Umfjöllun og viðtöl: KR - Keflavík 88-82 | KR stóðst prófið í hörkuleik Árni Jóhannsson skrifar 7. febrúar 2020 23:15 Úr leik kvöldsins. Vísir/Daníel KR bar sigurorð af Keflvíkingum í 18. umferð Dominos deildarinnar í körfuknattleik fyrr í kvöld. Leikið var í DHL höllinni og varð úr svakalegur leikur sem endaði með sex stiga sigri KR 88-82. Leikurinn bar þess merki að hann var mikilvægur fyrir bæði lið en KR og Keflavík eru að reyna að ná sér í sem besta stöðu í töflunni fyrir úrslitakeppnina. Keflvíkingar byrjuðu ögn betur og komust yfir og í stöðuna 4-9 áður en KR rankaði við sér og tók sinn fyrsta sprett en þetta átti eftir að verða saga leiksins. Það er að segja þegar annað liðið fór á sprett þá var stutt í að andstæðingurinn gerði slíkt hið sama og jafnaði, komst yfir eða bjó til örlitla forystu. Keflvíkingar héldu forystunni í lok fyrsta leikhluta 20-24 og varð annar leikhluti keimlíkur þeim fyrsta en liðin gengu til búningsklefa í stöðunni 38-39 en eins og glöggir lesendur átta sig á þá var ákafinn aukinn í varnarleik liðanna í öðrum leikhluta. KR var mikið betri aðilinn í þriðja fjórðung en náðu þó ekki að slíta sig frá gestunum sem voru áttu flottan lokakafla í leikhlutanum. KR komst mest níu stigum yfir í þriðja leikhluta en Keflavík skoraði síðustu sjö stig leikhlutans og voru ekki nema fjórum stigum frá KR þegar honum lauk í stöðunni 66-62. Keflvíkingar tóka þann anda með sér inn í fjórða leikhluta og komust aftur yfir með einu stigi í upphafi loka leikhlutans 66-67 en þá tóku KR aftur við sér án þess þó, eins og oft áður, að slíta sig frá gestunum og úr varð æsispennandi lokakafli. Khalil Ullah Ahmad hitnaði heldur betur í fjórða leikhluta en hann hafði haft hægt um sig fram að því og hélt sínum mönnum inn í leiknum. Þegar tæp hálf mínúta lifið síðan af leiknum þá réðust úrslitin. Eftir mikla baráttu í teig gestanna var dæmt uppkast og áttu KR-ingar boltann með 2 sekúndur eftir af skotklukkunni og áttu innkast undir körfunni í stöðunni 84-82. Leikhlé var tekið til að teikna upp sóknina en það þurfti að hafa hraðar hendur til að koma boltanum í körfuna. Jón Arnór Stefánsson, sá sem þú vilt síst að fái boltann í svona aðstæðum, fann sig einan undir körfunni og kom boltanum í körfuna og jók muninn í 86-82. Keflvíkingar náðu ekki að skora það sem eftir var og KR bættu við tveimur stigum í viðbót til að sigla sigrinum heim 88-82.Afhverju vann KR?Í leik þar sem sigurinn hefði getað endað sitt hvorum megin þá er erfitt að setja puttann á einn hlut sem skar úr um. Kænska Jóns Arnórs Stefánsson kemur upp í hugann en hann hristi af sér varnarmann Keflvíkinga til að koma muninum upp í fjögur stig þegar skammt var eftir af leiknum. Reynsla sexfaldra Íslandsmeistara skiptir miklu máli í aðstæðum sem þessum. Það má einnig nefna að vítanýting gestanna var ekki mikil til að hrópa húrra fyrir. Keflvíkingar voru duglegir að koma sér á línuna en af 18 skotum fóru ekki nema 12 ofan í og það skiptir heldur betur máli í leik sem þessum.Bestir á vellinum?Heimamenn fengu gott framlag úr mörgum áttum í dag. Dino Crnac leiðrétti slappa frammistöðu á Króknum og skoraði 22 stig, stal