Stigaskorið fer í 0-0 eftir annan og þriðja leikhluta í Stjörnuleik NBA í ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. janúar 2020 11:00 Kobe Bryant og Michael Jordan í Stjörnuleiknum 2003. Getty/Andrew D. Bernstein NBA deildin ætlar að bjóða upp á glænýtt og gerbreytt fyrirkomulag á Stjörnuleik deildarinnar í ár en breytingarnar voru kynntar í gær. Kobe Bryant verður heiðraður á Stjörnuleiknum og í nótt kom í ljós hvaða leikmenn spila. Stjörnuleikur NBA í ár verður með mörgum nýjum reglum sem snúa að stigaskori hans en leikurinn fer fram í Chicago. NBA tilkynnti að Kobe Bryanst verði heiðraður með ýmsum hætti á Stjörnuhelginni og í Stjörnuleiknum. LeBron James og Giannis Antetokounmpo fengu flest atkvæði í kosningunni og munu kjósa í lið eins og hefur verið síðustu árin. Lið þeirra mun síðan mætast í Stjörnuleiknum. #TeamGiannis x #TeamLeBron Team Captains Giannis Antetokounmpo and LeBron James will select from the #NBAAllStar player pool in the NBA All-Star 2020 Draft Show. Thursday Feb. 6, 7:00pm/et, @NBAonTNTpic.twitter.com/Qk5gcisvam— 2020 NBA All-Star (@NBAAllStar) January 31, 2020 Stigaskor liðanna í Stjörnuleiknum fer aftur í 0-0 í upphafi annars og þriðja leikhluta og fyrstu þrír leikhlutarnir eru í raun þrír litlir leikir þar sem sigurvegari hvers leiks mun færa góðgerðasamtökum af eigin vali 100 þúsund dollara eða 12,3 milljónir króna. Leikklukkan verður síðan tekin úr sambandi og það lið vinnur sem fyrr nær ákveðni stigatölu. Sú tala er fundin út með því að leggja 24, til heiðurs Kobe Bryant, við stigatölu þess liðs sem skoraði meira í fyrstu þremur leikhlutanum. Sem dæmi ef staðan væri 100-95 þá væri lokatalan 124. Liðið með 100 stig þyrfti þá að skora 24 stig til að vinna en hitt liðið þyrfti að skora 129 stig til að vinna. Sigurlið leiksins fær síðan að gefa tvö hundruð þúsund dollara, 24,6 milljónir, til sinna góðgerðasamtaka. Það má sjá þetta betur hér fyrir neðan. The NBA announced today a new format for the 2020 NBA All-Star Game that makes the outcome of every quarter count for charity. The changes include a new fourth-quarter format that will honor the late Kobe Bryant. Full release: https://t.co/l6e25lgQCapic.twitter.com/C3gDppTYiw— NBA (@NBA) January 30, 2020 Varamenn í Stjörnuleiknum voru einnig tilkynntir í gær. Það má sjá alla leikmennina í Stjörnuleiknum hér fyrir neðan. LeBron James og Giannis Antetokounmpo velja fjóra leikmenn úr byrjunarliðshópnum og sjö leikmenn úr hinum hópnum. Luka Doncic, Trae Young og Pascal Siakam voru kosnir í byrjunarliðin og munu spila sinn fyrsta Stjörnuleik. Sex aðrir nýliðar voru valdir sem varamenn eða þeir Donovan Mitchell, Rudy Gobert, Brandon Ingram, Bam Adebayo, Domantas Sabonis og Jayson Tatum. Chris Paul og Russell Westbrook voru líka valdir, Paul í ellefta skiptið og Westbrook í níunda skiptið. San Antonio Spurs er aftur á móti án leikmanns í Stjörnuleiknum í fyrsta sinn síðan 1997. All-Star starters and reserves: pic.twitter.com/J9kObeVosL— Marc Stein (@TheSteinLine) January 31, 2020 NBA Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Uppgjör og viðtöl: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Körfubolti Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjör og viðtöl: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Sjá meira
NBA deildin ætlar að bjóða upp á glænýtt og gerbreytt fyrirkomulag á Stjörnuleik deildarinnar í ár en breytingarnar voru kynntar í gær. Kobe Bryant verður heiðraður á Stjörnuleiknum og í nótt kom í ljós hvaða leikmenn spila. Stjörnuleikur NBA í ár verður með mörgum nýjum reglum sem snúa að stigaskori hans en leikurinn fer fram í Chicago. NBA tilkynnti að Kobe Bryanst verði heiðraður með ýmsum hætti á Stjörnuhelginni og í Stjörnuleiknum. LeBron James og Giannis Antetokounmpo fengu flest atkvæði í kosningunni og munu kjósa í lið eins og hefur verið síðustu árin. Lið þeirra mun síðan mætast í Stjörnuleiknum. #TeamGiannis x #TeamLeBron Team Captains Giannis Antetokounmpo and LeBron James will select from the #NBAAllStar player pool in the NBA All-Star 2020 Draft Show. Thursday Feb. 6, 7:00pm/et, @NBAonTNTpic.twitter.com/Qk5gcisvam— 2020 NBA All-Star (@NBAAllStar) January 31, 2020 Stigaskor liðanna í Stjörnuleiknum fer aftur í 0-0 í upphafi annars og þriðja leikhluta og fyrstu þrír leikhlutarnir eru í raun þrír litlir leikir þar sem sigurvegari hvers leiks mun færa góðgerðasamtökum af eigin vali 100 þúsund dollara eða 12,3 milljónir króna. Leikklukkan verður síðan tekin úr sambandi og það lið vinnur sem fyrr nær ákveðni stigatölu. Sú tala er fundin út með því að leggja 24, til heiðurs Kobe Bryant, við stigatölu þess liðs sem skoraði meira í fyrstu þremur leikhlutanum. Sem dæmi ef staðan væri 100-95 þá væri lokatalan 124. Liðið með 100 stig þyrfti þá að skora 24 stig til að vinna en hitt liðið þyrfti að skora 129 stig til að vinna. Sigurlið leiksins fær síðan að gefa tvö hundruð þúsund dollara, 24,6 milljónir, til sinna góðgerðasamtaka. Það má sjá þetta betur hér fyrir neðan. The NBA announced today a new format for the 2020 NBA All-Star Game that makes the outcome of every quarter count for charity. The changes include a new fourth-quarter format that will honor the late Kobe Bryant. Full release: https://t.co/l6e25lgQCapic.twitter.com/C3gDppTYiw— NBA (@NBA) January 30, 2020 Varamenn í Stjörnuleiknum voru einnig tilkynntir í gær. Það má sjá alla leikmennina í Stjörnuleiknum hér fyrir neðan. LeBron James og Giannis Antetokounmpo velja fjóra leikmenn úr byrjunarliðshópnum og sjö leikmenn úr hinum hópnum. Luka Doncic, Trae Young og Pascal Siakam voru kosnir í byrjunarliðin og munu spila sinn fyrsta Stjörnuleik. Sex aðrir nýliðar voru valdir sem varamenn eða þeir Donovan Mitchell, Rudy Gobert, Brandon Ingram, Bam Adebayo, Domantas Sabonis og Jayson Tatum. Chris Paul og Russell Westbrook voru líka valdir, Paul í ellefta skiptið og Westbrook í níunda skiptið. San Antonio Spurs er aftur á móti án leikmanns í Stjörnuleiknum í fyrsta sinn síðan 1997. All-Star starters and reserves: pic.twitter.com/J9kObeVosL— Marc Stein (@TheSteinLine) January 31, 2020
NBA Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Uppgjör og viðtöl: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Körfubolti Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjör og viðtöl: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Sjá meira