Sá yngsti frá upphafi til að ná því að verða bæði bestur í NFL og NFL-meistari Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. febrúar 2020 03:48 Kærustuparið Patrick Mahomes og Brittany Matthews fagna sigri í leikslok í nótt. Þau eyddu saman tíma á Íslandi þegar hún lék með Aftureldingu. Getty/Elsa Patrick Mahomes leiddi Kansas City Chiefs til sigurs í Super Bowl og það kom fáum á óvart að hann hafi verið kosinn mikilvægasti leikmaður úrslitaleiksins. Með því skrifaði hann NFL-söguna. Kansas City Chiefs var tíu stigum undir þegar rúmar sex mínútur voru eftir en þá töfraði Patrick Mahomes fram frábærar sóknir á úrslitastund og Chiefs vann að lokum ellefu stiga sigur, 31-20. Mahomes hefur verið duglegur að bæti metin á sínu stutta en strax glæsilega ferli. Hann bætti líka einu til viðbótar í nótt. Patrick Mahomes varð þá yngsti leikmaðurinn í sögu NFL deildarinnar sem nær því að vera bæði mikilvægasti leikmaður deildarinnar (í fyrra) og vinna Super Bowl. Made it to the top and their whole careers are still in front of them pic.twitter.com/zXWscC8FuJ— B/R Football (@brfootball) February 3, 2020 Mahomes var aðeins 24 ára og 138 daga í gær en hann bætti met Emmitt Smith sem náði þessari tvennu þegar hann var 24 ára og 260 daga. Uppkoma Patrick Mahomes hefur verið ótrúleg á síðustu tveimur árum en það er ekki langt síðan hann eyddi tíma með kærustu sinni Brittany Matthews á Íslandi þegar hún spilaði knattspyrnu með Aftureldingu í Mosfellsbæ. "This is Patrick Mahomes and we just won the Super Bowl! Kansas City, we're coming home, baby!" (via @NFL) pic.twitter.com/3AHrWQPaQ6— ESPN (@espn) February 3, 2020 Nú er þessi strákur orðinn ein allra stærsta íþróttastjarna Bandaríkjanna og lítur um leið bara að vera byrja magnaðan feril. Hann mun samt halda titlinum tengdasonur Mosfellsbæjar á Íslandi. Hæfileikarnir eru ótrúlegir en það er allt annað að kalla slíka töfra fram þegar mótlætið er mikið og pressan er mikil á þér á stærsta sviðinu. Frammistaða Patrick Mahomes í lok Super Bowl í nótt er því enn ein sönnun þess að hér fer enginn venjulegur leikmaður. At 24 years, 138 days old, Patrick Mahomes is youngest player in NFL history to win an MVP award and a Super Bowl (previous was Emmitt Smith at 24 years, 260 days). pic.twitter.com/8KYZwnlFfi— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) February 3, 2020 Patrick Mahomes is the youngest QB in the Super Bowl Era (since 1966) with at least 10 Pass TD in a single postseason. pic.twitter.com/WThsNxBSdw— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) February 3, 2020 NFL Ofurskálin Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Fleiri fréttir Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Sjá meira
Patrick Mahomes leiddi Kansas City Chiefs til sigurs í Super Bowl og það kom fáum á óvart að hann hafi verið kosinn mikilvægasti leikmaður úrslitaleiksins. Með því skrifaði hann NFL-söguna. Kansas City Chiefs var tíu stigum undir þegar rúmar sex mínútur voru eftir en þá töfraði Patrick Mahomes fram frábærar sóknir á úrslitastund og Chiefs vann að lokum ellefu stiga sigur, 31-20. Mahomes hefur verið duglegur að bæti metin á sínu stutta en strax glæsilega ferli. Hann bætti líka einu til viðbótar í nótt. Patrick Mahomes varð þá yngsti leikmaðurinn í sögu NFL deildarinnar sem nær því að vera bæði mikilvægasti leikmaður deildarinnar (í fyrra) og vinna Super Bowl. Made it to the top and their whole careers are still in front of them pic.twitter.com/zXWscC8FuJ— B/R Football (@brfootball) February 3, 2020 Mahomes var aðeins 24 ára og 138 daga í gær en hann bætti met Emmitt Smith sem náði þessari tvennu þegar hann var 24 ára og 260 daga. Uppkoma Patrick Mahomes hefur verið ótrúleg á síðustu tveimur árum en það er ekki langt síðan hann eyddi tíma með kærustu sinni Brittany Matthews á Íslandi þegar hún spilaði knattspyrnu með Aftureldingu í Mosfellsbæ. "This is Patrick Mahomes and we just won the Super Bowl! Kansas City, we're coming home, baby!" (via @NFL) pic.twitter.com/3AHrWQPaQ6— ESPN (@espn) February 3, 2020 Nú er þessi strákur orðinn ein allra stærsta íþróttastjarna Bandaríkjanna og lítur um leið bara að vera byrja magnaðan feril. Hann mun samt halda titlinum tengdasonur Mosfellsbæjar á Íslandi. Hæfileikarnir eru ótrúlegir en það er allt annað að kalla slíka töfra fram þegar mótlætið er mikið og pressan er mikil á þér á stærsta sviðinu. Frammistaða Patrick Mahomes í lok Super Bowl í nótt er því enn ein sönnun þess að hér fer enginn venjulegur leikmaður. At 24 years, 138 days old, Patrick Mahomes is youngest player in NFL history to win an MVP award and a Super Bowl (previous was Emmitt Smith at 24 years, 260 days). pic.twitter.com/8KYZwnlFfi— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) February 3, 2020 Patrick Mahomes is the youngest QB in the Super Bowl Era (since 1966) with at least 10 Pass TD in a single postseason. pic.twitter.com/WThsNxBSdw— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) February 3, 2020
NFL Ofurskálin Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Fleiri fréttir Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Sjá meira