Íslenska körfuboltakonan Thelma Dís Ágústsdóttir var valin íþróttamaður vikunnar í Ball State skólanum.
Thelma Dís átti frábæran leik um helgina og setti nýtt persónulegt met með því að skora 26 stig í sigri Ball State á Buffalo. Hún var einnig með 7 fráköst og 2 stoðsendingar í leiknum.
Thelma hafði mest áður skorað 23 stig í einum leik í bandaríska háskólaboltanum. Keflvíkingurinn öflugi hitti úr 6 af 7 þriggja stiga skotum sínum í leiknum í sigrinum á Buffalo.
Thelma var með 17 stig að meðaltali og 68 prósent skotnýtingu í leikjum vikunnar.
Þetta er í annað skiptið á þessu tímabili sem Thelma er íþróttamaður vikunnar í skólanum sínum en hún fékk einnig þessi verðlaun í fyrstu viku ársins. Aðeins einu sinn til viðbótar hefur körfuboltakona verið íþróttamaður vikunnar í Ball State á þessum vetri.
Ball State University er rúmlega 22 þúsund nemanda skóli í bænum Muncie í Indiana fylki.
.@thelmadis10 registers a 26-point career high performance to help the Cardinals move past Buffalo Saturday afternoon in University Arena.
— Ball State WBB (@BallStateWBB) February 15, 2020
BSU will return home Wednesday against NIU at 7 p.m. pic.twitter.com/clJRoTqK7h