Betri mönnun - bættur vinnutími Sandra B. Franks skrifar 20. janúar 2020 09:00 Undanfarinn áratug hefur síendurtekin samfélags- og stjórnmálaumræða verið um mönnunarvanda hjúkrunar. Allt frá árinu 2007 og jafnvel fyrr, hefur margsinnis verið á það bent í fjölmiðlum að skortur sé á starfsfólki sem vinnur við hjúkrun og að slíkur skortur ógni gæðum þjónustunnar og öryggi sjúklinga. Í rúman áratug hafa fagstéttir hjúkrunar ítrekað áréttað þennan vanda sem við nú stöndum frammi fyrir. Þrátt fyrir yfirgripsmikla umræðu og ábendingar um skort á sjúkraliðum og hjúkrunarfræðingum hefur stjórnvöldum enn ekki tekist að manna í störfin til að tryggja öryggi sjúklinga og gæði heilbrigðisþjónustunnar. Undanfarnar vikur hafa helstu fjölmiðlar landsins greint frá óásættanlegri stöðu heilbrigðiskerfisins og bent meðal annars á meintan stjórnendavanda, húsnæðisvanda, skipulagsvanda og fjármögnunarvanda. Sú birtingarmynd sem dregin er upp í fjölmiðlum um vandamál Bráðamóttöku er ósanngjörn, því það er heilbrigðiskerfið í heild sinni sem þarf að virka svo unnt sé að leysa vanda Landspítalans. Þegar starfsemisupplýsingar Landspítalans eru skoðaðar kemur í ljós að fjöldi þeirra sem leita á Bráðamóttökuna hefur verið svipaður á milli ára. Hins vegar hefur fjöldi aldraða sem bíða úrræðis utan Landspítalans farið vaxandi. Hluti vandamálsins liggur því í óleystum mönnunarvanda hjúkrunarstétta. Það er brýnt að styrkja stöðu hjúkrunarheimila og tryggja mönnun fagstétta. Undnafarna tíu mánuði hefur Sjúkraliðafélag Íslands, sem situr í samninganefnd BSRB, átt í viðræðum við samninganefndi ríkisins um kjaramál. Meginkrafa félagsmanna er að stytta vinnutímann úr 40 klukkustundir á viku í 35 stundir í dagvinnu og að vinnuvika vaktavinnufólks verði 80% af vinnutíma dagvinnufólks, án launaskerðingar. Það er ekki að ástæðulausu að sjúkraliðar vilja betra starfsumhverfi. Um það bil 2.100 starfandi sjúkraliðar eru í Sjúkraliðafélagi Íslands. Um 90% félagsmanna eru í vaktavinnu og er starfshlutfall þeirra að meðaltali um 75%. Reynslan sýnir að í 70-80% starfshlutfalli liggja velferðarmörk starfsmanna sem vinna við hjúkrun. Almennt eru sjúkraliðar því í hlutastarfi. Ekki vegna þess að þeir vilja ekki vera í fullu starfi, heldur vegna þess að þeir vinna í vaktavinnu sem hefur íþyngjandi áhrif á heilsufar þeirra og lífsgæði. Sjúkraliðar eru því nauðbeygðir í hlutastarf til að vernda eigið heilsufar. Verðmætamat á vinnuframlagi sjúkraliða sem vinnur á vöktum endurspeglast í viðhorfum til hlutastarfs, en engin getur lifað á hlutalaunum. Þeir sem þekkja til heilbrigðisþjónustunnar vita að starfsfólk sem vinnur við hjúkrun eru í raun burðarvirki heilbrigðisþjónustunnar og þar gegna sjúkraliðar í lykilhlutverki. Það er því í reynd nauðsynlegt ef tryggja á velferð heilbrigðiskerfisins að mæta kröfum Sjúkraliðafélags Íslands og BSRB um styttri vinnuviku og bæta vinnutíma vaktavinnufólks þannig að 80% vinnuframlag starfsmanna á vöktum verði skilgreint sem fullt starf. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Sandra B. Franks Mest lesið Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Sjá meira
