Neitar að sitja undir því að mega heita morðingi og raðfréttafalsari Jakob Bjarnar skrifar 21. janúar 2020 15:25 Seint verður sagt að kært sé með þeim Reyni og Arnþrúði en þau mætast í dómsal í vikunni í máli Reynis á hendur útvarpsstjóranum. Reynir Traustason blaðamaður og rithöfundur telur það kúnstugt að Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður sé verjandi Arnþrúðar Karlsdóttur útvarpsstjóra. „Gríðarlega gaman að hann skuli vera þarna. Hann kallaði okkur á sínum tíma síbrotamenn á sviði ærumeiðinga,“ segir Reynir í samtali við Vísi. Ávallt sýknaður í meiðyrðamálum Á fimmtudaginn verður aðalmeðferð í máli Reynis á hendur Arnþrúði Karlsdóttur. Reynir vill ekki una því að sitja undir ummælum sem Arnþrúður lét falla í símatíma á Útvarpi Sögu: „Hvað heldurðu að hann hafi mörg mannslíf og fjölskylduhamingju á samviskunni, bæði frá því sem ritstjóri DV og ritstjóri Stundarinnar og þá stjórnarformaður Stundarinnar?“ var meðal þess sem haft var eftir Arnþrúði um Reyni. Gunnar Ingi og Vilhjálmur eru með þeim sjóaðari innan lögmannastéttarinnar í að fást við meiðyrðamál. Vilhjálmur lögmaður hefur talsverða reynslu í að sækja ærumeiðingamál á hendur Reyni en er nú í vörninni. Lögmaður Reynis er hins vegar Gunnar Ingi Jóhannsson en bæði hann og Vilhjálmur hljóta að teljast helstu sérfræðingar landsins á þessu sviði, í því sem snýr að ærumeiðingum og málum tengdum fjölmiðlum. Reynir segir hins vegar að greinargerð Arnþrúðar hljóti að teljast siðanefndamál fyrir Lögmannafélagið. „Í öllum siðuðum samfélögum er það svo að þegar menn eru sýknaðir í málum er þeim ekki velt uppúr því. En í greinagerð Arnþrúðar er tíundað að ég hafi margsinnis verið dreginn fyrir dóm fyrir ærumeiðingar þess látið ógetið að ég hef alltaf verið sýknaður; í hverju einasta tilviki.“ Sagður framleiða falsfréttir á færibandi Reynir segist vera slakur. Þetta fari fyrir dóm og vonandi fái málið réttláta málsmeðferð. „Í mínum huga er enginn vafi, þessi orð voru sögð og þau verða rekin til baka. Hún sagði að ég hafi falsað fréttir. Svo sagði hún að ég hafi kostað mörg mannslíf fyrir utan allan trega sem ég beri ábyrgð á. Það þýðir bara tvennt að ég sé manndrápari eða morðingi og svo að hafa falsað fréttir til að valda fólki harmi. Ég þekki engin dæmi um slíkt,“ segir Reynir. Arnþrúður og Pétur Gunnlaugsson ráða ríkjum á Útvarpi Sögu en símatími stöðvarinnar er afar umdeildur og hefur valdið usla. Hann segir þetta eins alvarlegt og það geti orðið, að fá að sitja undir því að hafa drepið fólki og svo sem blaðamaður að hafa framleitt falsfréttir á færibandi. Og engin rök færð fyrir þeim staðhæfingum eða dæmi nefnd. Neitar að sitja undir öðru eins „Hvað veldur því að konan talar svona? Og ekki minnsta tilraun gerð til að biðja fólk afsökunar eða jafna málið út. Ég er seinþreyttur til vandræða, er litið fyrir að fara með mál fyrir dómsstóla en þetta er of alvarlegt til að hægt sé að sitja undir því. Jafnvel þó það sé Arnþrúður Karlsdóttir sem segir þetta.“ Reynir segist ekki muna hver miskabótakrafan sé. Aðalatriðið í hans huga er að orð Arnþrúðar verði dæmd dauð og ómerk. „Og það verður þá bara þannig að eftir megi hún heita ómerkingur. Annað hvort verður það staðfest að ég sé morðingi eða hún dæmdur ómerkingur,“ segir Reynir og að ekkert sé þar á milli. Dómsmál Fjölmiðlar Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Sjá meira
Reynir Traustason blaðamaður og rithöfundur telur það kúnstugt að Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður sé verjandi Arnþrúðar Karlsdóttur útvarpsstjóra. „Gríðarlega gaman að hann skuli vera þarna. Hann kallaði okkur á sínum tíma síbrotamenn á sviði ærumeiðinga,“ segir Reynir í samtali við Vísi. Ávallt sýknaður í meiðyrðamálum Á fimmtudaginn verður aðalmeðferð í máli Reynis á hendur Arnþrúði Karlsdóttur. Reynir vill ekki una því að sitja undir ummælum sem Arnþrúður lét falla í símatíma á Útvarpi Sögu: „Hvað heldurðu að hann hafi mörg mannslíf og fjölskylduhamingju á samviskunni, bæði frá því sem ritstjóri DV og ritstjóri Stundarinnar og þá stjórnarformaður Stundarinnar?“ var meðal þess sem haft var eftir Arnþrúði um Reyni. Gunnar Ingi og Vilhjálmur eru með þeim sjóaðari innan lögmannastéttarinnar í að fást við meiðyrðamál. Vilhjálmur lögmaður hefur talsverða reynslu í að sækja ærumeiðingamál á hendur Reyni en er nú í vörninni. Lögmaður Reynis er hins vegar Gunnar Ingi Jóhannsson en bæði hann og Vilhjálmur hljóta að teljast helstu sérfræðingar landsins á þessu sviði, í því sem snýr að ærumeiðingum og málum tengdum fjölmiðlum. Reynir segir hins vegar að greinargerð Arnþrúðar hljóti að teljast siðanefndamál fyrir Lögmannafélagið. „Í öllum siðuðum samfélögum er það svo að þegar menn eru sýknaðir í málum er þeim ekki velt uppúr því. En í greinagerð Arnþrúðar er tíundað að ég hafi margsinnis verið dreginn fyrir dóm fyrir ærumeiðingar þess látið ógetið að ég hef alltaf verið sýknaður; í hverju einasta tilviki.“ Sagður framleiða falsfréttir á færibandi Reynir segist vera slakur. Þetta fari fyrir dóm og vonandi fái málið réttláta málsmeðferð. „Í mínum huga er enginn vafi, þessi orð voru sögð og þau verða rekin til baka. Hún sagði að ég hafi falsað fréttir. Svo sagði hún að ég hafi kostað mörg mannslíf fyrir utan allan trega sem ég beri ábyrgð á. Það þýðir bara tvennt að ég sé manndrápari eða morðingi og svo að hafa falsað fréttir til að valda fólki harmi. Ég þekki engin dæmi um slíkt,“ segir Reynir. Arnþrúður og Pétur Gunnlaugsson ráða ríkjum á Útvarpi Sögu en símatími stöðvarinnar er afar umdeildur og hefur valdið usla. Hann segir þetta eins alvarlegt og það geti orðið, að fá að sitja undir því að hafa drepið fólki og svo sem blaðamaður að hafa framleitt falsfréttir á færibandi. Og engin rök færð fyrir þeim staðhæfingum eða dæmi nefnd. Neitar að sitja undir öðru eins „Hvað veldur því að konan talar svona? Og ekki minnsta tilraun gerð til að biðja fólk afsökunar eða jafna málið út. Ég er seinþreyttur til vandræða, er litið fyrir að fara með mál fyrir dómsstóla en þetta er of alvarlegt til að hægt sé að sitja undir því. Jafnvel þó það sé Arnþrúður Karlsdóttir sem segir þetta.“ Reynir segist ekki muna hver miskabótakrafan sé. Aðalatriðið í hans huga er að orð Arnþrúðar verði dæmd dauð og ómerk. „Og það verður þá bara þannig að eftir megi hún heita ómerkingur. Annað hvort verður það staðfest að ég sé morðingi eða hún dæmdur ómerkingur,“ segir Reynir og að ekkert sé þar á milli.
Dómsmál Fjölmiðlar Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Sjá meira