Tveir menn ákærðir fyrir áratugagamalt morðið á Jam Master Jay Samúel Karl Ólason skrifar 18. ágúst 2020 08:03 Jam Master Jay er hér til hægri á myndinni sem tekin var á Grammy verðlaunahátíðinni árið 1988. Í miðunni er Darryl „DMC“ McDaniels og Joseph „Run“ Simmons er lengst til vinstri. Saman mynduðu þeir hljómsveitina Run-DMC. AP/Mark Lennihan Saksóknarar í New York í Bandaríkjunum hafa ákært tvo menn fyrir morðið á listamanninum víðfræga, Jam Master Jay, úr Run-DMC. Hann var myrtur árið 2002 og hafa morðingjar hans aldrei fundist. Saksóknarar segja nú að Jay, plötusnúður og pródúsent, sem hét í raun Jason Mizell, hafi verið myrtur af tveimur mönnum úr hverfi hans. Þeir hafi setið fyrir honum vegna kókaínviðskipta. Mennirnir sem sagðir eru hafa myrt Jay eru Ronald Washington, sem er 56 ára gamall og situr í fangelsi fyrir fjölda rána sem hann framdi á flótta undan lögreglu eftir morðið, og Karl Jordan Jr. Sá er 36 ára gamall og hefur hann einnig verið ákærður fyrir að selja kókaín árið 2017. Saksóknarar segja, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar, að Washington hafi á þessum tíma búið með Jay og sofið á sófa hans. Hann og Jordan hafi myrt Jay eftir að sá síðastnefndi fór framhjá þeim í fíkniefnaviðskiptum sínum. Mennirnnir tveir eru sagðir hafa farið inn í upptökuver Jay. Þar hafi Washington þvingað fólk til að leggjast niður á meðan Jordan skaut Jay í höfuðið. Báðir voru grímuklæddir þegar morðið var framið. „Þeir myrtu hann í köldu blóði,“ sagði saksóknarinn Seth DuCharme á blaðamannafundi í gær. Jay myndaði hljómsveitina Run-DMC með Joseph „Run“ Simmons og Darryl „DMC“ McDaniel á níunda áratug síðustu aldar. Þeir urðu frægir fyrir lög eins og It's Tricky og Walk This Way, sem þeir gerðu með hljómsveitinni Aerosmith. Hljómsveitin spilaði ítrekað á tónleikum gegn fíkniefnaneyslu og var Jay þekktur fyrir opinbera andstöðu sína við fíkniefni. Nú segja saksóknarar þó að hann hafi flutt mikið magn af kókaíni til New York um árabil. Bandaríkin Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Sjá meira
Saksóknarar í New York í Bandaríkjunum hafa ákært tvo menn fyrir morðið á listamanninum víðfræga, Jam Master Jay, úr Run-DMC. Hann var myrtur árið 2002 og hafa morðingjar hans aldrei fundist. Saksóknarar segja nú að Jay, plötusnúður og pródúsent, sem hét í raun Jason Mizell, hafi verið myrtur af tveimur mönnum úr hverfi hans. Þeir hafi setið fyrir honum vegna kókaínviðskipta. Mennirnir sem sagðir eru hafa myrt Jay eru Ronald Washington, sem er 56 ára gamall og situr í fangelsi fyrir fjölda rána sem hann framdi á flótta undan lögreglu eftir morðið, og Karl Jordan Jr. Sá er 36 ára gamall og hefur hann einnig verið ákærður fyrir að selja kókaín árið 2017. Saksóknarar segja, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar, að Washington hafi á þessum tíma búið með Jay og sofið á sófa hans. Hann og Jordan hafi myrt Jay eftir að sá síðastnefndi fór framhjá þeim í fíkniefnaviðskiptum sínum. Mennirnnir tveir eru sagðir hafa farið inn í upptökuver Jay. Þar hafi Washington þvingað fólk til að leggjast niður á meðan Jordan skaut Jay í höfuðið. Báðir voru grímuklæddir þegar morðið var framið. „Þeir myrtu hann í köldu blóði,“ sagði saksóknarinn Seth DuCharme á blaðamannafundi í gær. Jay myndaði hljómsveitina Run-DMC með Joseph „Run“ Simmons og Darryl „DMC“ McDaniel á níunda áratug síðustu aldar. Þeir urðu frægir fyrir lög eins og It's Tricky og Walk This Way, sem þeir gerðu með hljómsveitinni Aerosmith. Hljómsveitin spilaði ítrekað á tónleikum gegn fíkniefnaneyslu og var Jay þekktur fyrir opinbera andstöðu sína við fíkniefni. Nú segja saksóknarar þó að hann hafi flutt mikið magn af kókaíni til New York um árabil.
Bandaríkin Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Sjá meira