Lögregla heldur fjórum í varðhaldi en sleppir tveimur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. janúar 2020 15:42 Karlmennirnir fjórir eru í gæsluvarðhaldi á Hólmsheiði. Vísir/Vilhelm Fjórir karlmenn, sem grunaðir eru um aðild að umfangsmiklu sakamáli sem snýr meðal annars að framleiðslu fíkniefna og peningaþvætti, voru úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Gæsluvarðhaldið rennur út þann 7. febrúar en verjendur mannanna hafa þann kost að kæra úrskurðinn í héraði til Landsréttar. Upphaflega voru sex úrskurðaðir í gæsluvarðhald þann 19. janúar síðastliðinn en tveir ganga nú lausir þar sem lögregla taldi ekki ástæðu til að krefjast lengra varðhalds yfir þeim. Mennirnir sex voru handteknir þann 18. janúar síðastliðinn samhliða umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem ráðist var í húsleitir. Lagt var hald á fíkniefni, vopn og fjármuni. Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að rannsókn málsins miði ágætlega en frekari upplýsingar verði ekki veittar. Aðilar úr stóru skútumálunum handteknir Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er Einar Einarsson, áður Einar Jökull Einarsson, sem hefur í tvígang fengið þunga dóma fyrir fíkniefnabrot, á meðal hinna sex. Hann var í desember síðastliðnum dæmdur í sex ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir framleiðslu á átta kílóum af amfetamíni í sumarbústað í Borgarfirði. Tveir aðrir hlutu dóm í því máli. Þá fékk Einar þungan dóm í Pólstjörnumálinu svonefnda árið 2008; var dæmdur í níu og hálfs árs langt fangelsi fyrir tilraun til stórfellds fíkniefnainnflutnings með skútu. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur dómnum er varðar amfetamínframleiðsluna í Borgarfirði verið áfrýjað en Einar sat í gæsluvarðhaldi vegna þess máls þegar hann var handtekinn um helgina og færður til yfirheyrslu. Skaut fyrrverandi unnustu til bana Annar mannanna sex mun, samkvæmt upplýsingum Ríkisútvarpsins, vera Jónas Árni Lúðvíksson. Hann hefur komist í kast við lögin meðal annars í Papeyjarmálinu svokallaða árið 2009. Hlaut hann fimm ára dóm fyrir að hafa tekið við efnum við komuna til landsins á Djúpavogi. Jónas hafði árið 2007 verið ákærður fyrir að kókaínsmygl ásamt Rúnari Þór Róbertssyni. Voru þeir báðir sýknaðir í málinu en Rúnar Þór hlaut sömuleiðis dóm í Papeyjarmálinu. Þá mun Lárus Freyr Einarsson, sem hlaut fjórtán ára fangelsi í Danmörku árið 2011 fyrir að skjóta móður fyrrverandi unnustu sinnar til bana, vera meðal hinna sex. Hann fékk reynslulausn sumarið 2019, rauf skilyrði hennar um jólin og var handtekinn á Litla-Hrauni á sama tíma og hinir fimm voru handteknir, samkvæmt upplýsingum RÚV. Fíkn Lögreglumál Pólstjörnumálið Tengdar fréttir Að minnsta kosti þrír hafa kært gæsluvarðhaldsúrskurðinn til Landsréttar Að minnsta kosti þrír sexmenningana sem voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í gær hafa kært úrskurðinn til Landsréttar. Lögreglan fór fram á gæsluvarðhald vegna rannsóknar á skipulagðri brotastarfsemi sem snýr meðal annars að framleiðslu fíkniefna og peningaþvætti. 20. janúar 2020 12:00 Einn hinna handteknu hlotið tvo þunga dóma fyrir fíkniefnabrot Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er Einar Einarsson, sem hefur í tvígang fengið þunga dóma fyrir fíkniefnabrot, er á meðal þeirra sex manna sem Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í gæsluvarðhald á sunnudaginn. 21. janúar 2020 12:00 Sex í gæsluvarðhald eftir umfangsmiklar aðgerðir lögreglu Sex manns voru í dag úrskurðaðir í gæsluvarðhald að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar á skipulagðri brotastarfsemi sem snýr meðal annars að framleiðslu fíkniefna. 19. janúar 2020 21:14 Landsréttur staðfestir gæsluvarðhaldsúrskurð Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir þremur mönnum sem Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í varðhald á sunnudag vegna rannsóknar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á skipulagðri brotastarfsemi. 22. janúar 2020 12:30 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Leit við Meradali og úti á sjó vegna neyðarboðs Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Sjá meira
Fjórir karlmenn, sem grunaðir eru um aðild að umfangsmiklu sakamáli sem snýr meðal annars að framleiðslu fíkniefna og peningaþvætti, voru úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Gæsluvarðhaldið rennur út þann 7. febrúar en verjendur mannanna hafa þann kost að kæra úrskurðinn í héraði til Landsréttar. Upphaflega voru sex úrskurðaðir í gæsluvarðhald þann 19. janúar síðastliðinn en tveir ganga nú lausir þar sem lögregla taldi ekki ástæðu til að krefjast lengra varðhalds yfir þeim. Mennirnir sex voru handteknir þann 18. janúar síðastliðinn samhliða umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem ráðist var í húsleitir. Lagt var hald á fíkniefni, vopn og fjármuni. Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að rannsókn málsins miði ágætlega en frekari upplýsingar verði ekki veittar. Aðilar úr stóru skútumálunum handteknir Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er Einar Einarsson, áður Einar Jökull Einarsson, sem hefur í tvígang fengið þunga dóma fyrir fíkniefnabrot, á meðal hinna sex. Hann var í desember síðastliðnum dæmdur í sex ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir framleiðslu á átta kílóum af amfetamíni í sumarbústað í Borgarfirði. Tveir aðrir hlutu dóm í því máli. Þá fékk Einar þungan dóm í Pólstjörnumálinu svonefnda árið 2008; var dæmdur í níu og hálfs árs langt fangelsi fyrir tilraun til stórfellds fíkniefnainnflutnings með skútu. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur dómnum er varðar amfetamínframleiðsluna í Borgarfirði verið áfrýjað en Einar sat í gæsluvarðhaldi vegna þess máls þegar hann var handtekinn um helgina og færður til yfirheyrslu. Skaut fyrrverandi unnustu til bana Annar mannanna sex mun, samkvæmt upplýsingum Ríkisútvarpsins, vera Jónas Árni Lúðvíksson. Hann hefur komist í kast við lögin meðal annars í Papeyjarmálinu svokallaða árið 2009. Hlaut hann fimm ára dóm fyrir að hafa tekið við efnum við komuna til landsins á Djúpavogi. Jónas hafði árið 2007 verið ákærður fyrir að kókaínsmygl ásamt Rúnari Þór Róbertssyni. Voru þeir báðir sýknaðir í málinu en Rúnar Þór hlaut sömuleiðis dóm í Papeyjarmálinu. Þá mun Lárus Freyr Einarsson, sem hlaut fjórtán ára fangelsi í Danmörku árið 2011 fyrir að skjóta móður fyrrverandi unnustu sinnar til bana, vera meðal hinna sex. Hann fékk reynslulausn sumarið 2019, rauf skilyrði hennar um jólin og var handtekinn á Litla-Hrauni á sama tíma og hinir fimm voru handteknir, samkvæmt upplýsingum RÚV.
Fíkn Lögreglumál Pólstjörnumálið Tengdar fréttir Að minnsta kosti þrír hafa kært gæsluvarðhaldsúrskurðinn til Landsréttar Að minnsta kosti þrír sexmenningana sem voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í gær hafa kært úrskurðinn til Landsréttar. Lögreglan fór fram á gæsluvarðhald vegna rannsóknar á skipulagðri brotastarfsemi sem snýr meðal annars að framleiðslu fíkniefna og peningaþvætti. 20. janúar 2020 12:00 Einn hinna handteknu hlotið tvo þunga dóma fyrir fíkniefnabrot Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er Einar Einarsson, sem hefur í tvígang fengið þunga dóma fyrir fíkniefnabrot, er á meðal þeirra sex manna sem Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í gæsluvarðhald á sunnudaginn. 21. janúar 2020 12:00 Sex í gæsluvarðhald eftir umfangsmiklar aðgerðir lögreglu Sex manns voru í dag úrskurðaðir í gæsluvarðhald að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar á skipulagðri brotastarfsemi sem snýr meðal annars að framleiðslu fíkniefna. 19. janúar 2020 21:14 Landsréttur staðfestir gæsluvarðhaldsúrskurð Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir þremur mönnum sem Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í varðhald á sunnudag vegna rannsóknar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á skipulagðri brotastarfsemi. 22. janúar 2020 12:30 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Leit við Meradali og úti á sjó vegna neyðarboðs Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Sjá meira
Að minnsta kosti þrír hafa kært gæsluvarðhaldsúrskurðinn til Landsréttar Að minnsta kosti þrír sexmenningana sem voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í gær hafa kært úrskurðinn til Landsréttar. Lögreglan fór fram á gæsluvarðhald vegna rannsóknar á skipulagðri brotastarfsemi sem snýr meðal annars að framleiðslu fíkniefna og peningaþvætti. 20. janúar 2020 12:00
Einn hinna handteknu hlotið tvo þunga dóma fyrir fíkniefnabrot Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er Einar Einarsson, sem hefur í tvígang fengið þunga dóma fyrir fíkniefnabrot, er á meðal þeirra sex manna sem Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í gæsluvarðhald á sunnudaginn. 21. janúar 2020 12:00
Sex í gæsluvarðhald eftir umfangsmiklar aðgerðir lögreglu Sex manns voru í dag úrskurðaðir í gæsluvarðhald að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar á skipulagðri brotastarfsemi sem snýr meðal annars að framleiðslu fíkniefna. 19. janúar 2020 21:14
Landsréttur staðfestir gæsluvarðhaldsúrskurð Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir þremur mönnum sem Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í varðhald á sunnudag vegna rannsóknar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á skipulagðri brotastarfsemi. 22. janúar 2020 12:30