Tveir eftir í gæsluvarðhaldi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. febrúar 2020 15:19 Steingrímur Þór Ólafsson í haldi lögreglunnar í Venesúela árið 2010. Lögreglan í Venesúela Jónas Árni Lúðvíksson og Steingrímur Þór Ólafsson hafa verið úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til 5. mars grunaðir um aðild að framleiðslu á amfetamíni og peningaþvætti. Í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að gæsluvarðhald yfir tveimur karlmönnum sé á grundvelli almannahagsmuna. Jónas Árni og Steingrímur voru handteknir ásamt fjórum öðrum þann 18. janúar síðastliðinn. Upphaflega voru sex úrskurðuð í gæsluvarðhald, síðan fjórum og nú sitja tveir eftir í varðhaldi. Handtökurnar fóru fram samhliða umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem ráðist var í húsleitir. Lagt var hald á fíkniefni, vopn og fjármuni í aðgerðunum. Komist í kast við lögin Jónas Árni hefur komist í kast við lögin meðal annars í Papeyjarmálinu svokallaða árið 2009. Hlaut hann fimm ára dóm fyrir að hafa tekið við efnum við komuna til landsins á Djúpavogi. Jónas Árni hafði árið 2007 verið ákærður fyrir að kókaínsmygl ásamt Rúnari Þór Róbertssyni. Voru þeir báðir sýknaðir í málinu en Rúnar Þór hlaut sömuleiðis dóm í Papeyjarmálinu. Steingrímur Þór hlaut 30 mánaða fangelsisdóm fyrir peningaþvætti árið 2017 í VSK-málinu svokallaða. Hann var handtekinn í Venesúela árið 2010 og framseldur þaðan vegna málsins. 240 milljónir króna sem sviknar voru út úr endurgreiðslukerfi skattsins á tæpu einu ári gufuðu upp. Lausir úr gæsluvarðhaldi en enn bak við lás og slá Hinir tveir sem nú eru lausir úr gæsluvarðhaldi eru þó enn á bak við lás og slá. Einar Einarsson, áður Einar Jökull Einarsson, hefur í tvígang fengið þunga dóma fyrir fíkniefnabrot. Hann var í desember dæmdur í sex ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir framleiðslu á átta kílóum af amfetamíni í sumarbústað í Borgarfirði. Þá er Lárus Freyr Einarsson kominn aftur í afplánun á Litla-Hrauni. Hann hlaut fjórtán ára fangelsi í Danmörku árið 2011 fyrir að skjóta móður fyrrverandi unnustu sinnar til bana. Hann fékk reynslulausn sumarið 2019, rauf skilyrði hennar um jólin og var handtekinn á Litla-Hrauni á sama tíma og hinir fimm voru handteknir. Þau tvö sem fyrst var sleppt úr haldi lögreglu munu hafa þunga dóma á bakinu. Í tilkynningu frá lögreglu segir að rannsókn málsins miði ágætlega. Lögreglumál Pólstjörnumálið Tengdar fréttir Þungir dómar vegna amfetamínframleiðslu í Borgarfirði Sakborningar í umfangsmiklu amfetamínsmáli fengu þunga dóma fyrir aðild þeirra að málinu þegar dómur var kvaðinn upp í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur nú fyrir stundu. 9. desember 2019 14:38 Einn hinna handteknu hlotið tvo þunga dóma fyrir fíkniefnabrot Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er Einar Einarsson, sem hefur í tvígang fengið þunga dóma fyrir fíkniefnabrot, er á meðal þeirra sex manna sem Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í gæsluvarðhald á sunnudaginn. 21. janúar 2020 12:00 Lögregla heldur fjórum í varðhaldi en sleppir tveimur Fjórir karlmenn, sem grunaðir eru um aðild að umfangsmiklu sakamáli sem snýr meðal annars að framleiðslu fíkniefna og peningaþvætti, voru úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 31. janúar 2020 15:42 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Jónas Árni Lúðvíksson og Steingrímur Þór Ólafsson hafa verið úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til 5. mars grunaðir um aðild að framleiðslu á amfetamíni og peningaþvætti. Í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að gæsluvarðhald yfir tveimur karlmönnum sé á grundvelli almannahagsmuna. Jónas Árni og