Tryggvi Snær Hlinason fór á kostum er Zaragoza vann tveggja stiga sigur, 93-91, á Happy Casa Brindisi í Meistaradeildinni í körfubolta í kvöld.
Sigurkörfuna skoraði Dylan Ennis er tvær sekúndur voru eftir af leiknum.
Tryggvi Snær Hlinason var framlagshæstur í liði Zaragoza. Hann gerði 14 stig og tók níu fráköst en hann var með framlagsstig upp á 21.
El @BasketZaragoza será primero de grupo tras una espectacular victoria en la cancha del @HappycasaNBB (91-93) con un canastón de @canadiankidDJE sobre la bocina.
— Liga Endesa (@ACBCOM) February 4, 2020
Con 21 de valoración, Tryggvi Hlinason fue el mejor del cuadro maño. pic.twitter.com/7xktV3wU2z
Zaragoza er á toppi D-riðilsins með 24 stig eftir tíu sigra í fjórtán leikjum en Brindisi er á botni riðilsins með einungs fimm sigra í nítján leikjum.