Missir Ajax sína helstu leikmenn í sumar? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. febrúar 2020 14:00 Talið er að Blind gæti verið á leið í Serie A eða aftur til Englands. Vísir/Getty Nú, rétt rúmu ári eftir að Ajax tapaði á dramatískan hátt gegn Tottenham Hotspur í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu, virðist sem nær allir leikmenn félagsins sem byrjuðu síðari leik liðanna séu á förum.David Ornstein á The Athletic greinir frá þessu. Frenkie de Jong og Matthijs de Ligt yfirgáfu félagið síðasta sumar. De Jong fór til Barcelona og De Ligt fór til Juventus. Að þeim frátöldum þá hélt Ajax í aðra leikmenn allt þangað til nýverið þegar það var staðfest að Hakim Ziyech myndi ganga til liðs við Chelsea þegar yfirstandandi tímabili lýkur. Nú virðist sem fleiri leikmenn gætu fylgt fordæmi Ziyech. Talið er að Erik ten Hag, þjálfari liðsins, ásamt þeim Marc Overmars og Edwin van der Sar hafi sannfært leikmennna um að vera áfram í eitt tímabil þar sem þeir gætu náð sama ef ekki betri árangri en þeir gerðu tímabilið áður. Ajax féll hins vegar úr leik eftir grátlegt 0-1 tap á heimavelli gegn Valencia í síðasta leik riðlakeppninnar. Þá gerði liðið 4-4 jafntefli við Chelsea á Stamford Bridge í Lundúnum eftir að hafa verið 4-1 yfir þegar 35 mínútur voru til leiksloka. Í stöðunni 4-2 fékk Ajax tvö rauð spjöld með mínútu millibili en UEFA hefur gefið það út að dómari leiksins hafi gert mistök. Liðið er þó enn á toppi hollensku úrvalsdeildarinnar, með sex stiga forskot á AZ Alkmaar sem er í 2. sæti þegar 22 umferðum er lokið. Vildi félagið því ekki selja leikmenn í janúar og því fékk Chelsea ekki að kaupa Ziyech fyrr en eftir að glugganum var lokað. Samkvæmt heimildum The Athletic er talið að átta leikmenn gætu yfirgefið Ajax næsta sumar. Þar ber helst að nefna miðjumanninn Donny van de Beek en þessi 22 ára gamli landsliðsmaður Hollands hefur verið orðaður við Real Madrid og Manchester United. Þá gæti hinn 30 ára gamli Daley Blind, sem snéri aftur í lið Ajax á dögunum eftir að hafa farið í hjartaaðgerð í desember, farið til Ítalíu eða aftur til Englands. Talið er að Mikael Arteta, þjálfari Arsenal, hafi áhuga á því að fá örvfættan miðvörð til liðsins og kemur Blind til greina en hann lék með Manchester United frá 2014-2018. Aðrir leikmenn sem nefndir hafa verið eru markvörðurinn Andre Onana, vinstri bakvörðurinn Nicolas Tagliafico, hægri bakverðirnir Noussair Mazraoui og Sergino Dest, miðvörðurinn Joel Veltman og að lokum miðjumaðurinn David Neres. Ajax mætir spænska liðinu Getafe í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar þann 20. febrúar. Evrópudeild UEFA Hollenski boltinn Tengdar fréttir Ajax staðfestir að Ziyech fari til Chelsea Hakim Ziyech gengur í raðir Chelsea frá Ajax eftir tímabilið. 13. febrúar 2020 12:19 Chelsea að landa Ziyech Chelsea mun hafa náð samkomulagi við Ajax um kaup á kantmanninum Hakim Ziyech sem félagið reyndi að fá þegar opið var fyrir félagaskipti í janúar. 12. febrúar 2020 20:30 Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn Fleiri fréttir Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Sjá meira
Nú, rétt rúmu ári eftir að Ajax tapaði á dramatískan hátt gegn Tottenham Hotspur í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu, virðist sem nær allir leikmenn félagsins sem byrjuðu síðari leik liðanna séu á förum.David Ornstein á The Athletic greinir frá þessu. Frenkie de Jong og Matthijs de Ligt yfirgáfu félagið síðasta sumar. De Jong fór til Barcelona og De Ligt fór til Juventus. Að þeim frátöldum þá hélt Ajax í aðra leikmenn allt þangað til nýverið þegar það var staðfest að Hakim Ziyech myndi ganga til liðs við Chelsea þegar yfirstandandi tímabili lýkur. Nú virðist sem fleiri leikmenn gætu fylgt fordæmi Ziyech. Talið er að Erik ten Hag, þjálfari liðsins, ásamt þeim Marc Overmars og Edwin van der Sar hafi sannfært leikmennna um að vera áfram í eitt tímabil þar sem þeir gætu náð sama ef ekki betri árangri en þeir gerðu tímabilið áður. Ajax féll hins vegar úr leik eftir grátlegt 0-1 tap á heimavelli gegn Valencia í síðasta leik riðlakeppninnar. Þá gerði liðið 4-4 jafntefli við Chelsea á Stamford Bridge í Lundúnum eftir að hafa verið 4-1 yfir þegar 35 mínútur voru til leiksloka. Í stöðunni 4-2 fékk Ajax tvö rauð spjöld með mínútu millibili en UEFA hefur gefið það út að dómari leiksins hafi gert mistök. Liðið er þó enn á toppi hollensku úrvalsdeildarinnar, með sex stiga forskot á AZ Alkmaar sem er í 2. sæti þegar 22 umferðum er lokið. Vildi félagið því ekki selja leikmenn í janúar og því fékk Chelsea ekki að kaupa Ziyech fyrr en eftir að glugganum var lokað. Samkvæmt heimildum The Athletic er talið að átta leikmenn gætu yfirgefið Ajax næsta sumar. Þar ber helst að nefna miðjumanninn Donny van de Beek en þessi 22 ára gamli landsliðsmaður Hollands hefur verið orðaður við Real Madrid og Manchester United. Þá gæti hinn 30 ára gamli Daley Blind, sem snéri aftur í lið Ajax á dögunum eftir að hafa farið í hjartaaðgerð í desember, farið til Ítalíu eða aftur til Englands. Talið er að Mikael Arteta, þjálfari Arsenal, hafi áhuga á því að fá örvfættan miðvörð til liðsins og kemur Blind til greina en hann lék með Manchester United frá 2014-2018. Aðrir leikmenn sem nefndir hafa verið eru markvörðurinn Andre Onana, vinstri bakvörðurinn Nicolas Tagliafico, hægri bakverðirnir Noussair Mazraoui og Sergino Dest, miðvörðurinn Joel Veltman og að lokum miðjumaðurinn David Neres. Ajax mætir spænska liðinu Getafe í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar þann 20. febrúar.
Evrópudeild UEFA Hollenski boltinn Tengdar fréttir Ajax staðfestir að Ziyech fari til Chelsea Hakim Ziyech gengur í raðir Chelsea frá Ajax eftir tímabilið. 13. febrúar 2020 12:19 Chelsea að landa Ziyech Chelsea mun hafa náð samkomulagi við Ajax um kaup á kantmanninum Hakim Ziyech sem félagið reyndi að fá þegar opið var fyrir félagaskipti í janúar. 12. febrúar 2020 20:30 Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn Fleiri fréttir Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Sjá meira
Ajax staðfestir að Ziyech fari til Chelsea Hakim Ziyech gengur í raðir Chelsea frá Ajax eftir tímabilið. 13. febrúar 2020 12:19
Chelsea að landa Ziyech Chelsea mun hafa náð samkomulagi við Ajax um kaup á kantmanninum Hakim Ziyech sem félagið reyndi að fá þegar opið var fyrir félagaskipti í janúar. 12. febrúar 2020 20:30