Steingrímur voru handteknir ásamt fjórum öðrum þann 18. janúar síðastliðinn. Upphaflega voru sex úrskurðuð í gæsluvarðhald, síðan fjórum og nú sitja tveir eftir í varðhaldi. Handtökurnar fóru fram samhliða umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem ráðist var í húsleitir. Lagt var hald á fíkniefni, vopn og fjármuni í aðgerðunum. Komist í kast við lögin Jónas Árni hefur komist í kast við lögin meðal annars í Papeyjarmálinu svokallaða árið 2009. Hlaut hann fimm ára dóm fyrir að hafa tekið við efnum við komuna til landsins á Djúpavogi. Jónas Árni hafði árið 2007 verið ákærður fyrir að kókaínsmygl ásamt Rúnari Þór Róbertssyni. Voru þeir báðir sýknaðir í málinu en Rúnar Þór hlaut sömuleiðis dóm í Papeyjarmálinu. Steingrímur Þór hlaut 30 mánaða fangelsisdóm fyrir peningaþvætti árið 2017 í VSK-málinu svokallaða. Hann var handtekinn í Venesúela árið 2010 og framseldur þaðan vegna málsins. 240 milljónir króna sem sviknar voru út úr endurgreiðslukerfi skattsins á tæpu einu ári gufuðu upp. Lausir úr gæsluvarðhaldi en enn bak við lás og slá Hinir tveir sem nú eru lausir úr gæsluvarðhaldi eru þó enn á bak við lás og slá. Einar Einarsson, áður Einar Jökull Einarsson, hefur í tvígang fengið þunga dóma fyrir fíkniefnabrot. Hann var í desember dæmdur í sex ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir framleiðslu á átta kílóum af amfetamíni í sumarbústað í Borgarfirði. Þá er Lárus Freyr Einarsson kominn aftur í afplánun á Litla-Hrauni. Hann hlaut fjórtán ára fangelsi í Danmörku árið 2011 fyrir að skjóta móður fyrrverandi unnustu sinnar til bana. Hann fékk reynslulausn sumarið 2019, rauf skilyrði hennar um jólin og var handtekinn á Litla-Hrauni á sama tíma og hinir fimm voru handteknir. Þau tvö sem fyrst var sleppt úr haldi lögreglu munu hafa þunga dóma á bakinu. Í tilkynningu frá lögreglu segir að rannsókn málsins miði ágætlega.
Lögreglumál Pólstjörnumálið Tengdar fréttir Þungir dómar vegna amfetamínframleiðslu í Borgarfirði Sakborningar í umfangsmiklu amfetamínsmáli fengu þunga dóma fyrir aðild þeirra að málinu þegar dómur var kvaðinn upp í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur nú fyrir stundu. 9. desember 2019 14:38 Einn hinna handteknu hlotið tvo þunga dóma fyrir fíkniefnabrot Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er Einar Einarsson, sem hefur í tvígang fengið þunga dóma fyrir fíkniefnabrot, er á meðal þeirra sex manna sem Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í gæsluvarðhald á sunnudaginn. 21. janúar 2020 12:00 Lögregla heldur fjórum í varðhaldi en sleppir tveimur Fjórir karlmenn, sem grunaðir eru um aðild að umfangsmiklu sakamáli sem snýr meðal annars að framleiðslu fíkniefna og peningaþvætti, voru úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 31. janúar 2020 15:42 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Þungir dómar vegna amfetamínframleiðslu í Borgarfirði Sakborningar í umfangsmiklu amfetamínsmáli fengu þunga dóma fyrir aðild þeirra að málinu þegar dómur var kvaðinn upp í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur nú fyrir stundu. 9. desember 2019 14:38
Einn hinna handteknu hlotið tvo þunga dóma fyrir fíkniefnabrot Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er Einar Einarsson, sem hefur í tvígang fengið þunga dóma fyrir fíkniefnabrot, er á meðal þeirra sex manna sem Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í gæsluvarðhald á sunnudaginn. 21. janúar 2020 12:00
Lögregla heldur fjórum í varðhaldi en sleppir tveimur Fjórir karlmenn, sem grunaðir eru um aðild að umfangsmiklu sakamáli sem snýr meðal annars að framleiðslu fíkniefna og peningaþvætti, voru úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 31. janúar 2020 15:42