Kristín vill losna sem fyrst úr stóli Borgarleikhússtjóra Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. febrúar 2020 15:32 Kristín Eysteinsdóttir ætlar að fylgja hjartanu og láta drauminn rætast við leikstjórn kvikmyndar. Vísir/Vilhelm Kristín Eysteinsdóttir Borgarleikhússtjóri hefur óskað eftir starfslokum hjá Borgarleikhúsinu einu og hálfu ári áður en hennar vertíð í húsinu á að ljúka. Hún greinir samstarfsfólki sínu frá þessu í tölvupósti og segist vera að hlusta á hjartað. Kristín var á meðal umsækjenda um starf Þjóðleikhússtjóra en Magnús Geir Þórðarson, fyrrverandi útvarpsstjóri, var ráðinn í starfið. Kristín segir ástæðurnar fyrir ákvörðun sinni tvær. Annars vegar langar hana að búa til meira andrými og frelsi í lífi sínu og verja meiri tíma með fjölskyldunni. Hins vegar standi hún frammi fyrir einstöku tækifæri til að leikstýra kvikmynd, eitthvað sem hana hafi alltaf dreymt um. Þróun verkefnisins sé á byrjunarstigi en verður greint frá nánar á næstu dögum. Ráðningarferli nýs Borgarleikhússtjóra stendur yfir. Sjö sóttu um starfið en nöfn umsækjenda verða ekki gerð opinber. Stjórn Leikfélags Reykjavíkur vinnur nú úr umsóknunum. Kristín var ráðin Borgarleikhússtjóri árið 2014 og átti að vera í starfinu þangað til sumarið 2021. Nýr leikhússtjóri átti að byrja að vinna með Kristínu í upphafi árs 2021. Nú virðist ljóst að sú samvinna byrji fyrr. „Ég mun að sjálfsögðu vera hér áfram þar til nýr leikhússtjóri hefur tekið við og mun leggja mig fram við að koma nýjum aðila vel inn í starfið,“ segir Kristín. Kristín segist full þakklæti, aldrei hafa lært jafnmikið í neinu starfi, hafi eignast vini fyrir lífstíð en hún ætli nú að fylgja hjartanu. Fréttin var uppfærð klukkan 16:24 með færslu Kristínar að neðan. Bíó og sjónvarp Leikhús Reykjavík Vistaskipti Tengdar fréttir Hyggst ekki rjúfa trúnað við konurnar Sigurður segir að umfjöllun um vinnuverndarlöggjöfina sem tryggja á öryggi og vellíðan starfsfólks hafi með öllu vantað í forsendur dóms Héraðsdóms Reykjavíkur sem úrskurðaði í máli Atla Rafns Sigurðssonar, leikara, gegn Leikfélagi Reykjavíkur og borgarleikhússtjóra. 31. október 2019 14:28 Borgarleikhúsið dæmt til að greiða Atla Rafni 5,5 milljónir í bætur Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi nú eftir hádegi Kristínu Eysteinsdóttur Borgarleikhússtjóra og Leikfélag Reykjavíkur til að greiða Atla Rafni 5,5 milljónir í bætur og eina milljón króna í málskostnað. 30. október 2019 13:50 Mikið fjör á frumsýningu Sex í sveit Sex í sveit var frumsýnt á stóra sviðinu í Borgarleikhúsinu um síðustu helgi þessi sprenghlægilegi gamanleikur var jafnframt fyrsta frumsýning leikársins á stóra sviðinu. 9. október 2019 19:00 Magnús Geir verður næsti Þjóðleikhússtjóri Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur ákveðið að skipa Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóra sem Þjóðleikhússtjóra frá og með 1. janúar 2020. 1. nóvember 2019 16:52 Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Innlent Fleiri fréttir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Sjá meira
Kristín Eysteinsdóttir Borgarleikhússtjóri hefur óskað eftir starfslokum hjá Borgarleikhúsinu einu og hálfu ári áður en hennar vertíð í húsinu á að ljúka. Hún greinir samstarfsfólki sínu frá þessu í tölvupósti og segist vera að hlusta á hjartað. Kristín var á meðal umsækjenda um starf Þjóðleikhússtjóra en Magnús Geir Þórðarson, fyrrverandi útvarpsstjóri, var ráðinn í starfið. Kristín segir ástæðurnar fyrir ákvörðun sinni tvær. Annars vegar langar hana að búa til meira andrými og frelsi í lífi sínu og verja meiri tíma með fjölskyldunni. Hins vegar standi hún frammi fyrir einstöku tækifæri til að leikstýra kvikmynd, eitthvað sem hana hafi alltaf dreymt um. Þróun verkefnisins sé á byrjunarstigi en verður greint frá nánar á næstu dögum. Ráðningarferli nýs Borgarleikhússtjóra stendur yfir. Sjö sóttu um starfið en nöfn umsækjenda verða ekki gerð opinber. Stjórn Leikfélags Reykjavíkur vinnur nú úr umsóknunum. Kristín var ráðin Borgarleikhússtjóri árið 2014 og átti að vera í starfinu þangað til sumarið 2021. Nýr leikhússtjóri átti að byrja að vinna með Kristínu í upphafi árs 2021. Nú virðist ljóst að sú samvinna byrji fyrr. „Ég mun að sjálfsögðu vera hér áfram þar til nýr leikhússtjóri hefur tekið við og mun leggja mig fram við að koma nýjum aðila vel inn í starfið,“ segir Kristín. Kristín segist full þakklæti, aldrei hafa lært jafnmikið í neinu starfi, hafi eignast vini fyrir lífstíð en hún ætli nú að fylgja hjartanu. Fréttin var uppfærð klukkan 16:24 með færslu Kristínar að neðan.
Bíó og sjónvarp Leikhús Reykjavík Vistaskipti Tengdar fréttir Hyggst ekki rjúfa trúnað við konurnar Sigurður segir að umfjöllun um vinnuverndarlöggjöfina sem tryggja á öryggi og vellíðan starfsfólks hafi með öllu vantað í forsendur dóms Héraðsdóms Reykjavíkur sem úrskurðaði í máli Atla Rafns Sigurðssonar, leikara, gegn Leikfélagi Reykjavíkur og borgarleikhússtjóra. 31. október 2019 14:28 Borgarleikhúsið dæmt til að greiða Atla Rafni 5,5 milljónir í bætur Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi nú eftir hádegi Kristínu Eysteinsdóttur Borgarleikhússtjóra og Leikfélag Reykjavíkur til að greiða Atla Rafni 5,5 milljónir í bætur og eina milljón króna í málskostnað. 30. október 2019 13:50 Mikið fjör á frumsýningu Sex í sveit Sex í sveit var frumsýnt á stóra sviðinu í Borgarleikhúsinu um síðustu helgi þessi sprenghlægilegi gamanleikur var jafnframt fyrsta frumsýning leikársins á stóra sviðinu. 9. október 2019 19:00 Magnús Geir verður næsti Þjóðleikhússtjóri Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur ákveðið að skipa Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóra sem Þjóðleikhússtjóra frá og með 1. janúar 2020. 1. nóvember 2019 16:52 Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Innlent Fleiri fréttir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Sjá meira
Hyggst ekki rjúfa trúnað við konurnar Sigurður segir að umfjöllun um vinnuverndarlöggjöfina sem tryggja á öryggi og vellíðan starfsfólks hafi með öllu vantað í forsendur dóms Héraðsdóms Reykjavíkur sem úrskurðaði í máli Atla Rafns Sigurðssonar, leikara, gegn Leikfélagi Reykjavíkur og borgarleikhússtjóra. 31. október 2019 14:28
Borgarleikhúsið dæmt til að greiða Atla Rafni 5,5 milljónir í bætur Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi nú eftir hádegi Kristínu Eysteinsdóttur Borgarleikhússtjóra og Leikfélag Reykjavíkur til að greiða Atla Rafni 5,5 milljónir í bætur og eina milljón króna í málskostnað. 30. október 2019 13:50
Mikið fjör á frumsýningu Sex í sveit Sex í sveit var frumsýnt á stóra sviðinu í Borgarleikhúsinu um síðustu helgi þessi sprenghlægilegi gamanleikur var jafnframt fyrsta frumsýning leikársins á stóra sviðinu. 9. október 2019 19:00
Magnús Geir verður næsti Þjóðleikhússtjóri Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur ákveðið að skipa Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóra sem Þjóðleikhússtjóra frá og með 1. janúar 2020. 1. nóvember 2019 16:52