Fleiri dauðsföll, annar neyðarspítali og „alvarlegt“ ástand Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. janúar 2020 07:34 Heilbrigðisstarfsmaður hlúir að sjúklingi á sjúkrahúsi í Wuhan, þar sem hin samnefnda veira á upptök sín. Vísir/EPA Alls hafa nú 56 látist af völdum Wuhan-veirunnar, nýs afbrigðis af kórónaveiru. Dauðsföllin eru öll skráð í Kína. Þá hafa alls yfir tvö þúsund tilfelli af veirunni verið staðfest, bróðurparturinn einnig í Kína. Heilbrigðisyfirvöld í Kína hafa átt í erfiðleikum með að hefta útbreiðslu hinnar nýju veiru, sem á upptök sín á matarmarkaði í borginni Wuhan í Hubei-héraði. Xi Jingping, forseti landsins, sagði í gær að staðan væri „alvarleg“ og varaði jafnframt við því að veiran breiddist æ hraðar út. Sjá einnig: Wuhan-veiran vekur upp slæmar minningar um Sars-faraldurinn Þá tilkynntu yfirvöld í Bandaríkjunum um það í gær að þau hygðust senda starfsmenn ræðismannsskrifstofu sinnar í Wuhan heim til Bandaríkjanna með sérpöntuðu flugi á þriðjudag. Almennir bandarískir borgarar í Kína, sem eru í hvað mestri smithættu, munu einnig geta fengið far með flugvélinni. Wuhan-veiran hefur haft víðtæk áhrif á Kína. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í stórborgum til að hefta útbreiðslu og þá hafa samgöngur einnig víða legið niðri í sama tilgangi. Nýr spítali til að taka á móti sjúklingum í Wuhan rís nú með ógnarhraða og kínversk yfirvöld hafa boðað byggingu annars slíks sjúkrahúss í borginni, sem áætlað er að verði tilbúið innan tveggja vikna. Á annan tug tilfella af Wuhan-veirunni hefur greinst utan Kína, þar á meðal í Frakklandi, Bandaríkjunum og Ástralíu. Á Íslandi er unnið eftir samhæfingaráætlun sem varðar farþega á Keflavíkurflugvelli og heilbrigðiskerfið. Ekki hefur verið lýst yfir óvissuástandi vegna veirunnar enda enginn grunur um að smit hafi komið upp hér á landi. Heilbrigðismál Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Lýsa yfir neyðarástandi í Hong Kong vegna Wuhan-veirunnar Heilbrigðisyfirvöld í borginni hafa staðfest fimm tilfelli þar sem fólk hefur greinst með umrædda veiru og eru 122 aðrir grunaðir um að hafa smitast af veirunni. 25. janúar 2020 14:14 Fjöldi látinna af völdum Wuhan-veirunnar tekur stökk Samtals hefur nú 41 látist af völdum Wuhan-veirunnar svokölluðu, nýs afbrigðis af kórónaveirunni. 25. janúar 2020 08:32 Wuhan-veiran vekur upp slæmar minningar um Sars-faraldurinn Rúmlega 40 eru látnir og um fjórtán hundruð smitaðir á heimsvísu af WUHAN-veirunni svokölluðu. Faraldurinn hefur haft víðtæk áhrif á Kína þar sem þar sem neyðarástandi hefur verið lýst yfir í stórborgum til að hefta úbreiðslu. 25. janúar 2020 18:30 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Alls hafa nú 56 látist af völdum Wuhan-veirunnar, nýs afbrigðis af kórónaveiru. Dauðsföllin eru öll skráð í Kína. Þá hafa alls yfir tvö þúsund tilfelli af veirunni verið staðfest, bróðurparturinn einnig í Kína. Heilbrigðisyfirvöld í Kína hafa átt í erfiðleikum með að hefta útbreiðslu hinnar nýju veiru, sem á upptök sín á matarmarkaði í borginni Wuhan í Hubei-héraði. Xi Jingping, forseti landsins, sagði í gær að staðan væri „alvarleg“ og varaði jafnframt við því að veiran breiddist æ hraðar út. Sjá einnig: Wuhan-veiran vekur upp slæmar minningar um Sars-faraldurinn Þá tilkynntu yfirvöld í Bandaríkjunum um það í gær að þau hygðust senda starfsmenn ræðismannsskrifstofu sinnar í Wuhan heim til Bandaríkjanna með sérpöntuðu flugi á þriðjudag. Almennir bandarískir borgarar í Kína, sem eru í hvað mestri smithættu, munu einnig geta fengið far með flugvélinni. Wuhan-veiran hefur haft víðtæk áhrif á Kína. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í stórborgum til að hefta útbreiðslu og þá hafa samgöngur einnig víða legið niðri í sama tilgangi. Nýr spítali til að taka á móti sjúklingum í Wuhan rís nú með ógnarhraða og kínversk yfirvöld hafa boðað byggingu annars slíks sjúkrahúss í borginni, sem áætlað er að verði tilbúið innan tveggja vikna. Á annan tug tilfella af Wuhan-veirunni hefur greinst utan Kína, þar á meðal í Frakklandi, Bandaríkjunum og Ástralíu. Á Íslandi er unnið eftir samhæfingaráætlun sem varðar farþega á Keflavíkurflugvelli og heilbrigðiskerfið. Ekki hefur verið lýst yfir óvissuástandi vegna veirunnar enda enginn grunur um að smit hafi komið upp hér á landi.
Heilbrigðismál Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Lýsa yfir neyðarástandi í Hong Kong vegna Wuhan-veirunnar Heilbrigðisyfirvöld í borginni hafa staðfest fimm tilfelli þar sem fólk hefur greinst með umrædda veiru og eru 122 aðrir grunaðir um að hafa smitast af veirunni. 25. janúar 2020 14:14 Fjöldi látinna af völdum Wuhan-veirunnar tekur stökk Samtals hefur nú 41 látist af völdum Wuhan-veirunnar svokölluðu, nýs afbrigðis af kórónaveirunni. 25. janúar 2020 08:32 Wuhan-veiran vekur upp slæmar minningar um Sars-faraldurinn Rúmlega 40 eru látnir og um fjórtán hundruð smitaðir á heimsvísu af WUHAN-veirunni svokölluðu. Faraldurinn hefur haft víðtæk áhrif á Kína þar sem þar sem neyðarástandi hefur verið lýst yfir í stórborgum til að hefta úbreiðslu. 25. janúar 2020 18:30 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Lýsa yfir neyðarástandi í Hong Kong vegna Wuhan-veirunnar Heilbrigðisyfirvöld í borginni hafa staðfest fimm tilfelli þar sem fólk hefur greinst með umrædda veiru og eru 122 aðrir grunaðir um að hafa smitast af veirunni. 25. janúar 2020 14:14
Fjöldi látinna af völdum Wuhan-veirunnar tekur stökk Samtals hefur nú 41 látist af völdum Wuhan-veirunnar svokölluðu, nýs afbrigðis af kórónaveirunni. 25. janúar 2020 08:32
Wuhan-veiran vekur upp slæmar minningar um Sars-faraldurinn Rúmlega 40 eru látnir og um fjórtán hundruð smitaðir á heimsvísu af WUHAN-veirunni svokölluðu. Faraldurinn hefur haft víðtæk áhrif á Kína þar sem þar sem neyðarástandi hefur verið lýst yfir í stórborgum til að hefta úbreiðslu. 25. janúar 2020 18:30