Mesti samdráttur í útflutningi í tæp þrjátíu ár Heimir Már Pétursson skrifar 5. febrúar 2020 19:45 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. vísir/vilhelm Efnahagshorfur á þessu ári og næsta versna mikið frá fyrri spám Seðlabankans sem er reiðubúinn að lækka vexti niður í núll ef á þurfi að halda. Samdráttur í útflutningi hefur ekki verið meiri en í fyrra í tæp þrjátíu ár. Á undanförnum níu mánuðum hefur Seðlabankinn lækkað vexti sína sex sinnum og einu sinni haldið þeim óbreyttum. Verðbólga er komin undir 2,5 prósenta markmið bankans og mun verða það áfram að hans mati. En þrátt fyrir það eru efnahagshorfur að versna, að sögn Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra. „Við erum að sjá verri horfur í útflutningi en við höfum áður gert ráð fyrir. Það er í raun að koma fram í öllum helstu stoðum hagkerfisins. Í ferðaþjónustu, að einhverju leyti líka í sjávarútvegi vegna þess að loðnan er ekki veidd og að einhverju leyti líka í áliðnaði,“ segir Ásgeir. Spáð er áframhaldandi samdrætti í útflutningi sem var 6 prósent í fyrra og hafði þá ekki verið meiri frá árinu 1991 þegar hann var 5,9 prósent. Með lækkun meginvaxta um 0,25 prósentur í dag hafa þeir lækkað um 1,75 prósentur frá því í maí í fyrra og seðlabankastjóri segir svigrúm til að lækka þá enn frekar.Þannig að bankinn getur farið með vextina allt niður í núllið ef á þarf að halda? „Já, já ef á þarf að halda og við teljum að það muni skila ávinningi.“ Hins vegar geti bankinn líka beitt fleiri aðferðum til að örva hagkerfið eins og með því að auka peninga í umferð eða með breytingum á gjaldeyrisgforðanum. Seðlabankastjóri segir að margt hafi hins vegar stuðlað að því að núverandi niðursveifla hafi ekki komið eins harkalega niður á heimilunum og áður gerðist með hækkandi verðbólgu og minni kaupmætti. „Við erum að einhverju leyti með breytt viðhorf hjá þjóðinni. Hún sparar miklu meira og sýnir miklu meiri ráðdeild. Við sáum ekki innlenda eftirspurn hlaupa fram úr sér á síðustu árum eins og áður hefur verið. Við erum að sjá stöðugan gjaldeyrismarkað, krónuna í jafnvægi,“ segir Ásgeir og bætir við að skynsamir kjarasamningar hafi einnig haft sitt að segja. Efnahagsmál Seðlabankinn Tengdar fréttir Stýrivextir lækka í 2,75 prósent Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. 5. febrúar 2020 08:56 Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira
Efnahagshorfur á þessu ári og næsta versna mikið frá fyrri spám Seðlabankans sem er reiðubúinn að lækka vexti niður í núll ef á þurfi að halda. Samdráttur í útflutningi hefur ekki verið meiri en í fyrra í tæp þrjátíu ár. Á undanförnum níu mánuðum hefur Seðlabankinn lækkað vexti sína sex sinnum og einu sinni haldið þeim óbreyttum. Verðbólga er komin undir 2,5 prósenta markmið bankans og mun verða það áfram að hans mati. En þrátt fyrir það eru efnahagshorfur að versna, að sögn Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra. „Við erum að sjá verri horfur í útflutningi en við höfum áður gert ráð fyrir. Það er í raun að koma fram í öllum helstu stoðum hagkerfisins. Í ferðaþjónustu, að einhverju leyti líka í sjávarútvegi vegna þess að loðnan er ekki veidd og að einhverju leyti líka í áliðnaði,“ segir Ásgeir. Spáð er áframhaldandi samdrætti í útflutningi sem var 6 prósent í fyrra og hafði þá ekki verið meiri frá árinu 1991 þegar hann var 5,9 prósent. Með lækkun meginvaxta um 0,25 prósentur í dag hafa þeir lækkað um 1,75 prósentur frá því í maí í fyrra og seðlabankastjóri segir svigrúm til að lækka þá enn frekar.Þannig að bankinn getur farið með vextina allt niður í núllið ef á þarf að halda? „Já, já ef á þarf að halda og við teljum að það muni skila ávinningi.“ Hins vegar geti bankinn líka beitt fleiri aðferðum til að örva hagkerfið eins og með því að auka peninga í umferð eða með breytingum á gjaldeyrisgforðanum. Seðlabankastjóri segir að margt hafi hins vegar stuðlað að því að núverandi niðursveifla hafi ekki komið eins harkalega niður á heimilunum og áður gerðist með hækkandi verðbólgu og minni kaupmætti. „Við erum að einhverju leyti með breytt viðhorf hjá þjóðinni. Hún sparar miklu meira og sýnir miklu meiri ráðdeild. Við sáum ekki innlenda eftirspurn hlaupa fram úr sér á síðustu árum eins og áður hefur verið. Við erum að sjá stöðugan gjaldeyrismarkað, krónuna í jafnvægi,“ segir Ásgeir og bætir við að skynsamir kjarasamningar hafi einnig haft sitt að segja.
Efnahagsmál Seðlabankinn Tengdar fréttir Stýrivextir lækka í 2,75 prósent Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. 5. febrúar 2020 08:56 Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira
Stýrivextir lækka í 2,75 prósent Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. 5. febrúar 2020 08:56