Innlent

Allt að ellefu stiga hiti á morgun

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Hitinn eins og hann lítur út klukkan tvö á morgun.
Hitinn eins og hann lítur út klukkan tvö á morgun. Skjáskot/veðurstofa íslands

Ört hlýnar í veðri næstu daga og gera má ráð fyrir rigningu víða á landinu. Þá gæti hiti farið upp í 11 stig á morgun.

Búast má við vaxandi sunnanátt í dag, 8-15 m/s síðdegis með slyddu eða rigningu. Hægari vindur og þurrt norðaustantil fram á kvöld. Víða verður töluvert frost í morgunsárið, einkum fyrir norðan, en það hlýnar ört í dag og hitinn verður á bilinu 1 til 7 stig seint í kvöld.

Á morgun verður svo keimlíkt veður, sunnan og suðvestan 10-18 m/s og rigning eða súld, en úrkomuminna norðaustanlands. Hlýtt verður í veðri, hiti víða 4 til 11 stig.

„[…] hlýjast þar sem hnúkaþeyr nær sér niður á Norður- og Austurlandi. Staðan verður svipuð framan af fimmtudeginum, en síðdegis snýst svo í suðvestanátt með kólnandi veðri,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag:

Suðlæg átt, víða 10-15 m/s og súld eða rigning, en úrkomuminna NA-lands. Hiti 2 til 10 stig, hlýjast fyrir norðan.



Á fimmtudag:

S og SV 13-20 m/s og súld eða rigning S- og V-lands, en þurrt að kalla NA-til. Hiti breytist lítið. Dregur úr vindi og úrkomu síðdegis með kólnandi veðri.



Á föstudag:

Gengur í hvassa suðaustanátt, með vætusömu og mildu veðri, en úrkomulítið norðanlands.



Á laugardag:

Sunnanátt og víða snjókoma eða él, en þurrt að mestu fyrir norðan. Hiti kringum frostmark.



Á sunnudag og mánudag:

Útlit fyrir vestlæga eða breytilega átt með ofankomu víða, og heldur kólnandi veðri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×