Hvar voru þau? Flosi Eiríksson skrifar 18. febrúar 2020 09:00 Það þarf kjark og dugnað til að bera fram og berjast fyrir skoðunum sem ekki eru valdakerfinu endilega þóknanlegar. Sérstaklega á það við þegar málstaðurinn eða sjónarmiðin njóta ef til vill ekki meirihlutahylli eða skilnings innan vébanda hefðbundinna stjórnmála. Frá því ég var á menntaskólaaldri hef ég tekið þátt í margvíslegu starfi á vinstri væng þjóðmála, það hefur verið með misvirkum hætti og misformlegum. Hluti þeirrar þátttöku hefur verið að mæta (stundum stopult) á alls kyns baráttu-, mótmælenda- og samstöðufundi með breiðri flóru af málefnum. Á þeim fundum hef ég dáðst að því óþreytandi baráttufólki sem virðist alltaf hafa tíma og orku til að mæta, styðja og hvetja, - hvernig sem viðrar og hvort sem það eru mannréttindamál, herinn, ný stjórnarskrá, ráðhúsið í Tjörninni, málefni flóttafólks eða kröfuganga 1. maí. Margt af þessu fólki kannast maður við og það hefur að meginstofni skipað sér í tvo stjórnmálaflokka, Samfylkinguna og Vinstri Græn. Nú bregður svo við að láglaunafólk í Reykjavík er í kjarabaráttu og er með kraftmikinn baráttufund í Iðnó. Þá er svo til engin úr þessu mengi mættur, þá sér hvergi bregða fyrir áberandi félagsmönnum þessara flokka. Nú skal varast að dæma bara út frá einum fundi, en ég hef heldur ekki séð blaðagreinar eða umræðu eða stuðning á samfélagsmiðlum, frá þessum félögum. Núna eru flokkarnir í meirihlutasamstarfi í Reykjavík og annar í ríkistjórn. Þá virðist sem ekki megi ,,rugga bátnum“ þá eru hugtök SA um ,,höfrungahlaup“ og ,,stöðugleika“ þeim næsta töm í munni. Hugsjónir um að standa með grundvallarbaráttu láglaunafólks víkja. Þá talar fjarveran ein. Höfundur er framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Flosi Eiríksson Kjaramál Samfylkingin Vinstri græn Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Skoðun Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Það þarf kjark og dugnað til að bera fram og berjast fyrir skoðunum sem ekki eru valdakerfinu endilega þóknanlegar. Sérstaklega á það við þegar málstaðurinn eða sjónarmiðin njóta ef til vill ekki meirihlutahylli eða skilnings innan vébanda hefðbundinna stjórnmála. Frá því ég var á menntaskólaaldri hef ég tekið þátt í margvíslegu starfi á vinstri væng þjóðmála, það hefur verið með misvirkum hætti og misformlegum. Hluti þeirrar þátttöku hefur verið að mæta (stundum stopult) á alls kyns baráttu-, mótmælenda- og samstöðufundi með breiðri flóru af málefnum. Á þeim fundum hef ég dáðst að því óþreytandi baráttufólki sem virðist alltaf hafa tíma og orku til að mæta, styðja og hvetja, - hvernig sem viðrar og hvort sem það eru mannréttindamál, herinn, ný stjórnarskrá, ráðhúsið í Tjörninni, málefni flóttafólks eða kröfuganga 1. maí. Margt af þessu fólki kannast maður við og það hefur að meginstofni skipað sér í tvo stjórnmálaflokka, Samfylkinguna og Vinstri Græn. Nú bregður svo við að láglaunafólk í Reykjavík er í kjarabaráttu og er með kraftmikinn baráttufund í Iðnó. Þá er svo til engin úr þessu mengi mættur, þá sér hvergi bregða fyrir áberandi félagsmönnum þessara flokka. Nú skal varast að dæma bara út frá einum fundi, en ég hef heldur ekki séð blaðagreinar eða umræðu eða stuðning á samfélagsmiðlum, frá þessum félögum. Núna eru flokkarnir í meirihlutasamstarfi í Reykjavík og annar í ríkistjórn. Þá virðist sem ekki megi ,,rugga bátnum“ þá eru hugtök SA um ,,höfrungahlaup“ og ,,stöðugleika“ þeim næsta töm í munni. Hugsjónir um að standa með grundvallarbaráttu láglaunafólks víkja. Þá talar fjarveran ein. Höfundur er framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins.
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar