Líkamsbeiting við vinnu Gunnhildur Gísladóttir skrifar 3. febrúar 2020 09:00 Að beita sér rétt við vinnu er líklega stórlega vanmetið. Mannfólkið hefur vanið sig á það að láta verkefnin og umhverfið stjórna líkamsbeitingu sinni en gleymir því að laga á umhverfið að manninum – ekki öfugt. Því miður eru það einnig oft vani og vinnustaðamenning sem vinna á móti því að góðrar líkamsbeitingar sé gætt við störfin. Það er kannski ofsagt að Íslendingar hafi aldrei hugsað mikið um líkama sinn en þó hefur það frekar talist til mannkosta að láta sig hafa hlutina og kvarta ekki fyrr en í fulla hnefana. Kannski er kominn tími til að endurskoða þetta viðhorf. Rannsóknir sýna að nálægt 60% allra fjarvista frá vinnu eru vegna stoðkerfisvandamála og það liggur einnig fyrir að stór hluti sjúkrasjóða fari í að borga fjarveru vegna stoðkerfisvandamála. Endurhæfing einstaklinga með stoðkerfisverki er kostnaðarsöm fyrir þjóðfélagið og getur einnig verið tímafrek þannig að starfsmaðurinn er lengi frá vinnu sinni. En hvers vegna hugsum við þá ekki betur um forvarnir? Hvers vegna skoðum við hlutina ekki frá byrjun og sjáum hvað betur má fara – bæði í vinnuumhverfinu og ekki síður varðandi líkamsbeitingu starfsmanna? Því miður er það svo að það er yfirleitt ekki fyrr en slysin verða, þegar manneskjan dettur úr vinnu vegna verkja eða þegar eitthvað kemur upp á, sem að farið er að huga að þeim þáttum sem valda verkjunum. Hvaða ráð höfum við til þess að bæta ástandið? Er það ekki á ábyrgð hvers og eins að beita sér rétt við vinnu sína? – Jú algerlega! En það er líka ábyrgð fyrirtækjanna að skapa öruggt og gott vinnu umhverfi sbr. lög nr 46/1980. En hvað er hægt að gera? Fyrirtækin eru kannski ekki alltaf nógu meðvituð um hvað best er að gera í hverjum aðstæðum, hvernig skipuleggja á vinnusvæði til hagsbóta fyrir einstaklinginn og líkamsbeitingu hans. Því er mikilvægt að fá leiðbeiningar um hvað betur má fara, skoða hvort möguleikar í rýminu eru fleiri en talið er við fyrstu sýn. Gefa þarf starfsfólki færi á að fá fræðslu um mikilvægi góðrar líkamsbeitingar við vinnu, tíma til að laga umhverfið að sér og leyfi til að hreyfa sig í vinnu. Endurskoða þarf skipulag vinnu þannig að möguleikar á víxlvinnu séu til staðar eða að minnsta kosti gefa tækifæri til þess að starfsfólk geti bæði setið og staðið við vinnu sína. Gefa þarf starfsfólki tíma og tækifæri til að kynna sér vélar og hjálpartæki, æfa sig í notkun þeirra og fá stuðning við að finna bestu leiðina fyrir líkama þeirra til að útfæra vinnu sína. Við getum þó sem einstaklingar ekki bara skellt skuldinni á umhverfi okkar – það er á okkar ábyrgð að beita okkur rétt. Það er hægt að standa rétt við vinnu sína, sitja með beint bak, slaka á í öxlum og rétta úr hálsi þrátt fyrir að vinnuaðstæðurnar mættu vera betri. Við höfum aðeins einn líkama - förum vel með hann. Nú í byrjun árs 2020 mun Vinnueftirlitið bjóða upp á fyrirlestra um líkamsbeitingu sem hannaðir eru með þarfir mismunandi starfshópa í huga. Markmiðið er að námskeiðin séu hnitmiðaðri í að skoða hvað hægt er að gera betur hjá hverjum starfshópi fyrir sig. Nú eru að fara af stað námskeið sem eru fyrir bílstjóra, fólk í umönnunarstörfum, í þjónustustörfum og fyrir þá sem að sitja á skrifstofu. Einnig verður sérstakt námskeið um hvernig best er að bera sig að við að lyfta byrðum. Fyrsta skrefið í að bæta líkamsbeitingu við vinnu er nefnilega fræðsla. Höfundur er iðjuþjálfi, M.Sc. og sérfræðingur í stoðkerfi á heilsu og umhverfissviði hjá Vinnueftirlitinu. Gunnhildur hefur starfað í næstum 30 ár við endurhæfingu, var lengi sviðstjóri iðjuþjálfunar á verkjasviði Reykjalundar og þekkir því vandamál í stoðkerfi vel. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsa Vinnumarkaður Mest lesið Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Að beita sér rétt við vinnu er líklega stórlega vanmetið. Mannfólkið hefur vanið sig á það að láta verkefnin og umhverfið stjórna líkamsbeitingu sinni en gleymir því að laga á umhverfið að manninum – ekki öfugt. Því miður eru það einnig oft vani og vinnustaðamenning sem vinna á móti því að góðrar líkamsbeitingar sé gætt við störfin. Það er kannski ofsagt að Íslendingar hafi aldrei hugsað mikið um líkama sinn en þó hefur það frekar talist til mannkosta að láta sig hafa hlutina og kvarta ekki fyrr en í fulla hnefana. Kannski er kominn tími til að endurskoða þetta viðhorf. Rannsóknir sýna að nálægt 60% allra fjarvista frá vinnu eru vegna stoðkerfisvandamála og það liggur einnig fyrir að stór hluti sjúkrasjóða fari í að borga fjarveru vegna stoðkerfisvandamála. Endurhæfing einstaklinga með stoðkerfisverki er kostnaðarsöm fyrir þjóðfélagið og getur einnig verið tímafrek þannig að starfsmaðurinn er lengi frá vinnu sinni. En hvers vegna hugsum við þá ekki betur um forvarnir? Hvers vegna skoðum við hlutina ekki frá byrjun og sjáum hvað betur má fara – bæði í vinnuumhverfinu og ekki síður varðandi líkamsbeitingu starfsmanna? Því miður er það svo að það er yfirleitt ekki fyrr en slysin verða, þegar manneskjan dettur úr vinnu vegna verkja eða þegar eitthvað kemur upp á, sem að farið er að huga að þeim þáttum sem valda verkjunum. Hvaða ráð höfum við til þess að bæta ástandið? Er það ekki á ábyrgð hvers og eins að beita sér rétt við vinnu sína? – Jú algerlega! En það er líka ábyrgð fyrirtækjanna að skapa öruggt og gott vinnu umhverfi sbr. lög nr 46/1980. En hvað er hægt að gera? Fyrirtækin eru kannski ekki alltaf nógu meðvituð um hvað best er að gera í hverjum aðstæðum, hvernig skipuleggja á vinnusvæði til hagsbóta fyrir einstaklinginn og líkamsbeitingu hans. Því er mikilvægt að fá leiðbeiningar um hvað betur má fara, skoða hvort möguleikar í rýminu eru fleiri en talið er við fyrstu sýn. Gefa þarf starfsfólki færi á að fá fræðslu um mikilvægi góðrar líkamsbeitingar við vinnu, tíma til að laga umhverfið að sér og leyfi til að hreyfa sig í vinnu. Endurskoða þarf skipulag vinnu þannig að möguleikar á víxlvinnu séu til staðar eða að minnsta kosti gefa tækifæri til þess að starfsfólk geti bæði setið og staðið við vinnu sína. Gefa þarf starfsfólki tíma og tækifæri til að kynna sér vélar og hjálpartæki, æfa sig í notkun þeirra og fá stuðning við að finna bestu leiðina fyrir líkama þeirra til að útfæra vinnu sína. Við getum þó sem einstaklingar ekki bara skellt skuldinni á umhverfi okkar – það er á okkar ábyrgð að beita okkur rétt. Það er hægt að standa rétt við vinnu sína, sitja með beint bak, slaka á í öxlum og rétta úr hálsi þrátt fyrir að vinnuaðstæðurnar mættu vera betri. Við höfum aðeins einn líkama - förum vel með hann. Nú í byrjun árs 2020 mun Vinnueftirlitið bjóða upp á fyrirlestra um líkamsbeitingu sem hannaðir eru með þarfir mismunandi starfshópa í huga. Markmiðið er að námskeiðin séu hnitmiðaðri í að skoða hvað hægt er að gera betur hjá hverjum starfshópi fyrir sig. Nú eru að fara af stað námskeið sem eru fyrir bílstjóra, fólk í umönnunarstörfum, í þjónustustörfum og fyrir þá sem að sitja á skrifstofu. Einnig verður sérstakt námskeið um hvernig best er að bera sig að við að lyfta byrðum. Fyrsta skrefið í að bæta líkamsbeitingu við vinnu er nefnilega fræðsla. Höfundur er iðjuþjálfi, M.Sc. og sérfræðingur í stoðkerfi á heilsu og umhverfissviði hjá Vinnueftirlitinu. Gunnhildur hefur starfað í næstum 30 ár við endurhæfingu, var lengi sviðstjóri iðjuþjálfunar á verkjasviði Reykjalundar og þekkir því vandamál í stoðkerfi vel.
Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun