Kristín vill losna sem fyrst úr stóli Borgarleikhússtjóra Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. febrúar 2020 15:32 Kristín Eysteinsdóttir ætlar að fylgja hjartanu og láta drauminn rætast við leikstjórn kvikmyndar. Vísir/Vilhelm Kristín Eysteinsdóttir Borgarleikhússtjóri hefur óskað eftir starfslokum hjá Borgarleikhúsinu einu og hálfu ári áður en hennar vertíð í húsinu á að ljúka. Hún greinir samstarfsfólki sínu frá þessu í tölvupósti og segist vera að hlusta á hjartað. Kristín var á meðal umsækjenda um starf Þjóðleikhússtjóra en Magnús Geir Þórðarson, fyrrverandi útvarpsstjóri, var ráðinn í starfið. Kristín segir ástæðurnar fyrir ákvörðun sinni tvær. Annars vegar langar hana að búa til meira andrými og frelsi í lífi sínu og verja meiri tíma með fjölskyldunni. Hins vegar standi hún frammi fyrir einstöku tækifæri til að leikstýra kvikmynd, eitthvað sem hana hafi alltaf dreymt um. Þróun verkefnisins sé á byrjunarstigi en verður greint frá nánar á næstu dögum. Ráðningarferli nýs Borgarleikhússtjóra stendur yfir. Sjö sóttu um starfið en nöfn umsækjenda verða ekki gerð opinber. Stjórn Leikfélags Reykjavíkur vinnur nú úr umsóknunum. Kristín var ráðin Borgarleikhússtjóri árið 2014 og átti að vera í starfinu þangað til sumarið 2021. Nýr leikhússtjóri átti að byrja að vinna með Kristínu í upphafi árs 2021. Nú virðist ljóst að sú samvinna byrji fyrr. „Ég mun að sjálfsögðu vera hér áfram þar til nýr leikhússtjóri hefur tekið við og mun leggja mig fram við að koma nýjum aðila vel inn í starfið,“ segir Kristín. Kristín segist full þakklæti, aldrei hafa lært jafnmikið í neinu starfi, hafi eignast vini fyrir lífstíð en hún ætli nú að fylgja hjartanu. Fréttin var uppfærð klukkan 16:24 með færslu Kristínar að neðan. Bíó og sjónvarp Leikhús Reykjavík Vistaskipti Tengdar fréttir Hyggst ekki rjúfa trúnað við konurnar Sigurður segir að umfjöllun um vinnuverndarlöggjöfina sem tryggja á öryggi og vellíðan starfsfólks hafi með öllu vantað í forsendur dóms Héraðsdóms Reykjavíkur sem úrskurðaði í máli Atla Rafns Sigurðssonar, leikara, gegn Leikfélagi Reykjavíkur og borgarleikhússtjóra. 31. október 2019 14:28 Borgarleikhúsið dæmt til að greiða Atla Rafni 5,5 milljónir í bætur Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi nú eftir hádegi Kristínu Eysteinsdóttur Borgarleikhússtjóra og Leikfélag Reykjavíkur til að greiða Atla Rafni 5,5 milljónir í bætur og eina milljón króna í málskostnað. 30. október 2019 13:50 Mikið fjör á frumsýningu Sex í sveit Sex í sveit var frumsýnt á stóra sviðinu í Borgarleikhúsinu um síðustu helgi þessi sprenghlægilegi gamanleikur var jafnframt fyrsta frumsýning leikársins á stóra sviðinu. 9. október 2019 19:00 Magnús Geir verður næsti Þjóðleikhússtjóri Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur ákveðið að skipa Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóra sem Þjóðleikhússtjóra frá og með 1. janúar 2020. 1. nóvember 2019 16:52 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Sjá meira
Kristín Eysteinsdóttir Borgarleikhússtjóri hefur óskað eftir starfslokum hjá Borgarleikhúsinu einu og hálfu ári áður en hennar vertíð í húsinu á að ljúka. Hún greinir samstarfsfólki sínu frá þessu í tölvupósti og segist vera að hlusta á hjartað. Kristín var á meðal umsækjenda um starf Þjóðleikhússtjóra en Magnús Geir Þórðarson, fyrrverandi útvarpsstjóri, var ráðinn í starfið. Kristín segir ástæðurnar fyrir ákvörðun sinni tvær. Annars vegar langar hana að búa til meira andrými og frelsi í lífi sínu og verja meiri tíma með fjölskyldunni. Hins vegar standi hún frammi fyrir einstöku tækifæri til að leikstýra kvikmynd, eitthvað sem hana hafi alltaf dreymt um. Þróun verkefnisins sé á byrjunarstigi en verður greint frá nánar á næstu dögum. Ráðningarferli nýs Borgarleikhússtjóra stendur yfir. Sjö sóttu um starfið en nöfn umsækjenda verða ekki gerð opinber. Stjórn Leikfélags Reykjavíkur vinnur nú úr umsóknunum. Kristín var ráðin Borgarleikhússtjóri árið 2014 og átti að vera í starfinu þangað til sumarið 2021. Nýr leikhússtjóri átti að byrja að vinna með Kristínu í upphafi árs 2021. Nú virðist ljóst að sú samvinna byrji fyrr. „Ég mun að sjálfsögðu vera hér áfram þar til nýr leikhússtjóri hefur tekið við og mun leggja mig fram við að koma nýjum aðila vel inn í starfið,“ segir Kristín. Kristín segist full þakklæti, aldrei hafa lært jafnmikið í neinu starfi, hafi eignast vini fyrir lífstíð en hún ætli nú að fylgja hjartanu. Fréttin var uppfærð klukkan 16:24 með færslu Kristínar að neðan.
Bíó og sjónvarp Leikhús Reykjavík Vistaskipti Tengdar fréttir Hyggst ekki rjúfa trúnað við konurnar Sigurður segir að umfjöllun um vinnuverndarlöggjöfina sem tryggja á öryggi og vellíðan starfsfólks hafi með öllu vantað í forsendur dóms Héraðsdóms Reykjavíkur sem úrskurðaði í máli Atla Rafns Sigurðssonar, leikara, gegn Leikfélagi Reykjavíkur og borgarleikhússtjóra. 31. október 2019 14:28 Borgarleikhúsið dæmt til að greiða Atla Rafni 5,5 milljónir í bætur Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi nú eftir hádegi Kristínu Eysteinsdóttur Borgarleikhússtjóra og Leikfélag Reykjavíkur til að greiða Atla Rafni 5,5 milljónir í bætur og eina milljón króna í málskostnað. 30. október 2019 13:50 Mikið fjör á frumsýningu Sex í sveit Sex í sveit var frumsýnt á stóra sviðinu í Borgarleikhúsinu um síðustu helgi þessi sprenghlægilegi gamanleikur var jafnframt fyrsta frumsýning leikársins á stóra sviðinu. 9. október 2019 19:00 Magnús Geir verður næsti Þjóðleikhússtjóri Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur ákveðið að skipa Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóra sem Þjóðleikhússtjóra frá og með 1. janúar 2020. 1. nóvember 2019 16:52 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Sjá meira
Hyggst ekki rjúfa trúnað við konurnar Sigurður segir að umfjöllun um vinnuverndarlöggjöfina sem tryggja á öryggi og vellíðan starfsfólks hafi með öllu vantað í forsendur dóms Héraðsdóms Reykjavíkur sem úrskurðaði í máli Atla Rafns Sigurðssonar, leikara, gegn Leikfélagi Reykjavíkur og borgarleikhússtjóra. 31. október 2019 14:28
Borgarleikhúsið dæmt til að greiða Atla Rafni 5,5 milljónir í bætur Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi nú eftir hádegi Kristínu Eysteinsdóttur Borgarleikhússtjóra og Leikfélag Reykjavíkur til að greiða Atla Rafni 5,5 milljónir í bætur og eina milljón króna í málskostnað. 30. október 2019 13:50
Mikið fjör á frumsýningu Sex í sveit Sex í sveit var frumsýnt á stóra sviðinu í Borgarleikhúsinu um síðustu helgi þessi sprenghlægilegi gamanleikur var jafnframt fyrsta frumsýning leikársins á stóra sviðinu. 9. október 2019 19:00
Magnús Geir verður næsti Þjóðleikhússtjóri Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur ákveðið að skipa Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóra sem Þjóðleikhússtjóra frá og með 1. janúar 2020. 1. nóvember 2019 16:52