Stigaskorið fer í 0-0 eftir annan og þriðja leikhluta í Stjörnuleik NBA í ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. janúar 2020 11:00 Kobe Bryant og Michael Jordan í Stjörnuleiknum 2003. Getty/Andrew D. Bernstein NBA deildin ætlar að bjóða upp á glænýtt og gerbreytt fyrirkomulag á Stjörnuleik deildarinnar í ár en breytingarnar voru kynntar í gær. Kobe Bryant verður heiðraður á Stjörnuleiknum og í nótt kom í ljós hvaða leikmenn spila. Stjörnuleikur NBA í ár verður með mörgum nýjum reglum sem snúa að stigaskori hans en leikurinn fer fram í Chicago. NBA tilkynnti að Kobe Bryanst verði heiðraður með ýmsum hætti á Stjörnuhelginni og í Stjörnuleiknum. LeBron James og Giannis Antetokounmpo fengu flest atkvæði í kosningunni og munu kjósa í lið eins og hefur verið síðustu árin. Lið þeirra mun síðan mætast í Stjörnuleiknum. #TeamGiannis x #TeamLeBron Team Captains Giannis Antetokounmpo and LeBron James will select from the #NBAAllStar player pool in the NBA All-Star 2020 Draft Show. Thursday Feb. 6, 7:00pm/et, @NBAonTNTpic.twitter.com/Qk5gcisvam— 2020 NBA All-Star (@NBAAllStar) January 31, 2020 Stigaskor liðanna í Stjörnuleiknum fer aftur í 0-0 í upphafi annars og þriðja leikhluta og fyrstu þrír leikhlutarnir eru í raun þrír litlir leikir þar sem sigurvegari hvers leiks mun færa góðgerðasamtökum af eigin vali 100 þúsund dollara eða 12,3 milljónir króna. Leikklukkan verður síðan tekin úr sambandi og það lið vinnur sem fyrr nær ákveðni stigatölu. Sú tala er fundin út með því að leggja 24, til heiðurs Kobe Bryant, við stigatölu þess liðs sem skoraði meira í fyrstu þremur leikhlutanum. Sem dæmi ef staðan væri 100-95 þá væri lokatalan 124. Liðið með 100 stig þyrfti þá að skora 24 stig til að vinna en hitt liðið þyrfti að skora 129 stig til að vinna. Sigurlið leiksins fær síðan að gefa tvö hundruð þúsund dollara, 24,6 milljónir, til sinna góðgerðasamtaka. Það má sjá þetta betur hér fyrir neðan. The NBA announced today a new format for the 2020 NBA All-Star Game that makes the outcome of every quarter count for charity. The changes include a new fourth-quarter format that will honor the late Kobe Bryant. Full release: https://t.co/l6e25lgQCapic.twitter.com/C3gDppTYiw— NBA (@NBA) January 30, 2020 Varamenn í Stjörnuleiknum voru einnig tilkynntir í gær. Það má sjá alla leikmennina í Stjörnuleiknum hér fyrir neðan. LeBron James og Giannis Antetokounmpo velja fjóra leikmenn úr byrjunarliðshópnum og sjö leikmenn úr hinum hópnum. Luka Doncic, Trae Young og Pascal Siakam voru kosnir í byrjunarliðin og munu spila sinn fyrsta Stjörnuleik. Sex aðrir nýliðar voru valdir sem varamenn eða þeir Donovan Mitchell, Rudy Gobert, Brandon Ingram, Bam Adebayo, Domantas Sabonis og Jayson Tatum. Chris Paul og Russell Westbrook voru líka valdir, Paul í ellefta skiptið og Westbrook í níunda skiptið. San Antonio Spurs er aftur á móti án leikmanns í Stjörnuleiknum í fyrsta sinn síðan 1997. All-Star starters and reserves: pic.twitter.com/J9kObeVosL— Marc Stein (@TheSteinLine) January 31, 2020 NBA Mest lesið Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Handbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Fleiri fréttir Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Sjá meira
NBA deildin ætlar að bjóða upp á glænýtt og gerbreytt fyrirkomulag á Stjörnuleik deildarinnar í ár en breytingarnar voru kynntar í gær. Kobe Bryant verður heiðraður á Stjörnuleiknum og í nótt kom í ljós hvaða leikmenn spila. Stjörnuleikur NBA í ár verður með mörgum nýjum reglum sem snúa að stigaskori hans en leikurinn fer fram í Chicago. NBA tilkynnti að Kobe Bryanst verði heiðraður með ýmsum hætti á Stjörnuhelginni og í Stjörnuleiknum. LeBron James og Giannis Antetokounmpo fengu flest atkvæði í kosningunni og munu kjósa í lið eins og hefur verið síðustu árin. Lið þeirra mun síðan mætast í Stjörnuleiknum. #TeamGiannis x #TeamLeBron Team Captains Giannis Antetokounmpo and LeBron James will select from the #NBAAllStar player pool in the NBA All-Star 2020 Draft Show. Thursday Feb. 6, 7:00pm/et, @NBAonTNTpic.twitter.com/Qk5gcisvam— 2020 NBA All-Star (@NBAAllStar) January 31, 2020 Stigaskor liðanna í Stjörnuleiknum fer aftur í 0-0 í upphafi annars og þriðja leikhluta og fyrstu þrír leikhlutarnir eru í raun þrír litlir leikir þar sem sigurvegari hvers leiks mun færa góðgerðasamtökum af eigin vali 100 þúsund dollara eða 12,3 milljónir króna. Leikklukkan verður síðan tekin úr sambandi og það lið vinnur sem fyrr nær ákveðni stigatölu. Sú tala er fundin út með því að leggja 24, til heiðurs Kobe Bryant, við stigatölu þess liðs sem skoraði meira í fyrstu þremur leikhlutanum. Sem dæmi ef staðan væri 100-95 þá væri lokatalan 124. Liðið með 100 stig þyrfti þá að skora 24 stig til að vinna en hitt liðið þyrfti að skora 129 stig til að vinna. Sigurlið leiksins fær síðan að gefa tvö hundruð þúsund dollara, 24,6 milljónir, til sinna góðgerðasamtaka. Það má sjá þetta betur hér fyrir neðan. The NBA announced today a new format for the 2020 NBA All-Star Game that makes the outcome of every quarter count for charity. The changes include a new fourth-quarter format that will honor the late Kobe Bryant. Full release: https://t.co/l6e25lgQCapic.twitter.com/C3gDppTYiw— NBA (@NBA) January 30, 2020 Varamenn í Stjörnuleiknum voru einnig tilkynntir í gær. Það má sjá alla leikmennina í Stjörnuleiknum hér fyrir neðan. LeBron James og Giannis Antetokounmpo velja fjóra leikmenn úr byrjunarliðshópnum og sjö leikmenn úr hinum hópnum. Luka Doncic, Trae Young og Pascal Siakam voru kosnir í byrjunarliðin og munu spila sinn fyrsta Stjörnuleik. Sex aðrir nýliðar voru valdir sem varamenn eða þeir Donovan Mitchell, Rudy Gobert, Brandon Ingram, Bam Adebayo, Domantas Sabonis og Jayson Tatum. Chris Paul og Russell Westbrook voru líka valdir, Paul í ellefta skiptið og Westbrook í níunda skiptið. San Antonio Spurs er aftur á móti án leikmanns í Stjörnuleiknum í fyrsta sinn síðan 1997. All-Star starters and reserves: pic.twitter.com/J9kObeVosL— Marc Stein (@TheSteinLine) January 31, 2020
NBA Mest lesið Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Handbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Fleiri fréttir Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Sjá meira