þremur boltum og varði tvö skot og skipti heldur betur máli fyrir sína menn. Hjá Keflavík var sömu sögu að segja en upp úr stóð eins og oft áður Dominykas Milka með 14 stig og 13 fráköst og tvo stolna bolta.Tölfræði sem vakti athygli.Eins og áður hefur komið fram þá var þetta hörkuleikur og því til dæmis var skipst á forystunni 11 sinnum og 6 sinnum var jafnt á öllum tölum. Bekkir liðanna skiluðu báðir 22 stigum hvor og frákasta baráttan vannst á tveimur fráksötum 37-39 gestunum í vil.Hvað næst?Bæði lið eru ekki þátttakendur í bikarhelginni og fá því langt og gott frí. Bæði til að hvíla lúin bein og undirbúa sig fyrir hraðmótið í mars og úrslitakeppnina. Þegar bolta verður kastað aftur upp í loft þann 1. mars nk. þá munu KR-ingar heimsækja Njarðvíkinga í Ljónagryfjuna á meðan Keflvíkingar taka á móti Haukum í Sláturhúsinu. Þangað til verður fólka að láta Dominos deild kvenna, bikarkeppnina og landslið Íslands sér nægja til að svala körfubolta þorstanum.Brynjar Þór: Þetta var úrslitakeppnis Gummi eins og maður þekkir hannJakob átti flottan leik í kvöld.vísir/daníelKR bar sigurorð af Keflvíkingum í 18. umferð Dominos deildarinnar í körfuknattleik fyrr í kvöld. Leikið var í DHL höllinni og varð úr svakalegur leikur sem endaði með sex stiga sigri KR 88-82. Einn af leiðtogum KR Brynjar Þór Björnsson hafði sig kannski ekki mikið í frammi sóknarlega en hann lék af mikilli hörku og eina karfa hans skipti máli á lokasprettinum. „Þetta var sigur liðsheildarinnar“, sagði Brilli þegar hann var spurður að því hvað hafi skilað heimamönnum sigrinum. „Það voru allir einhvern veginn að skila sínu. Mike, Kristó og Dino stigu upp frá því í seinasta leik og mér fannst við spila frábærlega. Þeir náðu kannski að stoppa skotin mín og fleiri en við náðum að refsa þeim og vorum mjög fjölhæfir í kvöld. Mér líður eins og það sé uppgangur á liðinu“. Brynjar talaði um liðsheild en KR-inga hefur á löngum köflum í vetur vantað menn í liðið sitt. Hann var því spurður hvort að núna væri liðið að koma í raun og veru saman í fyrsta sinn. „Í fyrsta skipti núna í síðustu leikjum sem mér líður vel inn á vellinum með mitt hlutverk og með hlutverk allra í liðin. Þegar öllum líður vel inn á vellinum þá spilum við betur“. Hver og einn sigur skiptir að sjálfsögðu máli en Brynjar var inntur eftir því hvernig þessi sigur skipti KR máli fyrir utan stigin tvö sem fást fyrir sigur. „Hann skipti máli andlega. Við erum náttúrlega í harðri baráttu um þriðja til sjötta sætis, það er kannski orðið erfitt að ná þriðja sætinu, en við viljum ná þessu fjórða sæti og þetta var stór leikur í áttina að því að ná því sæti en við eigum Njarðvík og Stjörnuna í næstu tveimur leikjum og það verða risastórir leikir og vonandi náum við sigrum þar og komum okkur í fjórða sætið“. Leikurinn í kvöld spilaðist eins og um leik í úrslitakeppni væri að ræða og virtist Brynjar ánægður með það. Hann brosti allavega út í annað þegar hann ræddi stemmninguna. „Þetta var það. Stemmningin og andinn í báðum liðum. Maður fann það í báðum liðum að þessi leikur var mikilvægur. Það sást best í því hvernig spiluð var vörn á mig og fleiri. Gummi