Eigum við í alvöru að vera stolt? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 28. janúar 2020 09:00 Hagsmunabarátta er oft litin hornauga, kölluð lobbíismi og baráttumenn sakaðir um að hagræða gögnum sér í vil. Vel getur verið að það eigi við í einhverjum tilvikum. Þegar aftur á móti fræðimenn tjá sig við fjölmiðla og lýsa skoðunum sínum þá ætti að vera samfélagsleg krafa um að þeir gæti að sér, skoði gögnin og passi að þeir fari með rétt mál. Nýverið tók Morgunblaðið viðtal við Helga Gunnlaugsson, afbrotafræðing og góðan vin Afstöðu, um tölur Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins, sem sneru að hlutfallslegum fjölda fanga á Íslandi árið 2017. Samkvæmt þeim tölum var Ísland í neðsta sæti listans með 39 fanga á hverja 100 þúsund íbúa og Finnland þar á eftir með tæpa sextíu fanga. Í viðtalinu segir Helgi að það fylgi ekki mikil bjögun því að horfa á biðlista eftir afplánun, þar séu flestir á leið í samfélagsþjónustu. Að mati Afstöðu er þetta kannski ekki alveg svona einfalt. Þann 9. desember 2017 birtist nefnilega grein í Morgunblaðinu þar sem segir að um 580 einstaklingar bíði eftir því að geta afplánað dóm sinn. Á sama tíma voru ekki nema um eitt hundrað dómþolar í fangelsum landsins vegna þess að búið var að loka Hegningarhúsinu í Reykjavík, Kvennafangelsinu í Kópavogi, viðgerðir stóðu yfir á byggingum Litla-Hrauns og fangelsið á Hólmsheiði var langt frá því að vera komið í fulla starfsemi. Því er morgunljóst að tölurnar fyrir árið 2017 eru verulega bjagaðar vegna plássleysis í fangelsum landsins á þessum tiltekna tíma og að uppsafnaður biðlisti eftir afplánun var gríðarlegur. Ef horft er á stöðuna eins og hún er í dag, þá eru 58 fangar á hverja 100 þúsund íbúa en talan væri töluvert hærri ef fleiri pláss væru fyrir hendi til að taka á móti dómþolum. Jafnframt er haft eftir Helga að við Íslendingar eigum að vera stolt af fangelsiskerfinu okkar og halda í það. Þetta eru orð sem koma svolítið spánskt fyrir sjónir sökum þess að fulltrúar Afstöðu sitja í nefndum á vegum stjórnvalda sem hafa það að markmiði að reyna bæta fangelsiskerfið og gera það manneskjuvænna. Mögulega má skilja orð Helga á þann veg að hann telji það þrepakerfi sem komið var á hér á landi vert til að vera stolt af og vissulega tekur Afstaða undir orð Helga um jákvæð áhrif þess að leggja áherslu á samfélagsþjónustu, opin úrræði og rafrænt eftirlit enda sýnir það sig að slík afplánun hefur sama fælingarmátt og innilokun auk þess sem endurkomutíðni eykst ekki. En á meðan þrepakerfið er oftar en ekki færiband úr geymslu yfir í glæpi þá er lítið til að hrópa húrra yfir. Ef kerfið væri aftur á móti nýtt eins og Afstaða, og fleiri, hefur lagt til þá væri endurkomutíðni lægri, ástandið í fangelsunum rólegra og mun færri fyrrverandi fangar í fangi velferðarkerfisins vegna örorku. Höfundur er formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fangelsismál Guðmundur Ingi Þóroddsson Mest lesið Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Hagsmunabarátta er oft litin hornauga, kölluð lobbíismi og baráttumenn sakaðir um að hagræða gögnum sér í vil. Vel getur verið að það eigi við í einhverjum tilvikum. Þegar aftur á móti fræðimenn tjá sig við fjölmiðla og lýsa skoðunum sínum þá ætti að vera samfélagsleg krafa um að þeir gæti að sér, skoði gögnin og passi að þeir fari með rétt mál. Nýverið tók Morgunblaðið viðtal við Helga Gunnlaugsson, afbrotafræðing og góðan vin Afstöðu, um tölur Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins, sem sneru að hlutfallslegum fjölda fanga á Íslandi árið 2017. Samkvæmt þeim tölum var Ísland í neðsta sæti listans með 39 fanga á hverja 100 þúsund íbúa og Finnland þar á eftir með tæpa sextíu fanga. Í viðtalinu segir Helgi að það fylgi ekki mikil bjögun því að horfa á biðlista eftir afplánun, þar séu flestir á leið í samfélagsþjónustu. Að mati Afstöðu er þetta kannski ekki alveg svona einfalt. Þann 9. desember 2017 birtist nefnilega grein í Morgunblaðinu þar sem segir að um 580 einstaklingar bíði eftir því að geta afplánað dóm sinn. Á sama tíma voru ekki nema um eitt hundrað dómþolar í fangelsum landsins vegna þess að búið var að loka Hegningarhúsinu í Reykjavík, Kvennafangelsinu í Kópavogi, viðgerðir stóðu yfir á byggingum Litla-Hrauns og fangelsið á Hólmsheiði var langt frá því að vera komið í fulla starfsemi. Því er morgunljóst að tölurnar fyrir árið 2017 eru verulega bjagaðar vegna plássleysis í fangelsum landsins á þessum tiltekna tíma og að uppsafnaður biðlisti eftir afplánun var gríðarlegur. Ef horft er á stöðuna eins og hún er í dag, þá eru 58 fangar á hverja 100 þúsund íbúa en talan væri töluvert hærri ef fleiri pláss væru fyrir hendi til að taka á móti dómþolum. Jafnframt er haft eftir Helga að við Íslendingar eigum að vera stolt af fangelsiskerfinu okkar og halda í það. Þetta eru orð sem koma svolítið spánskt fyrir sjónir sökum þess að fulltrúar Afstöðu sitja í nefndum á vegum stjórnvalda sem hafa það að markmiði að reyna bæta fangelsiskerfið og gera það manneskjuvænna. Mögulega má skilja orð Helga á þann veg að hann telji það þrepakerfi sem komið var á hér á landi vert til að vera stolt af og vissulega tekur Afstaða undir orð Helga um jákvæð áhrif þess að leggja áherslu á samfélagsþjónustu, opin úrræði og rafrænt eftirlit enda sýnir það sig að slík afplánun hefur sama fælingarmátt og innilokun auk þess sem endurkomutíðni eykst ekki. En á meðan þrepakerfið er oftar en ekki færiband úr geymslu yfir í glæpi þá er lítið til að hrópa húrra yfir. Ef kerfið væri aftur á móti nýtt eins og Afstaða, og fleiri, hefur lagt til þá væri endurkomutíðni lægri, ástandið í fangelsunum rólegra og mun færri fyrrverandi fangar í fangi velferðarkerfisins vegna örorku. Höfundur er formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi.
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar