Tárin runnu hjá Tracy McGrady þegar hann talaði um einstakt samband sitt og Kobe Bryant Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. janúar 2020 13:00 Tracy McGrady og Kobe Bryant mættust oft á tíma sínum í NBA-deildinni. Getty/ Lisa Blumenfeld Tracy McGrady þekkti Kobe Bryant mjög vel og hann var gestur hjá Rachel Nichols í þættinum The Jump á ESPN. Tracy McGrady og Kobe Bryant voru lengi í hópi bestu leikmanna NBA-deildarinnar þó að ferill Kobe hafi verið mun lengri og sigursælli. McGrady var engu að síður frábær leikmaður þegar hann var upp á sitt besta. McGrady á stelpu á sama aldri og Kobe þeir kynntust því enn betur þegar þeir voru að fylgjast með stelpunum sínum elta körfuboltadraum sinn. Það var ljóst frá fyrstu sekúndu að viðtalið yrði Tracy McGrady, oftast kallaður T-Mac, mjög erfitt því hann byrjaði með ekka og vasaklút í hendinni. „Ég er algjörlega niðurbrotinn eins og allir. Ég held að enginn annar hafi þessi ákveðnu tengsl við Kobe sem ég hafði. Við náðum strax saman frá fyrsta degi og sögurnar sem ég gæti sagt,“ sagði Tracy McGrady. Tracy McGrady was in tears recalling young Kobe's words: "I thought he was crazy. He used to say, 'I wanna die young. I wanna be immortalized.'" (via @Rachel__Nichols) pic.twitter.com/7XrVnde9TV— SportsCenter (@SportsCenter) January 27, 2020 Tracy McGrady rifjaði meðal annars upp þegar hann og Kobe voru að horfa saman á myndbönd með Michael Jordan og Bryant var alltaf að spóla til baka til að leggja hreyfingar Jordan á minnið. „Kobe sagði alltaf að hann vildi deyja ungur. Hann ætlaði sér að verða betri en Michael Jordan og deyja svo ungur. Mér fannst það vera svo fáránlegt að segja þetta,“ sagði Tracy McGrady. „Kobe sagði þetta löngu áður en hann eignaðist börn. Hann hugsaði ekki lengur svona þegar hann var orðinn faðir,“ sagði Tracy. Tracy McGrady kom inn í NBA-deildina beint úr menntaskóla eins og Kobe en ári á undan. Tracy segir að Kobe hafi hjálpað sér í gegnum þessi fyrstu erfiðu ár í NBA-deildinni og hann hafi fengið hjá honum góð ráð. Þeir þekktust mjög vel þegar þeir voru ungir en kynntust líka vel á síðustu árum þegar þeir voru að þjálfa stelpurnar sína. Það má sjá allt viðtalið við Tracy McGrady hér fyrir neðan. Andlát Kobe Bryant NBA Tengdar fréttir WNBA stjörnur um Gigi Bryant: „Hún var framtíðin“ Fráfall Kobe Bryant var mikið áfall fyrir alla körfuboltaáhugamenn en bestu körfuboltakonur heims sáu líka fyrir sér mikla og stóra framtíð fyrir þrettán ára dóttur hans Gianna Bryant eða Gigi eins og hún var alltaf kölluð. 28. janúar 2020 10:30 Jack Nicholson minnist Kobe: „Það er stór hola í veggnum“ Stórleikarinn sá fleiri leiki með Kobe Bryant heitnum en flestir. 28. janúar 2020 12:30 LeBron James tjáir sig í fyrsta sinn um Kobe: Arfleifð Kobe Bryant er nú á minni ábyrgð Flest stærstu nöfn íþróttaheimsins voru búin að tjá sig um Kobe Bryant eftir að hann fórst í þyrluslysi á sunnudaginn en ekkert hafði heyrst í LeBron James fyrr en í nótt. 28. janúar 2020 08:00 Chris Paul treysti sér ekki til að spila vegna Kobe og missti af fyrsta leik tímabilsins Chris Paul, leikstjórnandi Oklahoma City Thunder, var svo niðurbrotinn eftir fráfall Kobe Bryant að hann treysti sér ekki til að spila með liðinu í nótt. 28. janúar 2020 07:30 Barðist við tárin þegar hún sagði fallega sögu frá því hversu stoltur Kobe Bryant var af stelpunum sínum Fjölmiðlakonan Elle Duncan sagði frá eina skiptinu sem hún hitti Kobe Bryant og þurfti að berjast við tárin á meðan hún kláraði söguna. 28. janúar 2020 09:30 Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Villarreal - FCK | Hvað gerir Viktor á Spáni? Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi hafði hægt um sig í sigri Njarðvík - Valur | Toppsætið undir „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Sjá meira
