Mál tveggja af þremur börnum Kanadamannsins Grant Wagstaff gegn Arngrími Jóhannssyni flugstjóra og tryggingafélaginu Sjóvá er á dagskrá Héraðsdóms Reykjavíkur í dag.
Um aðskilin mál þeirra Claire og Tyler Wagstaff er að ræða en þau krefjast bóta vegna fráfalls föður síns sem fórst í flugslysi í Barkárdal 9. ágúst 2015. Arngrímur flaug vélinni.
Frá þessu segir í Fréttablaðinu í dag en nú þegar reka eldri systir þeirra Claire og Tyler, Sarah, og Roslyn Wagstaff, ekkja Grants, mál fyrir dómstólnum. Í fréttinni kemur fram að Sarah og Roslyn hafi nú fengið gjafsókn frá íslenska ríkinu og hafa yngri systkinin nú einnig óskað þess sama.
Sjóvá hefur nú þegar hafnað bótaskyldu í málinu.