Jónss. var fysikal og þetta var úrslitakeppnis Gummi eins og maður þekkir hann“.Khalil: Við þurfum að nota tapið sem hvatninguÚr leik kvöldsins.vísir/daníel„Við hefðum þurft að klára varnarleik okkar betur í lok leiks til að ná í sigurinn“, var það fyrsta sem Khalil Ullah Ahmad taldi til hvers vegna Keflavík hafði ekki náð að vinna KR fyrr í kvöld. „Við hefðum þurft að ná í fleiri fráköst og hitta betur. Við fengum nokkur galopin skot sem við skorum oftast úr en leikurinn réðst eiginlega á þessum klikkuðu skotum. Þar að auki áttum við ekki góðan dag á vítalínunni en við erum oftast gott vítalið“. Khalil var spurður að því hvað tapið þýddi og að hverju Keflavík ætlaði að einbeita sér í langa hléinu. „Við þurfum að nota tapið sem hvatningu. Það stingur mikið að hafa tapað leiknum rétt fyrir hléið en við eigum ekki leik fyrr en eftir tæpan mánuð. Við verðum að halda einbeitingu og gera okkur klára fyrir næstu leiki“. Að lokum var Khalil spurður út í stemmninguna í leiknum en leikurinn bar þess merki að vera leikur í úrslitakeppninni. „Þetta var gaman. Mjög kappsamur leikur og KR kom af miklum krafti í þennan leik. Ég gæti vanist þessu en þetta var mjög gaman“.Hjalti Þór: Menn verða bara að bíta á jaxlinn og halda áframHjalti fylgist með sínum mönnum af hliðarlínunni.vísir/daníelKR bar sigurorð af Keflvíkingum í 18. umferð Dominos deildarinnar í körfuknattleik fyrr í kvöld. Leikið var í DHL höllinni og varð úr svakalegur leikur sem endaði með sex stiga sigri KR 88-82. Þjálfari Keflvíkinga var að vonum örlítið dapur með úrsltin en hann var fyrst spurður að því afhverju hans menn tóku ekki leikhlé fyrstu 37 mínútur leiksins. Ekki veitti af á löngum köflum. „Það kom alveg til greina. Ég líka treysti strákunum inn á vellinum og þeir komu nokkrum sinnum vel til baka en ég ákvað líka að eiga leikhléin inni í lokin. Hvort það var rétt eða vitlaust veit ég ekki og við komumst aldrei að því úr þessu. Þetta var samt leikur sem gat dottið hvoru megin og var stál í stál en ég var rosalega ósáttur hvað menn voru að láta ýta sér út úr öllu. Við töpum boltanum 16 sinnum og þar af 10 sinnum í fyrri hálfleik og það er ólíkt okkur og allt of mikið á móti svona liði. En númer 1, 2 og 3 þá riðlaðist sóknarleikurinn okkar of mikið af því að við vorum að pirra okkur yfir því að þeir voru að ýta okkur of mikið“. Dominykas Milka skoraði ekki nema eina körfu í seinni hálfleik og var Hjalti spurður hvort menn væru orðnir of þreyttir eftir hraðmótið sem hefur verið síðan um jól og áramót. „Ég held ekki. Hann hefur verið að spila 36-37 mínútur í vetur hjá okkur og hann gerði það. Hann var í einhverjum pirringi og vildi fá meira frá dómurunum en menn verða bara að bíta á jaxlinn og halda áfram“. Hjalti var á því að það væri hellingur sem hans menn þyrftu að bæta fyrir úrslitakeppnina sem er á næsta leyti. „Hellingur sem við þurfum að bæta. Alveg hellingur. Helst varnarlega en þeir eru að fá helling af opnum skotum og við gleymum því að tala saman varnarlega nokkrum sinnum í röð og gleymum því að pikka upp menn. Sóknarlega þá látum við ýta okkur út úr aðgerðum okkar. Við förum að pirra okkur og það er bara hellingur sem við þurfum að laga“. Dominos-deild karla