Undanfarinn áratug hefur síendurtekin samfélags- og stjórnmálaumræða verið um mönnunarvanda hjúkrunar. Allt frá árinu 2007 og jafnvel fyrr, hefur margsinnis verið á það bent í fjölmiðlum að skortur sé á starfsfólki sem vinnur við hjúkrun og að slíkur skortur ógni gæðum þjónustunnar og öryggi sjúklinga. Í rúman áratug hafa fagstéttir hjúkrunar ítrekað áréttað þennan vanda sem við nú stöndum frammi fyrir. Þrátt fyrir yfirgripsmikla umræðu og ábendingar um skort á sjúkraliðum og hjúkrunarfræðingum hefur stjórnvöldum enn ekki tekist að manna í störfin til að tryggja öryggi sjúklinga og gæði heilbrigðisþjónustunnar. Undanfarnar vikur hafa helstu fjölmiðlar landsins greint frá óásættanlegri stöðu heilbrigðiskerfisins og bent meðal annars á meintan stjórnendavanda, húsnæðisvanda, skipulagsvanda og fjármögnunarvanda. Sú birtingarmynd sem dregin er upp í fjölmiðlum um vandamál Bráðamóttöku er ósanngjörn, því það er heilbrigðiskerfið í heild sinni sem þarf að virka svo unnt sé að leysa vanda Landspítalans. Þegar starfsemisupplýsingar Landspítalans eru skoðaðar kemur í ljós að fjöldi þeirra sem leita á Bráðamóttökuna hefur verið svipaður á milli ára. Hins vegar hefur fjöldi aldraða sem bíða úrræðis utan Landspítalans farið vaxandi. Hluti vandamálsins liggur því í óleystum mönnunarvanda hjúkrunarstétta. Það er brýnt að styrkja stöðu hjúkrunarheimila og tryggja mönnun fagstétta. Undnafarna tíu mánuði hefur Sjúkraliðafélag Íslands, sem situr í samninganefnd BSRB, átt í viðræðum við samninganefndi ríkisins um kjaramál. Meginkrafa félagsmanna er að stytta vinnutímann úr 40 klukkustundir á viku í 35 stundir í dagvinnu og að vinnuvika vaktavinnufólks verði 80% af vinnutíma dagvinnufólks, án launaskerðingar. Það er ekki að ástæðulausu að sjúkraliðar vilja betra starfsumhverfi. Um það bil 2.100 starfandi sjúkraliðar eru í Sjúkraliðafélagi Íslands. Um 90% félagsmanna eru í vaktavinnu og er starfshlutfall þeirra að meðaltali um 75%. Reynslan sýnir að í 70-80% starfshlutfalli liggja velferðarmörk starfsmanna sem vinna við hjúkrun. Almennt eru sjúkraliðar því í hlutastarfi. Ekki vegna þess að þeir vilja ekki vera í fullu starfi, heldur vegna þess að þeir vinna í vaktavinnu sem hefur íþyngjandi áhrif á heilsufar þeirra og lífsgæði. Sjúkraliðar eru því nauðbeygðir í hlutastarf til að vernda eigið heilsufar. Verðmætamat á vinnuframlagi sjúkraliða sem vinnur á vöktum endurspeglast í viðhorfum til hlutastarfs, en engin getur lifað á hlutalaunum. Þeir sem þekkja til heilbrigðisþjónustunnar vita að starfsfólk sem vinnur við hjúkrun eru í raun burðarvirki heilbrigðisþjónustunnar og þar gegna sjúkraliðar í lykilhlutverki. Það er því í reynd nauðsynlegt ef tryggja á velferð heilbrigðiskerfisins að mæta kröfum Sjúkraliðafélags Íslands og BSRB um styttri vinnuviku og bæta vinnutíma vaktavinnufólks þannig að 80% vinnuframlag starfsmanna á vöktum verði skilgreint sem fullt starf. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun