Nýtt merki Vegagerðarinnar úr kolli Hallgríms Stefán Ó. Jónsson skrifar 17. febrúar 2020 14:30 Hallgrímur Helgason er sonur fyrrverandi vegamálastjóra Getty/Ralph Orlowski Samhliða nýrri stefnu Vegagerðarinnar til næstu fimm ára hefur stofnunin ráðist í breytingar á ásýnd sinni. Kynningarglærur, bréfsefni og bílamerkingar eru meðal þess sem munu taka breytingum, svo ekki sé minnst á sjálft merki Vegagerðarinnar. Nýja útlit þess hvílir á gömlum grunni - hugmynd Hallgríms Helgasonar, rithöfundar og fyrrverandi starfsmanns Vegagerðarinnar. Kostnaður við breytinguna verður að lágmarki 3 til 4 milljónir króna. Stofnunin hefur þegar ráðist í innleiðingu nýju ásýndarinnar. Til að mynda má nú þegar sjá nýtt merki stofnunarinnar á vef Vegagerðarinnar, auk þess sem iðnaðarmenn hengdu upp nýja merkið á höfuðstöðvarnar í Borgartúni í morgun. Vegagerðin skiptir um lógó pic.twitter.com/xlEDHbdcMm— pallih (@pallih) February 17, 2020 Vefsíðunni umbylt Aðspurður um hvað skýri þessa endurmörkun Vegagerðarinnar segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi hennar, að breyttur tíðarandi með aukinni notkun á vef Vegagerðarinnar kalli á það að „farið sé yfir alla hluti,“ sem þurfi reglulega að gera hvort eð er. „Vefsíðan okkar er gríðarlega mikið notuð og mikilvæg og þessi breyting á ásýnd núna er liður í eðlilegri þróun á ásýnd og vef sem verður tekinn í allsherjar umbreytingu á næstu misserum,“ segir G. Pétur. Gamla og nýja merkið má sjá hér að neðan, hið gamla til vinstri og hið nýja til hægri. Malarvegir, hjólastígar, umferðareyjur og fingrafar. Það má lesa ýmislegt úr nýju merki Vegagerðarinnar (t.h.).Vegagerðin Svona lýsir G. Pétur breytingunni: Gamla merkið táknaði breytinguna frá malarvegum í vegi með bundnu slitlagi að meginefni. Nýja lógóið skilar því líka en táknar einnig ný verkefni Vegagerðarinnar sem nú sinnir höfnum, sjóvörnum og vitum, þannig að það eru öldur í merkinu og þá sjór, þetta minnir líka á náttúruna sem verður alltaf mikilvægara að taka tillit til, og líka eru þarna hjólastígar og reiðvegir. Einnig má þar sjá umferðareyjur, auk þess sem þarna má sjá fingrafar (sem hver má síðan túlka fyrir sig). Hönnunarstofan Kolofon sá um hönnun nýja merkisins, sem þó skírskotar til eldri hugmynda að sögn G. Péturs. Þannig sækir það innblástur í merki sem unnið var á auglýsingastofunni AUK af Kristínu Þorkelsdóttur árið 1986. Það hafi þó verið Hallgrímur Helgason, þáverandi starfsmaður Vegagerðarinnar og rithöfundur, öðrum fremur sem átti upprunlega hugmynd að merkinu, segir G. Pétur. Við þetta má bæta að Hallgrímur er sonur Helga Hallgrímssonar sem gegndi stöðu vegamálastjóra frá 1991 til 2003. Útlitið uppfært við endurnýjun Það er þó fleira sem mun breytast við ásýnd Vegagerðarinnar en merkið að sögn upplýsingafulltrúans, þó það sé auðsýnilegasta breytingin. Þannig mun annað kynningarefni; t.d. glærur og bréfsefni, taka breytingum auk þess sem bílar Vegagerðarinnar fá nýtt útlit. „En við munum nýta áfram umslög og annað slíkt og skipta út þegar þess þarf með nýju útliti og endurnýja útlit bifreiða þegar þær eru endurnýjaðar,“ segir G. Pétur. Hann segir sértækan kostnað við breytinguna vera á bilinu 3 til 4 milljónir króna - „en verður eitthvað hærri þar sem við vinnum þetta jafnóðum,“ að sögn G. Péturs Matthíassonar. Nýja ásýnd Vegagerðarinnar má sjá á bílum hennar.Vegagerðin Nýja merkið á hlið Vegagerðarbíls.Vegagerðin Nýja merkið má vitaskuld sjá á öryggishjálmum.vegagerðin Auglýsinga- og markaðsmál Samgöngur Tíska og hönnun Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira
Samhliða nýrri stefnu Vegagerðarinnar til næstu fimm ára hefur stofnunin ráðist í breytingar á ásýnd sinni. Kynningarglærur, bréfsefni og bílamerkingar eru meðal þess sem munu taka breytingum, svo ekki sé minnst á sjálft merki Vegagerðarinnar. Nýja útlit þess hvílir á gömlum grunni - hugmynd Hallgríms Helgasonar, rithöfundar og fyrrverandi starfsmanns Vegagerðarinnar. Kostnaður við breytinguna verður að lágmarki 3 til 4 milljónir króna. Stofnunin hefur þegar ráðist í innleiðingu nýju ásýndarinnar. Til að mynda má nú þegar sjá nýtt merki stofnunarinnar á vef Vegagerðarinnar, auk þess sem iðnaðarmenn hengdu upp nýja merkið á höfuðstöðvarnar í Borgartúni í morgun. Vegagerðin skiptir um lógó pic.twitter.com/xlEDHbdcMm— pallih (@pallih) February 17, 2020 Vefsíðunni umbylt Aðspurður um hvað skýri þessa endurmörkun Vegagerðarinnar segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi hennar, að breyttur tíðarandi með aukinni notkun á vef Vegagerðarinnar kalli á það að „farið sé yfir alla hluti,“ sem þurfi reglulega að gera hvort eð er. „Vefsíðan okkar er gríðarlega mikið notuð og mikilvæg og þessi breyting á ásýnd núna er liður í eðlilegri þróun á ásýnd og vef sem verður tekinn í allsherjar umbreytingu á næstu misserum,“ segir G. Pétur. Gamla og nýja merkið má sjá hér að neðan, hið gamla til vinstri og hið nýja til hægri. Malarvegir, hjólastígar, umferðareyjur og fingrafar. Það má lesa ýmislegt úr nýju merki Vegagerðarinnar (t.h.).Vegagerðin Svona lýsir G. Pétur breytingunni: Gamla merkið táknaði breytinguna frá malarvegum í vegi með bundnu slitlagi að meginefni. Nýja lógóið skilar því líka en táknar einnig ný verkefni Vegagerðarinnar sem nú sinnir höfnum, sjóvörnum og vitum, þannig að það eru öldur í merkinu og þá sjór, þetta minnir líka á náttúruna sem verður alltaf mikilvægara að taka tillit til, og líka eru þarna hjólastígar og reiðvegir. Einnig má þar sjá umferðareyjur, auk þess sem þarna má sjá fingrafar (sem hver má síðan túlka fyrir sig). Hönnunarstofan Kolofon sá um hönnun nýja merkisins, sem þó skírskotar til eldri hugmynda að sögn G. Péturs. Þannig sækir það innblástur í merki sem unnið var á auglýsingastofunni AUK af Kristínu Þorkelsdóttur árið 1986. Það hafi þó verið Hallgrímur Helgason, þáverandi starfsmaður Vegagerðarinnar og rithöfundur, öðrum fremur sem átti upprunlega hugmynd að merkinu, segir G. Pétur. Við þetta má bæta að Hallgrímur er sonur Helga Hallgrímssonar sem gegndi stöðu vegamálastjóra frá 1991 til 2003. Útlitið uppfært við endurnýjun Það er þó fleira sem mun breytast við ásýnd Vegagerðarinnar en merkið að sögn upplýsingafulltrúans, þó það sé auðsýnilegasta breytingin. Þannig mun annað kynningarefni; t.d. glærur og bréfsefni, taka breytingum auk þess sem bílar Vegagerðarinnar fá nýtt útlit. „En við munum nýta áfram umslög og annað slíkt og skipta út þegar þess þarf með nýju útliti og endurnýja útlit bifreiða þegar þær eru endurnýjaðar,“ segir G. Pétur. Hann segir sértækan kostnað við breytinguna vera á bilinu 3 til 4 milljónir króna - „en verður eitthvað hærri þar sem við vinnum þetta jafnóðum,“ að sögn G. Péturs Matthíassonar. Nýja ásýnd Vegagerðarinnar má sjá á bílum hennar.Vegagerðin Nýja merkið á hlið Vegagerðarbíls.Vegagerðin Nýja merkið má vitaskuld sjá á öryggishjálmum.vegagerðin
Auglýsinga- og markaðsmál Samgöngur Tíska og hönnun Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira