Brexit og tollkvótar Sigmar Vilhjálmsson skrifar 23. janúar 2020 16:00 Forsendubrestur Í gildi eru tollasamningar við Evrópusambandið og með útgöngu Breta úr Evrópusambandinu þá eru þessir tollasamningar í algjöru uppnámi. Markaðssvæði Evrópusambandsins er 513 milljónir manna. Útganga Bretlands þýðir að 66-67 milljónir manna eru ekki lengur hluti af þessu markaðssvæði. Það þýðir að með útgöngu Breta hefur markaðssvæðið sem samningurinn nær yfir minnkað með einu pennastriki um 13%. Þessi mikli munur er klár forsendubrestur þeirra tollasamninga sem eru í gildi. Samningur við Breta Búið er að leggja drög að samningum við Breta um inn- og útflutning í ljósi stöðunnar en ekkert hefur heyrst um endurupptöku á samningum við Evrópusambandið í ljósi þessara miklu breytinga á markaðssvæði ESB. Samningurinn við Breta kveður á um inn- og útflutning á vörum á milli landanna í ljósi Brexit. Þannig verður engin breyting á gildandi tollum, né heldur tollalausum viðskiptum iðnaðarvara. Þá verða kvótar fyrir tollfrjáls viðskipti með landbúnaðar- og sjávarafurðir einnig óbreyttir. Það þýðir að búið er að gera samninga um aukin innflutning ofan á þá tollasamninga sem í gildi eru án þess að hafa á sama tíma lækkað það magn sem flytja má inn frá Evrópusambandinu. Til upprifjunar þá kveða tollasamningar okkar við Evrópusambandið á um að við fáum að flytja út 0,17 kg. af landbúnaðarvörum á hvert mannsbarn í Evrópu á meðan Evrópusambandið má flytja inn 11,2 kg. af landbúnaðarvörum til Íslands. Tollasamningurinn sem er í gildi er með öllu óháður afurðaverðmætum og í ljósi þess að ekkert hefur orðið af útrás mjólkurafurða, eins og samningurinn gerði ráð fyrir, þá hefur af þessum samningi hlotist gríðarlegur viðskiptahalli. Er því full ástæða fyrir Íslensk stjórnvöld að hefja viðræður á grundvelli forsendubrests. Nýir samningar Nýir tollasamningar við Evrópusambandið ættu að vera í eðlilegra hlutfalli á milli markaðssvæða, hvort sem það væri útfrá afurðarverðmætum eða magni. Ef við myndum flytja hlutfallslega sama magn inn til Íslands og við megum flytja til Evrópu, þá mætti flytja inn 66 tonn frá Evrópusambandinu án tolla en ekki 3.812 tonn. Nú eða að flytja 5.725.621 tonn til Evrópu en ekki bara 8.800 tonn. Nýr samningur, hvor leiðin sem valin yrði, gæfi Íslenskum framleiðendum tækifæri á því að fjárfesta í nýsköpun, stækkun og vöruþróun í hverri grein fyrir sig. Slíkt er til hagsbóta fyrir innanlandsmarkað. Höfundur er talsmaður FESK, Félags eggjabænda, svínabænda og kjúklingabænda, á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Sigmar Vilhjálmsson Utanríkismál Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Hallgrímur, málið snýst því miður ekki bara um kebab Snorri Másson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Sjá meira
Forsendubrestur Í gildi eru tollasamningar við Evrópusambandið og með útgöngu Breta úr Evrópusambandinu þá eru þessir tollasamningar í algjöru uppnámi. Markaðssvæði Evrópusambandsins er 513 milljónir manna. Útganga Bretlands þýðir að 66-67 milljónir manna eru ekki lengur hluti af þessu markaðssvæði. Það þýðir að með útgöngu Breta hefur markaðssvæðið sem samningurinn nær yfir minnkað með einu pennastriki um 13%. Þessi mikli munur er klár forsendubrestur þeirra tollasamninga sem eru í gildi. Samningur við Breta Búið er að leggja drög að samningum við Breta um inn- og útflutning í ljósi stöðunnar en ekkert hefur heyrst um endurupptöku á samningum við Evrópusambandið í ljósi þessara miklu breytinga á markaðssvæði ESB. Samningurinn við Breta kveður á um inn- og útflutning á vörum á milli landanna í ljósi Brexit. Þannig verður engin breyting á gildandi tollum, né heldur tollalausum viðskiptum iðnaðarvara. Þá verða kvótar fyrir tollfrjáls viðskipti með landbúnaðar- og sjávarafurðir einnig óbreyttir. Það þýðir að búið er að gera samninga um aukin innflutning ofan á þá tollasamninga sem í gildi eru án þess að hafa á sama tíma lækkað það magn sem flytja má inn frá Evrópusambandinu. Til upprifjunar þá kveða tollasamningar okkar við Evrópusambandið á um að við fáum að flytja út 0,17 kg. af landbúnaðarvörum á hvert mannsbarn í Evrópu á meðan Evrópusambandið má flytja inn 11,2 kg. af landbúnaðarvörum til Íslands. Tollasamningurinn sem er í gildi er með öllu óháður afurðaverðmætum og í ljósi þess að ekkert hefur orðið af útrás mjólkurafurða, eins og samningurinn gerði ráð fyrir, þá hefur af þessum samningi hlotist gríðarlegur viðskiptahalli. Er því full ástæða fyrir Íslensk stjórnvöld að hefja viðræður á grundvelli forsendubrests. Nýir samningar Nýir tollasamningar við Evrópusambandið ættu að vera í eðlilegra hlutfalli á milli markaðssvæða, hvort sem það væri útfrá afurðarverðmætum eða magni. Ef við myndum flytja hlutfallslega sama magn inn til Íslands og við megum flytja til Evrópu, þá mætti flytja inn 66 tonn frá Evrópusambandinu án tolla en ekki 3.812 tonn. Nú eða að flytja 5.725.621 tonn til Evrópu en ekki bara 8.800 tonn. Nýr samningur, hvor leiðin sem valin yrði, gæfi Íslenskum framleiðendum tækifæri á því að fjárfesta í nýsköpun, stækkun og vöruþróun í hverri grein fyrir sig. Slíkt er til hagsbóta fyrir innanlandsmarkað. Höfundur er talsmaður FESK, Félags eggjabænda, svínabænda og kjúklingabænda, á Íslandi.
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar