Kawhi Leonard fyrstur til að fá Kobe Bryant bikarinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. febrúar 2020 07:30 Kawhi Leonard með Kobe Bryant bikarinn eftir Stjörnuleik NBA deildarinnar í nótt. Getty/ Jesse D. Garrabrant Kawhi Leonard var sjóðheitur fyrir utan þriggja stiga línuna þegar lið LeBron James vann nauman sigur í æsispennandi Stjörnuleik NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Lið LeBron James sem lék undir merkjum Giönnu Bryant vann lið Giannis Antetokounmpo 157-155 en leikið var undir nýjum reglum og til heiðurs Kobe Bryant. Lið Giannis Antetokounmpo lék undir merkjum Kobe Bryant. Fyrir leikinn var það tilkynnt að verðlaunin fyrir mikilvægasta leikmann Stjörnuleiksins bæru hér eftir nafn Kobe Bryant og Kawhi Leonard fékk þau fyrstur alla. Kawhi Leonard skoraði 30 stig í leiknum og hitti úr 8 af 14 þriggja stiga skotum sínum. „Þetta skiptir mig miklu máli. Ég á ekki orð til að lýsa því. Að vinna fyrsta Kobe Bryant bikarinn. Ég vil þakka Kobe fyrir allt sem hann gerði fyrir mig. Öll löngu spjöllin og æfingarnar. Takk fyrir. Þetta er fyrir hann,“ sagði Kawhi Leonard eftir leikinn. "Thank you. This one's for him." Kawhi Leonard thanks the late Kobe Bryant upon winning the first-ever Kia NBA All-Star Game Kobe Bryant MVP Award. pic.twitter.com/o8YS1jLRy9— NBA (@NBA) February 17, 2020 Nýju reglurnar voru þannig að eftir þrjá aðskilda leikhluta sem allir byrjuðu í 0-0 þá var spilað upp í 157 stig í lokaleikhlutanum. Liðin hans Giannis Antetokounmpo var 133-124 yfir eftir fyrstu þrjá leikhlutana og þurftu LeBron James og félagar því að skora 33 stig til að vinna leikinn. Það tókst. Breytingarnar heppnuðust mjög vel og leikmenn líktu andrúmsloftinu eftir leik eins og að þetta hafi verið leikur í úrslitakeppni. Með því að keppa á fullu fram á síðustu sekúndu þá heiðruðu þeir minningu Kobe Bryant líklega best enda var Kobe þekktur fyrir keppnishörku sína. LeBron James var með 23 stig, 6 stoðsendingar og 5 fráköst, Anthony Davis skoraði 20 stig og tók 9 fráköst og Chris Paul kom af bekknum með 23 stig og 6 stoðsendingar á 26 mínútum. Ben Simmons var líka flottur með 17 stig, 6 fráköst og 5 stoðsendingar á 29 mínútum. Hjá liði Giannis Antetokounmpo var Giannis sjálfur atkvæðamestur með 25 stig, 11 fráköst og 4 stoðsendingar en Kemba Walker skoraði 23 stig og Joel Embiid var með 22 stig og 10 fráköst. Rudy Gobert kom líka af bekknum með 21 stig og 11 fráköst á 19 mínútum. Andlát Kobe Bryant NBA Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri Njarðvík - Valur | Toppsætið undir „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Sjá meira
Kawhi Leonard var sjóðheitur fyrir utan þriggja stiga línuna þegar lið LeBron James vann nauman sigur í æsispennandi Stjörnuleik NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Lið LeBron James sem lék undir merkjum Giönnu Bryant vann lið Giannis Antetokounmpo 157-155 en leikið var undir nýjum reglum og til heiðurs Kobe Bryant. Lið Giannis Antetokounmpo lék undir merkjum Kobe Bryant. Fyrir leikinn var það tilkynnt að verðlaunin fyrir mikilvægasta leikmann Stjörnuleiksins bæru hér eftir nafn Kobe Bryant og Kawhi Leonard fékk þau fyrstur alla. Kawhi Leonard skoraði 30 stig í leiknum og hitti úr 8 af 14 þriggja stiga skotum sínum. „Þetta skiptir mig miklu máli. Ég á ekki orð til að lýsa því. Að vinna fyrsta Kobe Bryant bikarinn. Ég vil þakka Kobe fyrir allt sem hann gerði fyrir mig. Öll löngu spjöllin og æfingarnar. Takk fyrir. Þetta er fyrir hann,“ sagði Kawhi Leonard eftir leikinn. "Thank you. This one's for him." Kawhi Leonard thanks the late Kobe Bryant upon winning the first-ever Kia NBA All-Star Game Kobe Bryant MVP Award. pic.twitter.com/o8YS1jLRy9— NBA (@NBA) February 17, 2020 Nýju reglurnar voru þannig að eftir þrjá aðskilda leikhluta sem allir byrjuðu í 0-0 þá var spilað upp í 157 stig í lokaleikhlutanum. Liðin hans Giannis Antetokounmpo var 133-124 yfir eftir fyrstu þrjá leikhlutana og þurftu LeBron James og félagar því að skora 33 stig til að vinna leikinn. Það tókst. Breytingarnar heppnuðust mjög vel og leikmenn líktu andrúmsloftinu eftir leik eins og að þetta hafi verið leikur í úrslitakeppni. Með því að keppa á fullu fram á síðustu sekúndu þá heiðruðu þeir minningu Kobe Bryant líklega best enda var Kobe þekktur fyrir keppnishörku sína. LeBron James var með 23 stig, 6 stoðsendingar og 5 fráköst, Anthony Davis skoraði 20 stig og tók 9 fráköst og Chris Paul kom af bekknum með 23 stig og 6 stoðsendingar á 26 mínútum. Ben Simmons var líka flottur með 17 stig, 6 fráköst og 5 stoðsendingar á 29 mínútum. Hjá liði Giannis Antetokounmpo var Giannis sjálfur atkvæðamestur með 25 stig, 11 fráköst og 4 stoðsendingar en Kemba Walker skoraði 23 stig og Joel Embiid var með 22 stig og 10 fráköst. Rudy Gobert kom líka af bekknum með 21 stig og 11 fráköst á 19 mínútum.
Andlát Kobe Bryant NBA Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri Njarðvík - Valur | Toppsætið undir „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Sjá meira