KR bar sigurorð af Keflvíkingum í 18. umferð Dominos deildarinnar í körfuknattleik fyrr í kvöld. Leikið var í DHL höllinni og varð úr svakalegur leikur sem endaði með sex stiga sigri KR 88-82. Leikurinn bar þess merki að hann var mikilvægur fyrir bæði lið en KR og Keflavík eru að reyna að ná sér í sem besta stöðu í töflunni fyrir úrslitakeppnina. Keflvíkingar byrjuðu ögn betur og komust yfir og í stöðuna 4-9 áður en KR rankaði við sér og tók sinn fyrsta sprett en þetta átti eftir að verða saga leiksins. Það er að segja þegar annað liðið fór á sprett þá var stutt í að andstæðingurinn gerði slíkt hið sama og jafnaði, komst yfir eða bjó til örlitla forystu. Keflvíkingar héldu forystunni í lok fyrsta leikhluta 20-24 og varð annar leikhluti keimlíkur þeim fyrsta en liðin gengu til búningsklefa í stöðunni 38-39 en eins og glöggir lesendur átta sig á þá var ákafinn aukinn í varnarleik liðanna í öðrum leikhluta. KR var mikið betri aðilinn í þriðja fjórðung en náðu þó ekki að slíta sig frá gestunum sem voru áttu flottan lokakafla í leikhlutanum. KR komst mest níu stigum yfir í þriðja leikhluta en Keflavík skoraði síðustu sjö stig leikhlutans og voru ekki nema fjórum stigum frá KR þegar honum lauk í stöðunni 66-62. Keflvíkingar tóka þann anda með sér inn í fjórða leikhluta og komust aftur yfir með einu stigi í upphafi loka leikhlutans 66-67 en þá tóku KR aftur við sér án þess þó, eins og oft áður, að slíta sig frá gestunum og úr varð æsispennandi lokakafli. Khalil Ullah Ahmad hitnaði heldur betur í fjórða leikhluta en hann hafði haft hægt um sig fram að því og hélt sínum mönnum inn í leiknum. Þegar tæp hálf mínúta lifið síðan af leiknum þá réðust úrslitin. Eftir mikla baráttu í teig gestanna var dæmt uppkast og áttu KR-ingar boltann með 2 sekúndur eftir af skotklukkunni og áttu innkast undir körfunni í stöðunni 84-82. Leikhlé var tekið til að teikna upp sóknina en það þurfti að hafa hraðar hendur til að koma boltanum í körfuna. Jón Arnór Stefánsson, sá sem þú vilt síst að fái boltann í svona aðstæðum, fann sig einan undir körfunni og kom boltanum í körfuna og jók muninn í 86-82. Keflvíkingar náðu ekki að skora það sem eftir var og KR bættu við tveimur stigum í viðbót til að sigla sigrinum heim 88-82.Afhverju vann KR?Í leik þar sem sigurinn hefði getað endað sitt hvorum megin þá er erfitt að setja puttann á einn hlut sem skar úr um. Kænska Jóns Arnórs Stefánsson kemur upp í hugann en hann hristi af sér varnarmann Keflvíkinga til að koma muninum upp í fjögur stig þegar skammt var eftir af leiknum. Reynsla sexfaldra Íslandsmeistara skiptir miklu máli í aðstæðum sem þessum. Það má einnig nefna að vítanýting gestanna var ekki mikil til að hrópa húrra fyrir. Keflvíkingar voru duglegir að koma sér á línuna en af 18 skotum fóru ekki nema 12 ofan í og það skiptir heldur betur máli í leik sem þessum.Bestir á vellinum?Heimamenn fengu gott framlag úr mörgum áttum í dag. Dino Crnac leiðrétti slappa frammistöðu á Króknum og skoraði 22 stig, stal þremur boltum og varði tvö skot og skipti heldur betur máli fyrir sína menn. Hjá Keflavík var sömu sögu að segja en upp úr stóð eins og oft áður Dominykas Milka með 14 stig og 13 fráköst og tvo stolna bolta.Tölfræði sem vakti athygli.Eins og áður hefur komið fram þá var þetta hörkuleikur og því til dæmis var skipst á forystunni 11 sinnum og 6 sinnum var jafnt á öllum tölum. Bekkir liðanna skiluðu báðir 22 stigum hvor og frákasta baráttan vannst á tveimur fráksötum 37-39 gestunum í vil.Hvað næst?Bæði lið eru ekki þátttakendur í bikarhelginni og fá því langt og gott frí. Bæði til að hvíla lúin bein og undirbúa sig fyrir hraðmótið í mars og úrslitakeppnina. Þegar bolta verður kastað aftur upp í loft þann 1. mars nk. þá munu KR-ingar heimsækja Njarðvíkinga í Ljónagryfjuna á meðan Keflvíkingar taka á móti Haukum í Sláturhúsinu. Þangað til verður fólka að láta Dominos deild kvenna, bikarkeppnina og landslið Íslands sér nægja til að svala körfubolta þorstanum.Brynjar Þór: Þetta var úrslitakeppnis Gummi eins og maður þekkir hannJakob átti flottan leik í kvöld.vísir/daníelKR bar sigurorð af Keflvíkingum í 18. umferð Dominos deildarinnar í körfuknattleik fyrr í kvöld. Leikið var í DHL höllinni og varð úr svakalegur leikur sem endaði með sex stiga sigri KR 88-82. Einn af leiðtogum KR Brynjar Þór Björnsson hafði sig kannski ekki mikið í frammi sóknarlega en hann lék af mikilli hörku og eina karfa hans skipti máli á lokasprettinum. „Þetta var sigur liðsheildarinnar“, sagði Brilli þegar hann var spurður að því hvað hafi skilað heimamönnum sigrinum. „Það voru allir einhvern veginn að skila sínu. Mike, Kristó og Dino stigu upp frá því í seinasta leik og mér fannst við spila frábærlega. Þeir náðu kannski að stoppa skotin mín og fleiri en við náðum að refsa þeim og vorum mjög fjölhæfir í kvöld. Mér líður eins og það sé uppgangur á liðinu“. Brynjar talaði um liðsheild en KR-inga hefur á löngum köflum í vetur vantað menn í liðið sitt. Hann var því spurður hvort að núna væri liðið að koma í raun og veru saman í fyrsta sinn. „Í fyrsta skipti núna í síðustu leikjum sem mér líður vel inn á vellinum með mitt hlutverk og með hlutverk allra í liðin. Þegar öllum líður vel inn á vellinum þá spilum við betur“. Hver og einn sigur skiptir að sjálfsögðu máli en Brynjar var inntur eftir því hvernig þessi sigur skipti KR máli fyrir utan stigin tvö sem fást fyrir sigur. „Hann skipti máli andlega. Við erum náttúrlega í harðri baráttu um þriðja til sjötta sætis, það er kannski orðið erfitt að ná þriðja sætinu, en við viljum ná þessu fjórða sæti og þetta var stór leikur í áttina að því að ná því sæti en við eigum Njarðvík og Stjörnuna í næstu tveimur leikjum og það verða risastórir leikir og vonandi náum við sigrum þar og komum okkur í fjórða sætið“. Leikurinn í kvöld spilaðist eins og um leik í úrslitakeppni væri að ræða og virtist Brynjar ánægður með það. Hann brosti allavega út í annað þegar hann ræddi stemmninguna. „Þetta var það. Stemmningin og andinn í báðum liðum. Maður fann það í báðum liðum að þessi leikur var mikilvægur. Það sást best í því hvernig spiluð var vörn á mig og fleiri. Gummi Jónss. var fysikal og þetta var úrslitakeppnis Gummi eins og maður þekkir hann“.Khalil: Við þurfum