Rauða krossinn þinn vantar þig Kristín S. Hjálmtýsdóttir skrifar 30. janúar 2020 10:00 Rauði krossinn á Íslandi er grasrótarhreyfing sem er borin upp á sjálfboðaliðum og er sjálfstæð í störfum sínum. Við styðjum stjórnvöld á sviði mannúðar- og neyðarvarnamála og erum með skilgreint hlutverk í almannavörnum á hamfaraeyjunni Íslandi. Og við stöndum vaktina nótt sem nýtan dag fyrir alla landsmenn, á öllum stöðum. En til að tryggja fumlaust starf í þágu samfélagsins vantar okkur aukinn stuðning almennings. Eins og kunnugt er hafa undanfarnar vikur verið óvenjulegar hér á landi. Lægðir, snjóstormar og snjóflóð, veðurofsi, eldgosahætta og nú undirbúningur ef kórónaveiran nær til landsins. Við þessu öllu og einnig hinu óvænta verða sjálfboðaliðar Rauða krossins sem bera starfið uppi að vera undirbúnir. Það eru mjög annasamar vikur að baki hjá sjálfboðaliðum Rauða krossins, eins og öðrum viðbragðsaðilum, oft í mjög erfiðum aðstæðum þar sem þeir styðja m.a. við fólk á erfiðum stundum í lífi þeirra. Um 750 manns eru skráðir í neyðarvarnarstörf hjá Rauða krossinum, en alls eru um 3.000 virkir sjálfboðaliðar í um 4.000 fjölbreyttum störfum á hverjum tíma. Mannauðurinn sem Rauði krossinn býr yfir er ómetanlegur en okkur vantar alltaf fleiri sjálfboðaliða. Ekki eru allir í þeirri aðstöðu að geta gefið af tíma sínum. Rauða krossinn vantar ekki aðeins sjálfboðaliða því félag eins og Rauði krossinn er háð því að almenningur styrki okkur fjárhagslega, við gætum ekki haldið úti okkar mögnuðu starfsemi án Mannvina Rauða krossins. Ein af grundvallarhugsjónum Rauða krossins, sem öll landsfélög um heim allan verða að virða, er sjálfstæði. Rauði krossinn er ekki ríkisstofnun og sjálfstæði okkar er eitt það mikilvægasta í starfseminni. Þeirri mikilvægu hugsjón verður ekki náð án aðkomu Mannvina Rauða krossins. Mannvinir Rauða krossins styrkja verkefni hér heima og úti í heimi. Neyðarvarnir Rauða krossins væru ekki jafn öflugar og raun ber vitni án aðkomu Mannvina. Sem dæmi hefur neyðarvarnarkerrum fjölgað um landið með nauðsynlegum búnaði vegna tilstilli þeirra, Hjálparsími Rauða krossins 1717 er starfræktur allan sólarhringinn, árið um kring fyrir tilstilli Mannvina. Þau sem geta veitt okkur aðstoð geta skráð sig sem sjálfboðaliða á raudikrossinn.is og þau sem ekki eiga tíma aflögu geta stutt okkur með því að gerast Mannvinir Rauða krossins á mannvinir.is Takk kæru sjálfboðaliðar og Mannvinir fyrir ykkar dýrmæta stuðning sem gerir Rauða krossinum kleift að starfa á landsvísu í þágu almennings. Takk þið hin sem sýnið skilning á starfi okkar og hugleiðið að slást í hópinn til að gera Rauða krossinn ykkar enn betri í að kljást við afleiðingar ofsaveðra, snjóflóða og annarrar hættu sem skapast hér á landi. Höfundur er framkvæmdastjóri Rauða krossins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálparstarf Kristín S. Hjálmtýsdóttir Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Rauði krossinn á Íslandi er grasrótarhreyfing sem er borin upp á sjálfboðaliðum og er sjálfstæð í störfum sínum. Við styðjum stjórnvöld á sviði mannúðar- og neyðarvarnamála og erum með skilgreint hlutverk í almannavörnum á hamfaraeyjunni Íslandi. Og við stöndum vaktina nótt sem nýtan dag fyrir alla landsmenn, á öllum stöðum. En til að tryggja fumlaust starf í þágu samfélagsins vantar okkur aukinn stuðning almennings. Eins og kunnugt er hafa undanfarnar vikur verið óvenjulegar hér á landi. Lægðir, snjóstormar og snjóflóð, veðurofsi, eldgosahætta og nú undirbúningur ef kórónaveiran nær til landsins. Við þessu öllu og einnig hinu óvænta verða sjálfboðaliðar Rauða krossins sem bera starfið uppi að vera undirbúnir. Það eru mjög annasamar vikur að baki hjá sjálfboðaliðum Rauða krossins, eins og öðrum viðbragðsaðilum, oft í mjög erfiðum aðstæðum þar sem þeir styðja m.a. við fólk á erfiðum stundum í lífi þeirra. Um 750 manns eru skráðir í neyðarvarnarstörf hjá Rauða krossinum, en alls eru um 3.000 virkir sjálfboðaliðar í um 4.000 fjölbreyttum störfum á hverjum tíma. Mannauðurinn sem Rauði krossinn býr yfir er ómetanlegur en okkur vantar alltaf fleiri sjálfboðaliða. Ekki eru allir í þeirri aðstöðu að geta gefið af tíma sínum. Rauða krossinn vantar ekki aðeins sjálfboðaliða því félag eins og Rauði krossinn er háð því að almenningur styrki okkur fjárhagslega, við gætum ekki haldið úti okkar mögnuðu starfsemi án Mannvina Rauða krossins. Ein af grundvallarhugsjónum Rauða krossins, sem öll landsfélög um heim allan verða að virða, er sjálfstæði. Rauði krossinn er ekki ríkisstofnun og sjálfstæði okkar er eitt það mikilvægasta í starfseminni. Þeirri mikilvægu hugsjón verður ekki náð án aðkomu Mannvina Rauða krossins. Mannvinir Rauða krossins styrkja verkefni hér heima og úti í heimi. Neyðarvarnir Rauða krossins væru ekki jafn öflugar og raun ber vitni án aðkomu Mannvina. Sem dæmi hefur neyðarvarnarkerrum fjölgað um landið með nauðsynlegum búnaði vegna tilstilli þeirra, Hjálparsími Rauða krossins 1717 er starfræktur allan sólarhringinn, árið um kring fyrir tilstilli Mannvina. Þau sem geta veitt okkur aðstoð geta skráð sig sem sjálfboðaliða á raudikrossinn.is og þau sem ekki eiga tíma aflögu geta stutt okkur með því að gerast Mannvinir Rauða krossins á mannvinir.is Takk kæru sjálfboðaliðar og Mannvinir fyrir ykkar dýrmæta stuðning sem gerir Rauða krossinum kleift að starfa á landsvísu í þágu almennings. Takk þið hin sem sýnið skilning á starfi okkar og hugleiðið að slást í hópinn til að gera Rauða krossinn ykkar enn betri í að kljást við afleiðingar ofsaveðra, snjóflóða og annarrar hættu sem skapast hér á landi. Höfundur er framkvæmdastjóri Rauða krossins.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun