Útlán bankanna til fyrirtækja dragast saman Heimir Már Pétursson skrifar 7. febrúar 2020 13:15 Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri. vísir/vilhelm Útlán viðskiptabankanna til fyrirtækja hafa dregist mikið saman frá miðju síðasta ári og vaxtaálag á lán til þeirra hefur hækkað mikið. Seðlabankastjóri segir þörf á meiri nýsköpun í atvinnulífinu. Útlán bankanna til heimila og fyrirtækja tóku að aukast á árinu 2016. Síðan þá hafa þau aukist jafnt og þétt til heimilanna en tóku stökk til fyrirtækja árið 2017 og fram á seinnipart síðasta árs þegar verulega tók að draga úr útlánum til fyrirtækja. En á sama tíma og vextir hafa verið að lækka allt frá í maí í fyrra, byrjuðu bankarnir að hækka svo kallað vaxtaálag á útlán til fyrirtækja. Það hefur farið úr um tveimur prósentum um mitt ár 2019 í tæp fjögur prósent. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir hluta skýringarinnar á minni útlánum vera samdrátt í ferðaþjónustu sem hafi leitt fjárfestingar í atvinnulífinu undanfarin ár. „Það er að minnka. Það skortir fleiri góð fjárfestingarverkefni. Á sama tíma eru bankarnir að einhverju leyti að eiga við kerfisbreytingar og ýmsan kostnað sem hefur lagst á þá. Þeir hafa að einhverju leyti verið að hækka álögur á lán til fyrirtækja. Það er margt sem kemur til,“ segir Ásgeir. Vaxtalækkanir Seðlabankans undanfarna níu mánuði hafi hins vegar unnið á móti þessari þróun. „Við erum að einhverju leyti að sjá meiri vanskil hjá bönkunum en ekki verulega mikil það sem við sjáum enn þá. Það náttúrlega skiptir máli að fjárhagur heimilanna er svona stöðugur eins og núna. Við erum ekki að sjá verðbólgu aukast. Það felur í sér minni líkur á útlánatapi. Verðbólga hefur oft svo slæm áhrif og lækkun kaupmáttar hefur auðvitað slæm áhrif á útlán bankanna. Við erum ekki að sjá það núna,“ segir Ásgeir Jónsson. Efnahagsmál Íslenskir bankar Mest lesið Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Viðskipti innlent Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Viðskipti erlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Viðskipti innlent Ráðinn fjármálastjóri Origo Viðskipti innlent „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Áratugi að greiða niður hundraða milljarða skuldir Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Sjá meira
Útlán viðskiptabankanna til fyrirtækja hafa dregist mikið saman frá miðju síðasta ári og vaxtaálag á lán til þeirra hefur hækkað mikið. Seðlabankastjóri segir þörf á meiri nýsköpun í atvinnulífinu. Útlán bankanna til heimila og fyrirtækja tóku að aukast á árinu 2016. Síðan þá hafa þau aukist jafnt og þétt til heimilanna en tóku stökk til fyrirtækja árið 2017 og fram á seinnipart síðasta árs þegar verulega tók að draga úr útlánum til fyrirtækja. En á sama tíma og vextir hafa verið að lækka allt frá í maí í fyrra, byrjuðu bankarnir að hækka svo kallað vaxtaálag á útlán til fyrirtækja. Það hefur farið úr um tveimur prósentum um mitt ár 2019 í tæp fjögur prósent. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir hluta skýringarinnar á minni útlánum vera samdrátt í ferðaþjónustu sem hafi leitt fjárfestingar í atvinnulífinu undanfarin ár. „Það er að minnka. Það skortir fleiri góð fjárfestingarverkefni. Á sama tíma eru bankarnir að einhverju leyti að eiga við kerfisbreytingar og ýmsan kostnað sem hefur lagst á þá. Þeir hafa að einhverju leyti verið að hækka álögur á lán til fyrirtækja. Það er margt sem kemur til,“ segir Ásgeir. Vaxtalækkanir Seðlabankans undanfarna níu mánuði hafi hins vegar unnið á móti þessari þróun. „Við erum að einhverju leyti að sjá meiri vanskil hjá bönkunum en ekki verulega mikil það sem við sjáum enn þá. Það náttúrlega skiptir máli að fjárhagur heimilanna er svona stöðugur eins og núna. Við erum ekki að sjá verðbólgu aukast. Það felur í sér minni líkur á útlánatapi. Verðbólga hefur oft svo slæm áhrif og lækkun kaupmáttar hefur auðvitað slæm áhrif á útlán bankanna. Við erum ekki að sjá það núna,“ segir Ásgeir Jónsson.
Efnahagsmál Íslenskir bankar Mest lesið Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Viðskipti innlent Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Viðskipti erlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Viðskipti innlent Ráðinn fjármálastjóri Origo Viðskipti innlent „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Áratugi að greiða niður hundraða milljarða skuldir Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Sjá meira