að nota tapið sem hvatninguÚr leik kvöldsins.vísir/daníel„Við hefðum þurft að klára varnarleik okkar betur í lok leiks til að ná í sigurinn“, var það fyrsta sem Khalil Ullah Ahmad taldi til hvers vegna Keflavík hafði ekki náð að vinna KR fyrr í kvöld. „Við hefðum þurft að ná í fleiri fráköst og hitta betur. Við fengum nokkur galopin skot sem við skorum oftast úr en leikurinn réðst eiginlega á þessum klikkuðu skotum. Þar að auki áttum við ekki góðan dag á vítalínunni en við erum oftast gott vítalið“. Khalil var spurður að því hvað tapið þýddi og að hverju Keflavík ætlaði að einbeita sér í langa hléinu. „Við þurfum að nota tapið sem hvatningu. Það stingur mikið að hafa tapað leiknum rétt fyrir hléið en við eigum ekki leik fyrr en eftir tæpan mánuð. Við verðum að halda einbeitingu og gera okkur klára fyrir næstu leiki“. Að lokum var Khalil spurður út í stemmninguna í leiknum en leikurinn bar þess merki að vera leikur í úrslitakeppninni. „Þetta var gaman. Mjög kappsamur leikur og KR kom af miklum krafti í þennan leik. Ég gæti vanist þessu en þetta var mjög gaman“.Hjalti Þór: Menn verða bara að bíta á jaxlinn og halda áframHjalti fylgist með sínum mönnum af hliðarlínunni.vísir/daníelKR bar sigurorð af Keflvíkingum í 18. umferð Dominos deildarinnar í körfuknattleik fyrr í kvöld. Leikið var í DHL höllinni og varð úr svakalegur leikur sem endaði með sex stiga sigri KR 88-82. Þjálfari Keflvíkinga var að vonum örlítið dapur með úrsltin en hann var fyrst spurður að því afhverju hans menn tóku ekki leikhlé fyrstu 37 mínútur leiksins. Ekki veitti af á löngum köflum. „Það kom alveg til greina. Ég líka treysti strákunum inn á vellinum og þeir komu nokkrum sinnum vel til baka en ég ákvað líka að eiga leikhléin inni í lokin. Hvort það var rétt eða vitlaust veit ég ekki og við komumst aldrei að því úr þessu. Þetta var samt leikur sem gat dottið hvoru megin og var stál í stál en ég var rosalega ósáttur hvað menn voru að láta ýta sér út úr öllu. Við töpum boltanum 16 sinnum og þar af 10 sinnum í fyrri hálfleik og það er ólíkt okkur og allt of mikið á móti svona liði. En númer 1, 2 og 3 þá riðlaðist sóknarleikurinn okkar of mikið af því að við vorum að pirra okkur yfir því að þeir voru að ýta okkur of mikið“. Dominykas Milka skoraði ekki nema eina körfu í seinni hálfleik og var Hjalti spurður hvort menn væru orðnir of þreyttir eftir hraðmótið sem hefur verið síðan um jól og áramót. „Ég held ekki. Hann hefur verið að spila 36-37 mínútur í vetur hjá okkur og hann gerði það. Hann var í einhverjum pirringi og vildi fá meira frá dómurunum en menn verða bara að bíta á jaxlinn og halda áfram“. Hjalti var á því að það væri hellingur sem hans menn þyrftu að bæta fyrir úrslitakeppnina sem er á næsta leyti. „Hellingur sem við þurfum að bæta. Alveg hellingur. Helst varnarlega en þeir eru að fá helling af opnum skotum og við gleymum því að tala saman varnarlega nokkrum sinnum í röð og gleymum því að pikka upp menn. Sóknarlega þá látum við ýta okkur út úr aðgerðum okkar. Við förum að pirra okkur og það er bara hellingur sem við þurfum að laga“.
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum