Úrslitakeppni NBA-deildarinnar fer af stað í kvöld Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. ágúst 2020 17:45 Luka og félagar í Dallas mæta öflugu liði Clippers í fyrstu umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar í kvöld. AP Photo/Aaron Gash Úrslitakeppnin NBA-deildarinnar í körfubolta hefst í kvöld með fjórum leikjum. Líkt og hefur áður komið fram fer öll úrslitakeppnin fram í Disney World. Skemmtigarðurinn er staðsettur í Orlandó í Bandaríkjunum. Þannig hafa forráðamenn NBA-deildarinnar komið í veg möguleg kórónusmit. Eftir að kórónufaraldurinn skaut upp kollinum í Bandaríkjunum - þar sem hann geysar þó enn - þá var NBA-deildin sett á ís í dágóðan tíma. Eftir að hafa komist að þeirri niðurstöðu um að klára deildirnar sem og úrslitakeppnina hefur verið spilað mjög þétt. Stærsti leikur kvöldsins er eflaust sá síðasti en hann hefst rétt eftir miðnætti. Þar mætast Los Angeles Clippers – sem eru af mörgum taldir líklegir til að landa titlinum í ár – og Dallas Mavericks. Verður forvitnilegt að sjá hvernig hinum ungu Evrópubúum í Dallas, þeim Luka Dončić og Kristaps Porziņģis gengur gegn Kawhi Leonard og Paul George hjá Clippers. Denver Nuggets og Utah Jazz mætast í fyrsta leik dagsins. Þá mætast ríkjandi meistarar Toronto Raptors og Brooklyn Nets en nær öruggt er að meistararnir sópi Nets úr keppni sem er án flestra sinna sterkustu manna – þar má helst nefna Kyrie Irving og Kevin Durant. Þá mætast Boston Celtics og Philadelpha 76ers. Day 1 schedule of the NBA playoffsPostseason basketball is officially back pic.twitter.com/1TVq2QA1rH— Bleacher Report (@BleacherReport) August 17, 2020 Topplið bæði Austur- og Vesturdeildar spila annað kvöld. Milwaukee Bucks mæta Orlando Magic og reikna má með því að sópurinn verði á lofti hjá Giannis Antetokounmpo og félögum í Bucks. LeBron James, Anthony Davis og félagar í Los Angeles Lakers mæta svo Portland Trail Blazers sem var síðasta liðið til að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Besti leikmaður NBA-kúlunnar svokölluðu, Damian Lillard, þarf að eiga enn einn stórleikinn í treyju Portland ætli þeir sér að fá eitthvað út úr þessu einvígi við Lakers. Líkt og venjulega þarf að vinna fjóra leiki til þess að komast áfram í næstu umferð úrslitkeppninnar. Körfubolti NBA Tengdar fréttir Portland síðasta liðið til að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni Portland Trail Blazers tryggði sér sæti í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta eftir fjögurra stiga sigur á Memphis Grizzlies í kvöld. 15. ágúst 2020 21:45 Lillard með fullt hús í kosningunni um verðmætasta leikmanninn Damian Lillard, leikmaður Portland Trail Blazers, hefur verið valinn verðmætasti leikmaður NBA-kúlunnar svokölluðu. 15. ágúst 2020 19:30 Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira
Úrslitakeppnin NBA-deildarinnar í körfubolta hefst í kvöld með fjórum leikjum. Líkt og hefur áður komið fram fer öll úrslitakeppnin fram í Disney World. Skemmtigarðurinn er staðsettur í Orlandó í Bandaríkjunum. Þannig hafa forráðamenn NBA-deildarinnar komið í veg möguleg kórónusmit. Eftir að kórónufaraldurinn skaut upp kollinum í Bandaríkjunum - þar sem hann geysar þó enn - þá var NBA-deildin sett á ís í dágóðan tíma. Eftir að hafa komist að þeirri niðurstöðu um að klára deildirnar sem og úrslitakeppnina hefur verið spilað mjög þétt. Stærsti leikur kvöldsins er eflaust sá síðasti en hann hefst rétt eftir miðnætti. Þar mætast Los Angeles Clippers – sem eru af mörgum taldir líklegir til að landa titlinum í ár – og Dallas Mavericks. Verður forvitnilegt að sjá hvernig hinum ungu Evrópubúum í Dallas, þeim Luka Dončić og Kristaps Porziņģis gengur gegn Kawhi Leonard og Paul George hjá Clippers. Denver Nuggets og Utah Jazz mætast í fyrsta leik dagsins. Þá mætast ríkjandi meistarar Toronto Raptors og Brooklyn Nets en nær öruggt er að meistararnir sópi Nets úr keppni sem er án flestra sinna sterkustu manna – þar má helst nefna Kyrie Irving og Kevin Durant. Þá mætast Boston Celtics og Philadelpha 76ers. Day 1 schedule of the NBA playoffsPostseason basketball is officially back pic.twitter.com/1TVq2QA1rH— Bleacher Report (@BleacherReport) August 17, 2020 Topplið bæði Austur- og Vesturdeildar spila annað kvöld. Milwaukee Bucks mæta Orlando Magic og reikna má með því að sópurinn verði á lofti hjá Giannis Antetokounmpo og félögum í Bucks. LeBron James, Anthony Davis og félagar í Los Angeles Lakers mæta svo Portland Trail Blazers sem var síðasta liðið til að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Besti leikmaður NBA-kúlunnar svokölluðu, Damian Lillard, þarf að eiga enn einn stórleikinn í treyju Portland ætli þeir sér að fá eitthvað út úr þessu einvígi við Lakers. Líkt og venjulega þarf að vinna fjóra leiki til þess að komast áfram í næstu umferð úrslitkeppninnar.
Körfubolti NBA Tengdar fréttir Portland síðasta liðið til að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni Portland Trail Blazers tryggði sér sæti í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta eftir fjögurra stiga sigur á Memphis Grizzlies í kvöld. 15. ágúst 2020 21:45 Lillard með fullt hús í kosningunni um verðmætasta leikmanninn Damian Lillard, leikmaður Portland Trail Blazers, hefur verið valinn verðmætasti leikmaður NBA-kúlunnar svokölluðu. 15. ágúst 2020 19:30 Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira
Portland síðasta liðið til að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni Portland Trail Blazers tryggði sér sæti í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta eftir fjögurra stiga sigur á Memphis Grizzlies í kvöld. 15. ágúst 2020 21:45
Lillard með fullt hús í kosningunni um verðmætasta leikmanninn Damian Lillard, leikmaður Portland Trail Blazers, hefur verið valinn verðmætasti leikmaður NBA-kúlunnar svokölluðu. 15. ágúst 2020 19:30