Það þarf ekki að koma mikið á óvart að fréttin af örlögum Kobe Bryant sé á forsíðu allra helstu blaða í Bandaríkjunum.
Það að Kobe Bryant hafi látist í þyrluslysi 41 árs gamall er ein af stærstu fréttum í sögu íþróttanna og er ein af þessum fréttum þar sem margir munu muna hvar þeir voru þegar þeir heyrðu þetta fyrst.
Kobe Bryant er ekki aðeins einn besti körfuboltamaður allra tíma heldur var hann svo mikil íþróttastjarna að hann var þekktur undir fornafni sínu og tilheyrði því hópi sem fáir komast í.
Sporting News tók saman forsíður nokkra af stærstu blaðanna í Bandaríkjunum og má sjá þær hér fyrir neðan.
Newspaper front pages celebrate the life and legacy of Kobe Bryant. pic.twitter.com/LaSNZ1oOjb
— Sporting News (@sportingnews) January 27, 2020







