Ræktum meira grænmeti á Íslandi! Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir skrifar 22. janúar 2020 14:00 Skapast hefur hefð fyrir því að halda málþing í Veganúar um hin ýmsu málefni tengd veganisma. Að þessu sinni verður fjallað um stöðu grænmetisræktar á Íslandi með tilliti til sjálfbærni og nýsköpunar. Málefnið varðar ekki einungis hagsmuni grænkera, heldur samfélagsins í heild. Grænmeti er hollt fyrir fólk og mikilvægt er að efla grænmetisrækt á landinu. Embætti Landlæknis hefur hvatt til þess að fólk í landinu borði meira grænmeti og allar helstu alþjóðastofnanir á sviði heilsu og næringar mæla með aukinni neyslu ávaxta og grænmetis til að sporna við lífstílssjúkdómum. Með tilliti til alþjóðlegra skuldbindinga Íslendinga í loftslagsmálum, matvælaöryggis og heilsufars fólks í landinu þá ættum við sannarlega að vera að spá í þessum málum. Ef við viljum stuðla að sjálfbæru samfélagi, þá viljum við auðvitað geta fengið sem flest matvæli úr nærumhverfinu. Þótt margt sé nú þegar vel gert þá getum við á Íslandi gert margt betur þegar kemur að grænmetisrækt. Ein af dýrmætustu auðlindum okkar er jarðvarminn og hann mætti mögulega nota meira til grænmetisræktar meira en þegar er gert. Þá er mikilvægt að skoða hvort ekki sé hægt að leyfa grænmetisræktendum að njóta sambærilegra afsláttarkjara af rafmagni og stóriðjan fær. Á Íslandi er einna helst stutt við framleiðslu þrennskonar grænmetis á Íslandi; papriku, gúrku og tómatarækt. Ef það væri eina grænmetið sem ég borðaði þá er nokkuð ljóst að máltíðirnar mínar væru langt frá því að vera girnilegar og hvað þá næringarríkar. Það eru sannarlega til fleiri hollar tegundir grænmetis sem auðvelt er að rækta hér á landi. Er ekki kominn tími til þess að taka loksins skrefið og stuðla að almennt aukinni grænmetisrækt á Íslandi? Í miklu meira magni og óháð tegundum? Eftirspurn grænkerafæðis hefur aukist gífurlega ef marka má breytingar á vöruúrvali í matvörubúðum á Íslandi síðastliðin ár. Nýsköpun á sviðinu hefur verið töluverð erlendis. Á þessu sviði eru fólgin mikil tækifæri í nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi, sem íslenskir matvælaframleiðendur eru margir hverjir farnir að átta sig á – og vonandi fjölgar þeim enn meir. Til þess að öðlast góða yfirsýn á málaflokkinn efna Samtök grænkera á Íslandi og Landvernd til málþings sem fer fram á Hallveigarstöðum á morgun, fimmtudag kl. 20:00. Höfum við fengið ýmsa sérfræðinga með okkur í þeim tilgangi að öðlast góða yfirsýn á málaflokkinn og hvað mætti betur fara. Á málþinginu fá gestir að heyra reynslusögur grænmetisbænda, sýn ráðuneyta, Landverndar og Samtaka grænkera á málaflokkinn ásamt stefnu ólíkra stjórnmálaflokka. Ég hvet áhugasama til að mæta. Vonandi verður málþingið til þess að skapa meiri umræðu um þessi mál í samfélaginu. Höfundur er félagsfræðingur og meðstjórnandi í Samtökum grænkera. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðyrkja Landbúnaður Vegan Mest lesið Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Sjá meira
Skapast hefur hefð fyrir því að halda málþing í Veganúar um hin ýmsu málefni tengd veganisma. Að þessu sinni verður fjallað um stöðu grænmetisræktar á Íslandi með tilliti til sjálfbærni og nýsköpunar. Málefnið varðar ekki einungis hagsmuni grænkera, heldur samfélagsins í heild. Grænmeti er hollt fyrir fólk og mikilvægt er að efla grænmetisrækt á landinu. Embætti Landlæknis hefur hvatt til þess að fólk í landinu borði meira grænmeti og allar helstu alþjóðastofnanir á sviði heilsu og næringar mæla með aukinni neyslu ávaxta og grænmetis til að sporna við lífstílssjúkdómum. Með tilliti til alþjóðlegra skuldbindinga Íslendinga í loftslagsmálum, matvælaöryggis og heilsufars fólks í landinu þá ættum við sannarlega að vera að spá í þessum málum. Ef við viljum stuðla að sjálfbæru samfélagi, þá viljum við auðvitað geta fengið sem flest matvæli úr nærumhverfinu. Þótt margt sé nú þegar vel gert þá getum við á Íslandi gert margt betur þegar kemur að grænmetisrækt. Ein af dýrmætustu auðlindum okkar er jarðvarminn og hann mætti mögulega nota meira til grænmetisræktar meira en þegar er gert. Þá er mikilvægt að skoða hvort ekki sé hægt að leyfa grænmetisræktendum að njóta sambærilegra afsláttarkjara af rafmagni og stóriðjan fær. Á Íslandi er einna helst stutt við framleiðslu þrennskonar grænmetis á Íslandi; papriku, gúrku og tómatarækt. Ef það væri eina grænmetið sem ég borðaði þá er nokkuð ljóst að máltíðirnar mínar væru langt frá því að vera girnilegar og hvað þá næringarríkar. Það eru sannarlega til fleiri hollar tegundir grænmetis sem auðvelt er að rækta hér á landi. Er ekki kominn tími til þess að taka loksins skrefið og stuðla að almennt aukinni grænmetisrækt á Íslandi? Í miklu meira magni og óháð tegundum? Eftirspurn grænkerafæðis hefur aukist gífurlega ef marka má breytingar á vöruúrvali í matvörubúðum á Íslandi síðastliðin ár. Nýsköpun á sviðinu hefur verið töluverð erlendis. Á þessu sviði eru fólgin mikil tækifæri í nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi, sem íslenskir matvælaframleiðendur eru margir hverjir farnir að átta sig á – og vonandi fjölgar þeim enn meir. Til þess að öðlast góða yfirsýn á málaflokkinn efna Samtök grænkera á Íslandi og Landvernd til málþings sem fer fram á Hallveigarstöðum á morgun, fimmtudag kl. 20:00. Höfum við fengið ýmsa sérfræðinga með okkur í þeim tilgangi að öðlast góða yfirsýn á málaflokkinn og hvað mætti betur fara. Á málþinginu fá gestir að heyra reynslusögur grænmetisbænda, sýn ráðuneyta, Landverndar og Samtaka grænkera á málaflokkinn ásamt stefnu ólíkra stjórnmálaflokka. Ég hvet áhugasama til að mæta. Vonandi verður málþingið til þess að skapa meiri umræðu um þessi mál í samfélaginu. Höfundur er félagsfræðingur og meðstjórnandi í Samtökum grænkera.
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar