Wuhan-veiran komin til Taívan og sex dánir Samúel Karl Ólason skrifar 21. janúar 2020 11:37 Öryggisvörður kannar hitastig konu sem er á leið í flug á alþjóðaflugvellinum í Wuhan. AP/Dake Kang Yfirvöld Taívan hafa staðfest að taívönsk kona hefur smitast af kórónaveirunni sem dreifst hefur um Kína síðustu daga. Veiran hefur verið kennd við borgina Wuhan í Kína þar sem fyrstu tilfellin litu dagsins ljós en konan frá Taívan er nýkomin heim úr vinnuferð til Wuhan. Vitað er að tæplega 300 manns hafa smitast og hefur verið staðfest að veiran geti borist á milli manna. Minnst sex eru nú látnir vegna veirunnar. Einnig hefur fólk frá Taílandi, Japan og Suður-Kóreu smitast af veirunni. Öll þeirra höfðu nýverið ferðast til Wuhan. Þá hefur ástralskur maður verið settur í einangrun á meðan rannsóknir fyrir fram. Samkvæmt frétt BBC er talið mögulegt að veiran tengist sjávarmarkaði í borginni, þar sem lifandi dýr eru einnig seld. Forsvarsmenn Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar munu koma saman á morgun og ræða hvort lýsa eigi fyrir alþjóðlegu neyðarástandi. Það yrði þá til marks um að þörf væri á umfangsmiklum og samræmdum aðgerðum. Yfirvöld margra ríkja í nálægð við Kína hafa tilkynnt hertara eftirlit með kínverskum ferðalöngum. Þó er óttast að útbreiðsla veirunnar muni aukast á næstu dögum þar sem margir Kínverjar munu leggja land undir fót vegna nýárshátíðar þar í landi. Ríkisstjórn Kína hefur varið héraðsstjórar og borgarstjórnir gegn því að halda upplýsingum um smit leyndum og segja að það gæti gert ástandið mun verra. Nauðsynlegt sé að halda íbúum og öðrum upplýstum. Útbreiðsla veirunnar minnir að mörgu leyti á fuglaflensuna, sem 774 dóu vegna á fyrrihluta fyrsta áratugar aldarinnar. Báðar veirurnar eru kórónaveirur og þykja náskyldar. Kína Taívan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Engin ástæða til að óttast Wuhan-veiruna hér á landi enn sem komið er Fjöldi einstaklinga, sem greinst hefur með hinn dularfulla kórónavírus, þrefaldaðist um helgina og eru 200 tilfelli sögð hafa komið upp í Kína. Sóttvarnarlæknir segir enga ástæðu ennþá til að bregðast sérstaklega við en heilbrigðisþjónustunni hér á landi hafi verið gert viðvart. 20. janúar 2020 19:00 Staðfesta smit manna á milli Fjórði einstaklingurinn hefur nú látist í Kína af völdum kórónaveirunnar sem dreifst hefur um landið síðustu daga. 21. janúar 2020 07:01 Wuhan-veiran dreifist hratt Yfirvöld í Kína segja að fjöldi greindra einstaklinga með hinn dularfulla Kórónavírus hafi tekið kipp um helgina. 20. janúar 2020 07:09 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Yfirvöld Taívan hafa staðfest að taívönsk kona hefur smitast af kórónaveirunni sem dreifst hefur um Kína síðustu daga. Veiran hefur verið kennd við borgina Wuhan í Kína þar sem fyrstu tilfellin litu dagsins ljós en konan frá Taívan er nýkomin heim úr vinnuferð til Wuhan. Vitað er að tæplega 300 manns hafa smitast og hefur verið staðfest að veiran geti borist á milli manna. Minnst sex eru nú látnir vegna veirunnar. Einnig hefur fólk frá Taílandi, Japan og Suður-Kóreu smitast af veirunni. Öll þeirra höfðu nýverið ferðast til Wuhan. Þá hefur ástralskur maður verið settur í einangrun á meðan rannsóknir fyrir fram. Samkvæmt frétt BBC er talið mögulegt að veiran tengist sjávarmarkaði í borginni, þar sem lifandi dýr eru einnig seld. Forsvarsmenn Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar munu koma saman á morgun og ræða hvort lýsa eigi fyrir alþjóðlegu neyðarástandi. Það yrði þá til marks um að þörf væri á umfangsmiklum og samræmdum aðgerðum. Yfirvöld margra ríkja í nálægð við Kína hafa tilkynnt hertara eftirlit með kínverskum ferðalöngum. Þó er óttast að útbreiðsla veirunnar muni aukast á næstu dögum þar sem margir Kínverjar munu leggja land undir fót vegna nýárshátíðar þar í landi. Ríkisstjórn Kína hefur varið héraðsstjórar og borgarstjórnir gegn því að halda upplýsingum um smit leyndum og segja að það gæti gert ástandið mun verra. Nauðsynlegt sé að halda íbúum og öðrum upplýstum. Útbreiðsla veirunnar minnir að mörgu leyti á fuglaflensuna, sem 774 dóu vegna á fyrrihluta fyrsta áratugar aldarinnar. Báðar veirurnar eru kórónaveirur og þykja náskyldar.
Kína Taívan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Engin ástæða til að óttast Wuhan-veiruna hér á landi enn sem komið er Fjöldi einstaklinga, sem greinst hefur með hinn dularfulla kórónavírus, þrefaldaðist um helgina og eru 200 tilfelli sögð hafa komið upp í Kína. Sóttvarnarlæknir segir enga ástæðu ennþá til að bregðast sérstaklega við en heilbrigðisþjónustunni hér á landi hafi verið gert viðvart. 20. janúar 2020 19:00 Staðfesta smit manna á milli Fjórði einstaklingurinn hefur nú látist í Kína af völdum kórónaveirunnar sem dreifst hefur um landið síðustu daga. 21. janúar 2020 07:01 Wuhan-veiran dreifist hratt Yfirvöld í Kína segja að fjöldi greindra einstaklinga með hinn dularfulla Kórónavírus hafi tekið kipp um helgina. 20. janúar 2020 07:09 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Engin ástæða til að óttast Wuhan-veiruna hér á landi enn sem komið er Fjöldi einstaklinga, sem greinst hefur með hinn dularfulla kórónavírus, þrefaldaðist um helgina og eru 200 tilfelli sögð hafa komið upp í Kína. Sóttvarnarlæknir segir enga ástæðu ennþá til að bregðast sérstaklega við en heilbrigðisþjónustunni hér á landi hafi verið gert viðvart. 20. janúar 2020 19:00
Staðfesta smit manna á milli Fjórði einstaklingurinn hefur nú látist í Kína af völdum kórónaveirunnar sem dreifst hefur um landið síðustu daga. 21. janúar 2020 07:01
Wuhan-veiran dreifist hratt Yfirvöld í Kína segja að fjöldi greindra einstaklinga með hinn dularfulla Kórónavírus hafi tekið kipp um helgina. 20. janúar 2020 07:09