Bóndakúr Guðfinna Harpa Árnadóttir skrifar 24. janúar 2020 09:00 Að jólahátíðinni afstaðinni finnst okkur mörgum að eftir nokkurra vikna marineringu í lífsins lystisemdum, með söru í annarri hendi og nóa í hinni og jafnvel jólabland á kantinum, sé kominn tími til að þurrka rauðvínssósuna af efri vörinni og svitna út syndunum. Matarplön og bækur um mismunandi hollustumataræði seljast í bílförmum og öll verðum við sérfræðingar í léttum vegan-réttum, lágkolvetna og ketó svo eitthvað sé nefnt. Á sama tíma fyllast líkamsræktarstöðvarnar af Íslendingum með háleit markmið. Samkvæmt viðtölum við þekktustu einkaþjálfara landsins fer svo að fækka í hópnum upp úr miðjum janúar og um þetta leyti árs er aðgengi að hlaupabrettum landsins orðið svipað og á venjulegum októberþriðjudegi. Í sumum tilfellum er nýja matarplanið líka gleymt og grafið. Það er synd því um þessar mundir fyllast kæliborð verslana af frábærum matarkosti fyrir lkl-ara og ketó-fólk en ýmis þorramatur s.s. lundabaggar, bringukollar, sviðasulta og hrútspungar passa vel inn í slíkt mataræði. Þrjár fyrst nefndu matartegundirnar eru bæði fitu- og próteinríkar en án kolvetna og hrútspungar einstaklega próteinríkir. Þessar afurðir okkar sauðfjárbænda eru auk þess stútfullar af mörgum vítamínum, steinefnum og amínósýrum sem eru okkur mannfólkinu nauðsynleg til vaxtar og viðhalds. Má þar til dæmis nefna að það er heilmikið magnesíum í súrsuðum hrútspungum og sviðasulta er mjög járnrík. Slátrið, sem margir tengja líka þorranum, hentar síður fólki á lágkolvetnakúrum þar sem í því er mjöl. Lifrarpylsa og blóðmör ætti hins vegar að vera hluti af fjölbreyttu fæði allra vegna þess hversu ríkt það er af fjölbreyttum næringarefnum og er hvort tveggja ofurfæða. Fyrir þau sem kunna að meta súrsuðu útgáfuna af okkar frábæru afurðum má nefna að súrsunarferlinu fylgja miklir kostir en súrsunin eykur meltanleika og næringargildi matarins. Sýrður matur fer vel í maga og sýringin varðveitir vel t.d. B-vítamín og önnur vítamín og næringarefni í matnum. En þá er ekki allt talið því kalk og önnur næringarefni úr mysunni síast inn í súrmatinn og gera hann enn hollari súran en ósúran. Fyrir þá sem ekki neyta dýraafurða eða ætla að framlengja „veganúar“ inn í þorrann má nefna að Hótel Saga, sem leggur áherslu á íslensk hráefni, býður í fyrsta sinn til vegan blóts. Bóndakúr snýst þó ekki bara um hollt mataræði. Á hverjum degi stunda bændur um allt land holla hreyfingu við að fóðra sínar skepnur og önnur verk sem fylgja því að reka búið. Eins fylgir starfinu mikil og góð útivist. Á þorranum bæta bændur svo dansi við hreyfinguna og sækja þorrablót hver í sinni sveit til að hlæja að sjálfum sér og kannski ennþá frekar að nágrannanum. Þannig næst rækt í sálina jafnt og líkamann. Ég hvet ykkur til að halda áramótaheitið út aðeins lengur og heilsa þorranum með því að detta í bóndakúr með hollum þjóðlegum mat, hollri hreyfingu og hlátri. Ég óska ykkur öllum gleðilegs þorra. Höfundur er formaður Landssamtaka sauðfjárbænda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Vegan Þorrablót Mest lesið Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Að jólahátíðinni afstaðinni finnst okkur mörgum að eftir nokkurra vikna marineringu í lífsins lystisemdum, með söru í annarri hendi og nóa í hinni og jafnvel jólabland á kantinum, sé kominn tími til að þurrka rauðvínssósuna af efri vörinni og svitna út syndunum. Matarplön og bækur um mismunandi hollustumataræði seljast í bílförmum og öll verðum við sérfræðingar í léttum vegan-réttum, lágkolvetna og ketó svo eitthvað sé nefnt. Á sama tíma fyllast líkamsræktarstöðvarnar af Íslendingum með háleit markmið. Samkvæmt viðtölum við þekktustu einkaþjálfara landsins fer svo að fækka í hópnum upp úr miðjum janúar og um þetta leyti árs er aðgengi að hlaupabrettum landsins orðið svipað og á venjulegum októberþriðjudegi. Í sumum tilfellum er nýja matarplanið líka gleymt og grafið. Það er synd því um þessar mundir fyllast kæliborð verslana af frábærum matarkosti fyrir lkl-ara og ketó-fólk en ýmis þorramatur s.s. lundabaggar, bringukollar, sviðasulta og hrútspungar passa vel inn í slíkt mataræði. Þrjár fyrst nefndu matartegundirnar eru bæði fitu- og próteinríkar en án kolvetna og hrútspungar einstaklega próteinríkir. Þessar afurðir okkar sauðfjárbænda eru auk þess stútfullar af mörgum vítamínum, steinefnum og amínósýrum sem eru okkur mannfólkinu nauðsynleg til vaxtar og viðhalds. Má þar til dæmis nefna að það er heilmikið magnesíum í súrsuðum hrútspungum og sviðasulta er mjög járnrík. Slátrið, sem margir tengja líka þorranum, hentar síður fólki á lágkolvetnakúrum þar sem í því er mjöl. Lifrarpylsa og blóðmör ætti hins vegar að vera hluti af fjölbreyttu fæði allra vegna þess hversu ríkt það er af fjölbreyttum næringarefnum og er hvort tveggja ofurfæða. Fyrir þau sem kunna að meta súrsuðu útgáfuna af okkar frábæru afurðum má nefna að súrsunarferlinu fylgja miklir kostir en súrsunin eykur meltanleika og næringargildi matarins. Sýrður matur fer vel í maga og sýringin varðveitir vel t.d. B-vítamín og önnur vítamín og næringarefni í matnum. En þá er ekki allt talið því kalk og önnur næringarefni úr mysunni síast inn í súrmatinn og gera hann enn hollari súran en ósúran. Fyrir þá sem ekki neyta dýraafurða eða ætla að framlengja „veganúar“ inn í þorrann má nefna að Hótel Saga, sem leggur áherslu á íslensk hráefni, býður í fyrsta sinn til vegan blóts. Bóndakúr snýst þó ekki bara um hollt mataræði. Á hverjum degi stunda bændur um allt land holla hreyfingu við að fóðra sínar skepnur og önnur verk sem fylgja því að reka búið. Eins fylgir starfinu mikil og góð útivist. Á þorranum bæta bændur svo dansi við hreyfinguna og sækja þorrablót hver í sinni sveit til að hlæja að sjálfum sér og kannski ennþá frekar að nágrannanum. Þannig næst rækt í sálina jafnt og líkamann. Ég hvet ykkur til að halda áramótaheitið út aðeins lengur og heilsa þorranum með því að detta í bóndakúr með hollum þjóðlegum mat, hollri hreyfingu og hlátri. Ég óska ykkur öllum gleðilegs þorra. Höfundur er formaður Landssamtaka sauðfjárbænda.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun