Mikið tjón víða um land eftir lægðina Jóhann K. Jóhannsson skrifar 14. febrúar 2020 18:31 Björgunarsveitarmenn að störfum í dag. Vísir/vilhelm Gríðarlegt tjón varð víða þegar ein versta óveðurslægð síðustu ára gekk yfir landið. Maður slasaðist þegar þakplata fauk á hann. Bílar skemmdust, rúður brotnuðu og klæðningar á byggingum fuku. Þá sló rafmagni út þegar rafmagnsstaurar brotnuðu undan veðurhamnum. Óveðrið sem gekk yfir landið í nótt og í morgun er smám saman að ganga niður. Óhætt er að segja að fólk hafi tekið tilkynningum almannavarna og Veðurstofunnar vel því á meðan versti veðurhamurinn gekk yfir var fólk ekki á ferli, enda fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök búin að gera ráðstafanir. Þá var vegum lokað og almenningssamgöngur í lofti og á láði felldar niður. Klukkan fimm í morgun voru viðbragðsaðilar víða farnir að sinna óveðursútköllum og Samhæfingarmiðstöð almannavarna, auk aðgerðarstjórna stýrðu aðgerðum. Verkefni björgunarfólks í mörgum tilfellum mjög stór Miklar skemmdir urðu í Vík í Mýrdal. Rafmagnsstaurar í sex staurastæðum brotnuðu undan veðurhamnum og mun viðgerð taka einhvern tíma. Þá var fjöldahjálparstöð opnuð á staðnum fyrir erlenda ferðamenn sem voru strandaglópar. Að öðru leiti er raforkukerfið komið í lag utan Prestbakkalínu við Hornafjörð sem verður ekki tekin í notkun strax vegna eldingarhættu. Björgunarsveitarmenn undirbúa sig fyrir aðgerðir.Vísir/Vilhelm Stærsta verkefnið í Vestmannaeyjum var þegar þak fauk af húsi í heilu lagi og í morgun þegar hinn sögufrægi vélbátur, Blátindur sökk í höfninni. Þá skemmdust að minnsta kosti tvö fjárhús við Hvolsvöll mjög illa. Á Egilsstöðum var mjög hvasst og þungfært. Í Hvammsvík í Hvalfirði slasaðist maður þegar þakplata fauk á hann. Ekki þótti óhætt að senda sjúkrabíl á vettvang vegna fárviðris á svæðinu og ferjaði björgunarsveitin hann til byggða. Hann er ekki alvarlega slasaður. Það var einnig í nægu að snúast hjá viðbragðsaðilum á höfuðborgarsvæðinu þar sem flest útköll voru óveðurstengd og bárust á sjötta hundrað símtala til Neyðarlínunnar fyrir hádegi. Eins og sjá má eru miklar skemmdir á þakinu.Vísir/Jóhann K. Þak fór af af í nær heilu lagi á Kjalarnesi Mestar urðu þó skemmdirnar í efri byggðum og nágrannasveitarfélögum við höfuðborgarsvæðið. Tjón er víða mjög mikið á Kjalarnesi. Á fjölbýlishúsi fór þak af íbúð í nær heilu lagi. „Í svona tilfellum þá gerum við ekki neitt. Við komumst ekki upp á þak,“ sagði Þórður Bogason, varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og björgunarsveitarmaður í björgunarsveitinni Kjölur á Kjalarnesi. Mikið tjón víða? „Já það er bara töluvert mikið tjón. Mikið af gluggum og öðru slíku sem hefur farið,“ sagði Þórður. Í húsgarði tókst garðskúr á loft. „Það lyftist þakið af og við þurfum að bera allt dótið inn og fergja þetta niður. Mikið tjón? Nei, þetta eru bara munir,“ sagði Ástríður Gísladóttir, íbúi á Kjalarnesi. Heildartjón verður ekki fyllilega ljós fyrr en veðrið er gengið alveg niður og eftir að fólk hefur hugað að eigum sínum. Björgunarsveitir Mýrdalshreppur Óveður 14. febrúar 2020 Reykjavík Slökkvilið Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Víðtækt rafmagnsleysi vegna óveðursins Óveðrið hefur sett raforkukerfi landsins úr skorðum. Þannig liggja nokkrar línur Landsnets úti og yfir 5.700 notendur Rarik hafa orðið fyrir barðinu á rafmagnstruflunum. Erfitt hefur reynst fyrir vinnuflokka Rarik að athafna sig vegna veðurhamsins. 14. febrúar 2020 14:19 Líkleg heimsmetalægð nálgast landið Lægðin mun líklegast ekki valda miklum glundroða á Íslandi en dýpt hennar gæti þó orðið söguleg. 14. febrúar 2020 18:10 „Dregur hægt og rólega úr óveðrinu með kvöldinu“ Lægir og styttir upp um allt land í nótt en í fyrramálið er útlit fyrir vaxandi austanátt á morgun, hvassviðri eða storm. 14. febrúar 2020 16:14 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Fleiri fréttir Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Sjá meira
Gríðarlegt tjón varð víða þegar ein versta óveðurslægð síðustu ára gekk yfir landið. Maður slasaðist þegar þakplata fauk á hann. Bílar skemmdust, rúður brotnuðu og klæðningar á byggingum fuku. Þá sló rafmagni út þegar rafmagnsstaurar brotnuðu undan veðurhamnum. Óveðrið sem gekk yfir landið í nótt og í morgun er smám saman að ganga niður. Óhætt er að segja að fólk hafi tekið tilkynningum almannavarna og Veðurstofunnar vel því á meðan versti veðurhamurinn gekk yfir var fólk ekki á ferli, enda fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök búin að gera ráðstafanir. Þá var vegum lokað og almenningssamgöngur í lofti og á láði felldar niður. Klukkan fimm í morgun voru viðbragðsaðilar víða farnir að sinna óveðursútköllum og Samhæfingarmiðstöð almannavarna, auk aðgerðarstjórna stýrðu aðgerðum. Verkefni björgunarfólks í mörgum tilfellum mjög stór Miklar skemmdir urðu í Vík í Mýrdal. Rafmagnsstaurar í sex staurastæðum brotnuðu undan veðurhamnum og mun viðgerð taka einhvern tíma. Þá var fjöldahjálparstöð opnuð á staðnum fyrir erlenda ferðamenn sem voru strandaglópar. Að öðru leiti er raforkukerfið komið í lag utan Prestbakkalínu við Hornafjörð sem verður ekki tekin í notkun strax vegna eldingarhættu. Björgunarsveitarmenn undirbúa sig fyrir aðgerðir.Vísir/Vilhelm Stærsta verkefnið í Vestmannaeyjum var þegar þak fauk af húsi í heilu lagi og í morgun þegar hinn sögufrægi vélbátur, Blátindur sökk í höfninni. Þá skemmdust að minnsta kosti tvö fjárhús við Hvolsvöll mjög illa. Á Egilsstöðum var mjög hvasst og þungfært. Í Hvammsvík í Hvalfirði slasaðist maður þegar þakplata fauk á hann. Ekki þótti óhætt að senda sjúkrabíl á vettvang vegna fárviðris á svæðinu og ferjaði björgunarsveitin hann til byggða. Hann er ekki alvarlega slasaður. Það var einnig í nægu að snúast hjá viðbragðsaðilum á höfuðborgarsvæðinu þar sem flest útköll voru óveðurstengd og bárust á sjötta hundrað símtala til Neyðarlínunnar fyrir hádegi. Eins og sjá má eru miklar skemmdir á þakinu.Vísir/Jóhann K. Þak fór af af í nær heilu lagi á Kjalarnesi Mestar urðu þó skemmdirnar í efri byggðum og nágrannasveitarfélögum við höfuðborgarsvæðið. Tjón er víða mjög mikið á Kjalarnesi. Á fjölbýlishúsi fór þak af íbúð í nær heilu lagi. „Í svona tilfellum þá gerum við ekki neitt. Við komumst ekki upp á þak,“ sagði Þórður Bogason, varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og björgunarsveitarmaður í björgunarsveitinni Kjölur á Kjalarnesi. Mikið tjón víða? „Já það er bara töluvert mikið tjón. Mikið af gluggum og öðru slíku sem hefur farið,“ sagði Þórður. Í húsgarði tókst garðskúr á loft. „Það lyftist þakið af og við þurfum að bera allt dótið inn og fergja þetta niður. Mikið tjón? Nei, þetta eru bara munir,“ sagði Ástríður Gísladóttir, íbúi á Kjalarnesi. Heildartjón verður ekki fyllilega ljós fyrr en veðrið er gengið alveg niður og eftir að fólk hefur hugað að eigum sínum.
Björgunarsveitir Mýrdalshreppur Óveður 14. febrúar 2020 Reykjavík Slökkvilið Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Víðtækt rafmagnsleysi vegna óveðursins Óveðrið hefur sett raforkukerfi landsins úr skorðum. Þannig liggja nokkrar línur Landsnets úti og yfir 5.700 notendur Rarik hafa orðið fyrir barðinu á rafmagnstruflunum. Erfitt hefur reynst fyrir vinnuflokka Rarik að athafna sig vegna veðurhamsins. 14. febrúar 2020 14:19 Líkleg heimsmetalægð nálgast landið Lægðin mun líklegast ekki valda miklum glundroða á Íslandi en dýpt hennar gæti þó orðið söguleg. 14. febrúar 2020 18:10 „Dregur hægt og rólega úr óveðrinu með kvöldinu“ Lægir og styttir upp um allt land í nótt en í fyrramálið er útlit fyrir vaxandi austanátt á morgun, hvassviðri eða storm. 14. febrúar 2020 16:14 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Fleiri fréttir Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Sjá meira
Víðtækt rafmagnsleysi vegna óveðursins Óveðrið hefur sett raforkukerfi landsins úr skorðum. Þannig liggja nokkrar línur Landsnets úti og yfir 5.700 notendur Rarik hafa orðið fyrir barðinu á rafmagnstruflunum. Erfitt hefur reynst fyrir vinnuflokka Rarik að athafna sig vegna veðurhamsins. 14. febrúar 2020 14:19
Líkleg heimsmetalægð nálgast landið Lægðin mun líklegast ekki valda miklum glundroða á Íslandi en dýpt hennar gæti þó orðið söguleg. 14. febrúar 2020 18:10
„Dregur hægt og rólega úr óveðrinu með kvöldinu“ Lægir og styttir upp um allt land í nótt en í fyrramálið er útlit fyrir vaxandi austanátt á morgun, hvassviðri eða storm. 14. febrúar 2020 16:14