Ekkert verður til úr engu Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar 19. febrúar 2020 08:30 Öflugt og fjölbreytt atvinnulíf er forsenda velferðar. Fjölbreytt atvinnulíf skapar störf, verðmæti og tekjur sem eru grundvöllur þess að hægt er að reka öflugt velferðarkerfi á Íslandi. Um það hljótum við öll að vera sammála. Það er alveg ljóst að lokun álversins í Straumsvík yrði mikið högg fyrir íslenskt samfélag og þá sérstaklega samfélagið okkar hér í Hafnarfirði. Það væri mikið áfall fyrir þá rúmlega 400 starfsmenn og fjölskyldur þeirra sem hjá álverinu starfa. Það væri einnig mikið áfall fyrir bæjarfélagið og alla þá tengdu starfsemi sem álverinu fylgir, fjölda fyrirtækja og einstaklinga í Hafnarfirði sem þjónusta álverið með einum eða öðrum hætti allt árið um kring. Með öðrum orðum; áhrifin yrðu gríðarleg á samfélagið okkar í heild. Verðmætasköpun Álverið er einn stærsti útflytjandi frá Íslandi og eru útflutningsverðmæti fyrirtækisins um 60 milljarðar króna á ári. Meirihluti starfsfólks álversins í Straumsvík eru íbúar Hafnarfjarðarbæjar og eru tekjur bæjarfélagsins af álverinu um 500 milljónir króna á ári. Þá á eftir að taka tillit til útsvarstekna allra þeirra sem þar vinna. Nýlega hlustaði ég á Sigurð Hannesson, framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins, tala um að innlendur kostnaður álversins í Straumsvík væri um 11 milljarðar á ári. Inni í þeirri tölu eru laun, skattar og kaup á vörum og þjónustu. Það er því enginn vafi á því að umsvif álversins í Straumsvík eru mikil og það skapar okkur mikil verðmæti. Verðmæti verða ekki til af sjálfu sér, þau þarf að skapa og það vita þeir sem reynt hafa. Verðmæti sem meðal annars fara til þess að reka okkar ágæta samfélag og stofnanir eins og spítala. Hættum að tala niður störf og iðnaðinn Tómas Guðbjartsson læknir heldur áfram að ræða málefni álversins af skilningsleysi og grunnhyggni. Læknirinn virðist einnig halda áfram að hvetja til aukinnar álframleiðslu í löndum sem menga jafnvel tífalt meira en við gerum hér á landi. Ég get ekki skilið hann öðruvísi. Tilfinning mín hefur lengi verið sú, að ákveðnum hópum samfélagsins, finnist iðnaður og iðnaðarstarfsemi ekki alveg nægilega fín atvinnugrein fyrir okkur hér á Íslandi. Það er leiðinlegur ósiður að tala niður ákveðnar atvinnugreinar í samfélaginu, slíkt lýsir drambi og hroka.Það er fremur dapurlegt að skynja m.a. það viðhorf hjá lækninum og ég leyfi mér að tengja umræðuna um iðnaðinn við stöðu iðnnáms og þann skort sem hefur verið og blasir við á iðnaðarmönnum hér á landi. Rannveig Rist, forstjóri Ísal, hefur sagt það mikla áskorun að óbreyttu að manna íslensku álfyrirtækin í náinni framtíð og væri það helst vegna skorts á starfsfólki með iðnmenntun. Að lokum má benda á þá staðreynd að orkunýting og ferðaþjónusta hafa átt góða samleið undanfarna tvo áratugi; þar sem ferðaþjónustan hefur vaxið mikið og notið góðs af orkunýtingu, t.d. gefið af sér Bláa lónið. Þátttakendur í heildarmyndinni Þrátt fyrir að við séum lítil og framleiðsla okkar sé ekki mikil í heildarmyndinni þá verðum við að vera ábyrg og gera hvað við getum. Við erum hluti alþjóðasamfélagsins og af þeirri ástæðu er skynsamlegt – af því við getum það – að framleiða ál með mun umhverfisvænni hætti en gert er annars staðar. Í raun þykir mér umhverfisvæn álframleiðsla á Íslandi vera eitt jákvæðasta innlegg okkar í þágu loftslagsmála. Höfundur er formaður bæjarráðs í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Stóriðja Vinnumarkaður Ágúst Bjarni Garðarsson Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Sjá meira
Öflugt og fjölbreytt atvinnulíf er forsenda velferðar. Fjölbreytt atvinnulíf skapar störf, verðmæti og tekjur sem eru grundvöllur þess að hægt er að reka öflugt velferðarkerfi á Íslandi. Um það hljótum við öll að vera sammála. Það er alveg ljóst að lokun álversins í Straumsvík yrði mikið högg fyrir íslenskt samfélag og þá sérstaklega samfélagið okkar hér í Hafnarfirði. Það væri mikið áfall fyrir þá rúmlega 400 starfsmenn og fjölskyldur þeirra sem hjá álverinu starfa. Það væri einnig mikið áfall fyrir bæjarfélagið og alla þá tengdu starfsemi sem álverinu fylgir, fjölda fyrirtækja og einstaklinga í Hafnarfirði sem þjónusta álverið með einum eða öðrum hætti allt árið um kring. Með öðrum orðum; áhrifin yrðu gríðarleg á samfélagið okkar í heild. Verðmætasköpun Álverið er einn stærsti útflytjandi frá Íslandi og eru útflutningsverðmæti fyrirtækisins um 60 milljarðar króna á ári. Meirihluti starfsfólks álversins í Straumsvík eru íbúar Hafnarfjarðarbæjar og eru tekjur bæjarfélagsins af álverinu um 500 milljónir króna á ári. Þá á eftir að taka tillit til útsvarstekna allra þeirra sem þar vinna. Nýlega hlustaði ég á Sigurð Hannesson, framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins, tala um að innlendur kostnaður álversins í Straumsvík væri um 11 milljarðar á ári. Inni í þeirri tölu eru laun, skattar og kaup á vörum og þjónustu. Það er því enginn vafi á því að umsvif álversins í Straumsvík eru mikil og það skapar okkur mikil verðmæti. Verðmæti verða ekki til af sjálfu sér, þau þarf að skapa og það vita þeir sem reynt hafa. Verðmæti sem meðal annars fara til þess að reka okkar ágæta samfélag og stofnanir eins og spítala. Hættum að tala niður störf og iðnaðinn Tómas Guðbjartsson læknir heldur áfram að ræða málefni álversins af skilningsleysi og grunnhyggni. Læknirinn virðist einnig halda áfram að hvetja til aukinnar álframleiðslu í löndum sem menga jafnvel tífalt meira en við gerum hér á landi. Ég get ekki skilið hann öðruvísi. Tilfinning mín hefur lengi verið sú, að ákveðnum hópum samfélagsins, finnist iðnaður og iðnaðarstarfsemi ekki alveg nægilega fín atvinnugrein fyrir okkur hér á Íslandi. Það er leiðinlegur ósiður að tala niður ákveðnar atvinnugreinar í samfélaginu, slíkt lýsir drambi og hroka.Það er fremur dapurlegt að skynja m.a. það viðhorf hjá lækninum og ég leyfi mér að tengja umræðuna um iðnaðinn við stöðu iðnnáms og þann skort sem hefur verið og blasir við á iðnaðarmönnum hér á landi. Rannveig Rist, forstjóri Ísal, hefur sagt það mikla áskorun að óbreyttu að manna íslensku álfyrirtækin í náinni framtíð og væri það helst vegna skorts á starfsfólki með iðnmenntun. Að lokum má benda á þá staðreynd að orkunýting og ferðaþjónusta hafa átt góða samleið undanfarna tvo áratugi; þar sem ferðaþjónustan hefur vaxið mikið og notið góðs af orkunýtingu, t.d. gefið af sér Bláa lónið. Þátttakendur í heildarmyndinni Þrátt fyrir að við séum lítil og framleiðsla okkar sé ekki mikil í heildarmyndinni þá verðum við að vera ábyrg og gera hvað við getum. Við erum hluti alþjóðasamfélagsins og af þeirri ástæðu er skynsamlegt – af því við getum það – að framleiða ál með mun umhverfisvænni hætti en gert er annars staðar. Í raun þykir mér umhverfisvæn álframleiðsla á Íslandi vera eitt jákvæðasta innlegg okkar í þágu loftslagsmála. Höfundur er formaður bæjarráðs í Hafnarfirði.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun