwaukee Bucks - Washington Wizards 151-131 Cleveland Cavaliers - New Orleans Pelicans 111-125 Toronto Raptors - Atlanta Hawks 130-114 Charlotte Hornets - New York Knicks 97-92 Philadelphia 76ers - Golden State Warriors 115-104
Andlát Kobe Bryant NBA Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Sjá meira