Tracy McGrady þekkti Kobe Bryant mjög vel og hann var gestur hjá Rachel Nichols í þættinum The Jump á ESPN.
Tracy McGrady og Kobe Bryant voru lengi í hópi bestu leikmanna NBA-deildarinnar þó að ferill Kobe hafi verið mun lengri og sigursælli. McGrady var engu að síður frábær leikmaður þegar hann var upp á sitt besta.
McGrady á stelpu á sama aldri og Kobe þeir kynntust því enn betur þegar þeir voru að fylgjast með stelpunum sínum elta körfuboltadraum sinn.
Það var ljóst frá fyrstu sekúndu að viðtalið yrði Tracy McGrady, oftast kallaður T-Mac, mjög erfitt því hann byrjaði með ekka og vasaklút í hendinni.
„Ég er algjörlega niðurbrotinn eins og allir. Ég held að enginn annar hafi þessi ákveðnu tengsl við Kobe sem ég hafði. Við náðum strax saman frá fyrsta degi og sögurnar sem ég gæti sagt,“ sagði Tracy McGrady.
Tracy McGrady was in tears recalling young Kobe's words:
— SportsCenter (@SportsCenter) January 27, 2020
"I thought he was crazy. He used to say, 'I wanna die young. I wanna be immortalized.'" (via @Rachel__Nichols) pic.twitter.com/7XrVnde9TV
Tracy McGrady rifjaði meðal annars upp þegar hann og Kobe voru að horfa saman á myndbönd með Michael Jordan og Bryant var alltaf að spóla til baka til að leggja hreyfingar Jordan á minnið.
„Kobe sagði alltaf að hann vildi deyja ungur. Hann ætlaði sér að verða betri en Michael Jordan og deyja svo ungur. Mér fannst það vera svo fáránlegt að segja þetta,“ sagði Tracy McGrady.
„Kobe sagði þetta löngu áður en hann eignaðist börn. Hann hugsaði ekki lengur svona þegar hann var orðinn faðir,“ sagði Tracy.
Tracy McGrady kom inn í NBA-deildina beint úr menntaskóla eins og Kobe en ári á undan. Tracy segir að Kobe hafi hjálpað sér í gegnum þessi fyrstu erfiðu ár í NBA-deildinni og hann hafi fengið hjá honum góð ráð.
Þeir þekktust mjög vel þegar þeir voru ungir en kynntust líka vel á síðustu árum þegar þeir voru að þjálfa stelpurnar sína.
Það má sjá allt viðtalið við Tracy McGrady hér fyrir neðan.