Tracy McGrady þekkti Kobe Bryant mjög vel og hann var gestur hjá Rachel Nichols í þættinum The Jump á ESPN. Tracy McGrady og Kobe Bryant voru lengi í hópi bestu leikmanna NBA-deildarinnar þó að ferill Kobe hafi verið mun lengri og sigursælli. McGrady var engu að síður frábær leikmaður þegar hann var upp á sitt besta. McGrady á stelpu á sama aldri og Kobe þeir kynntust því enn betur þegar þeir voru að fylgjast með stelpunum sínum elta körfuboltadraum sinn. Það var ljóst frá fyrstu sekúndu að viðtalið yrði Tracy McGrady, oftast kallaður T-Mac, mjög erfitt því hann byrjaði með ekka og vasaklút í hendinni. „Ég er algjörlega niðurbrotinn eins og allir. Ég held að enginn annar hafi þessi ákveðnu tengsl við Kobe sem ég hafði. Við náðum strax saman frá fyrsta degi og sögurnar sem ég gæti sagt,“ sagði Tracy McGrady. Tracy McGrady was in tears recalling young Kobe's words: "I thought he was crazy. He used to say, 'I wanna die young. I wanna be immortalized.'" (via @Rachel__Nichols) pic.twitter.com/7XrVnde9TV— SportsCenter (@SportsCenter) January 27, 2020 Tracy McGrady rifjaði meðal annars upp þegar hann og Kobe voru að horfa saman á myndbönd með Michael Jordan og Bryant var alltaf að spóla til baka til að leggja hreyfingar Jordan á minnið. „Kobe sagði alltaf að hann vildi deyja ungur. Hann ætlaði sér að verða betri en Michael Jordan og deyja svo ungur. Mér fannst það vera svo fáránlegt að segja þetta,“ sagði Tracy McGrady. „Kobe sagði þetta löngu áður en hann eignaðist börn. Hann hugsaði ekki lengur svona þegar hann var orðinn faðir,“ sagði Tracy. Tracy McGrady kom inn í NBA-deildina beint úr menntaskóla eins og Kobe en ári á undan. Tracy segir að Kobe hafi hjálpað sér í gegnum þessi fyrstu erfiðu ár í NBA-deildinni og hann hafi fengið hjá honum góð ráð. Þeir þekktust mjög vel þegar þeir voru ungir en kynntust líka vel á síðustu árum þegar þeir voru að þjálfa stelpurnar sína. Það má sjá allt viðtalið við Tracy McGrady hér fyrir neðan.
Andlát Kobe Bryant NBA Tengdar fréttir WNBA stjörnur um Gigi Bryant: „Hún var framtíðin“ Fráfall Kobe Bryant var mikið áfall fyrir alla körfuboltaáhugamenn en bestu körfuboltakonur heims sáu líka fyrir sér mikla og stóra framtíð fyrir þrettán ára dóttur hans Gianna Bryant eða Gigi eins og hún var alltaf kölluð. 28. janúar 2020 10:30 Jack Nicholson minnist Kobe: „Það er stór hola í veggnum“ Stórleikarinn sá fleiri leiki með Kobe Bryant heitnum en flestir. 28. janúar 2020 12:30 LeBron James tjáir sig í fyrsta sinn um Kobe: Arfleifð Kobe Bryant er nú á minni ábyrgð Flest stærstu nöfn íþróttaheimsins voru búin að tjá sig um Kobe Bryant eftir að hann fórst í þyrluslysi á sunnudaginn en ekkert hafði heyrst í LeBron James fyrr en í nótt. 28. janúar 2020 08:00 Chris Paul treysti sér ekki til að spila vegna Kobe og missti af fyrsta leik tímabilsins Chris Paul, leikstjórnandi Oklahoma City Thunder, var svo niðurbrotinn eftir fráfall Kobe Bryant að hann treysti sér ekki til að spila með liðinu í nótt. 28. janúar 2020 07:30 Barðist við tárin þegar hún sagði fallega sögu frá því hversu stoltur Kobe Bryant var af stelpunum sínum Fjölmiðlakonan Elle Duncan sagði frá eina skiptinu sem hún hitti Kobe Bryant og þurfti að berjast við tárin á meðan hún kláraði söguna. 28. janúar 2020 09:30 Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Villarreal - FCK | Hvað gerir Viktor á Spáni? Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi hafði hægt um sig í sigri Njarðvík - Valur | Toppsætið undir „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Sjá meira
WNBA stjörnur um Gigi Bryant: „Hún var framtíðin“ Fráfall Kobe Bryant var mikið áfall fyrir alla körfuboltaáhugamenn en bestu körfuboltakonur heims sáu líka fyrir sér mikla og stóra framtíð fyrir þrettán ára dóttur hans Gianna Bryant eða Gigi eins og hún var alltaf kölluð. 28. janúar 2020 10:30
Jack Nicholson minnist Kobe: „Það er stór hola í veggnum“ Stórleikarinn sá fleiri leiki með Kobe Bryant heitnum en flestir. 28. janúar 2020 12:30
LeBron James tjáir sig í fyrsta sinn um Kobe: Arfleifð Kobe Bryant er nú á minni ábyrgð Flest stærstu nöfn íþróttaheimsins voru búin að tjá sig um Kobe Bryant eftir að hann fórst í þyrluslysi á sunnudaginn en ekkert hafði heyrst í LeBron James fyrr en í nótt. 28. janúar 2020 08:00
Chris Paul treysti sér ekki til að spila vegna Kobe og missti af fyrsta leik tímabilsins Chris Paul, leikstjórnandi Oklahoma City Thunder, var svo niðurbrotinn eftir fráfall Kobe Bryant að hann treysti sér ekki til að spila með liðinu í nótt. 28. janúar 2020 07:30
Barðist við tárin þegar hún sagði fallega sögu frá því hversu stoltur Kobe Bryant var af stelpunum sínum Fjölmiðlakonan Elle Duncan sagði frá eina skiptinu sem hún hitti Kobe Bryant og þurfti að berjast við tárin á meðan hún kláraði söguna. 28. janúar 2020 09:30