Vona að draumurinn rætist fyrir fermingardaginn Nadine Guðrún Yaghi skrifar 11. febrúar 2020 19:45 Rakel Ósk er með CP-fjórlömun og þegar hún var sex ára missti hún hreyfifærnina í fótunum. Stöð 2 Þrettán ára stúlka sem sem misst hefur alla hreyfifærni í fótunum fær svokallað hjólastólahjól, hjól þar sem aðstoðarmaðurinn hjólar, ekki greitt frá Sjúkratryggingum Íslands þar sem hún getur ekki hjólað sjálf. Sett hefur verið af stað söfnun svo að stúlkan geti hjólað á ný en hún elskar ekkert heitar en að hjóla. „Hún er bara ein glaðasta manneskja sem ég hef kynnst og elskar að fara út, elskar náttúruna og elskar Justin Bieber,“ segir Aldís Þóra Steindórsdóttir, fyrrverandi aðstoðarkona og fjölskylduvinur. Rakel Ósk er með CP-fjórlömun og þegar hún var sex ára missti hún hreyfifærnina í fótunum. Rakel Ósk var dugleg að hjóla áður en hún missti hreyfigetuna. „Hún gat hjólað með stuðningshjóli frá Sjúkratryggingum sem var með stöng og við ýttum henni áfram og þetta var bara það skemmtilegasta sem hún gerði. En síðan þegar hún stækkaði og þufti stærra hjól þá gátum við ekki sýnt fram á það lengur að hún gæti hjólað og við bara fengum neitun,“ segir Sigurbjörg Hafsteinsdóttir, móðir Rakelar Óskar. Þær fréttu af því að nú væri hægt að fá svokallað hjólastólahjól, hjól þar sem aðstoðarmaður hjólar fyrir þann sem er í hjólastól, og kom ekkert annað til greina en að Rakel eignaðist hjólið. Hjólið kostar 1,3 milljónir króna með sendingarkostnaði en Sjúkratrygginar neita að greiða það með þeim rökum að hjól séu ekki greidd fyrir þá sem ekki geta hjólað sjálfir. „Það skemmtilegasta sem hún gerir er að hjóla. Hún horfir bara á önnur börn og segir ég, ég, ég. Hana langar líka að geta hjólað eins og önnur börn,“ segir Sigurbjörg. Þær tóku því á það ráð á setja af stað söfnun fyrir hjólinu á Facebook. „Það hefur gengið mjög vel. Það eru komnir tveir dagar síðan. Við erum að nálgast helminginn núna í dag og við erum að vona að þetta takist fyrir fermingardaginn,“ segir Aldís Þóra en draumurinn er að Rakel Ósk fái hjólið í fermingargjöf. Rakel var rosalega glöð þegar hún frétti af því fyrr í dag að hún væri líklega að fara fá hjólið. „Síðan komum við til hennar áðan og sögðum henni að þetta væri komið svona langa leið og þvílíku öskrin þegar hún áttaði sig á því hvað við vorum að tala um,“ segir Sigurbjörg. Reikningsnúmer söfnunarinnar er 0130-15-381716 og kennitala 030292-2199. Heilbrigðismál Mest lesið Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira
Þrettán ára stúlka sem sem misst hefur alla hreyfifærni í fótunum fær svokallað hjólastólahjól, hjól þar sem aðstoðarmaðurinn hjólar, ekki greitt frá Sjúkratryggingum Íslands þar sem hún getur ekki hjólað sjálf. Sett hefur verið af stað söfnun svo að stúlkan geti hjólað á ný en hún elskar ekkert heitar en að hjóla. „Hún er bara ein glaðasta manneskja sem ég hef kynnst og elskar að fara út, elskar náttúruna og elskar Justin Bieber,“ segir Aldís Þóra Steindórsdóttir, fyrrverandi aðstoðarkona og fjölskylduvinur. Rakel Ósk er með CP-fjórlömun og þegar hún var sex ára missti hún hreyfifærnina í fótunum. Rakel Ósk var dugleg að hjóla áður en hún missti hreyfigetuna. „Hún gat hjólað með stuðningshjóli frá Sjúkratryggingum sem var með stöng og við ýttum henni áfram og þetta var bara það skemmtilegasta sem hún gerði. En síðan þegar hún stækkaði og þufti stærra hjól þá gátum við ekki sýnt fram á það lengur að hún gæti hjólað og við bara fengum neitun,“ segir Sigurbjörg Hafsteinsdóttir, móðir Rakelar Óskar. Þær fréttu af því að nú væri hægt að fá svokallað hjólastólahjól, hjól þar sem aðstoðarmaður hjólar fyrir þann sem er í hjólastól, og kom ekkert annað til greina en að Rakel eignaðist hjólið. Hjólið kostar 1,3 milljónir króna með sendingarkostnaði en Sjúkratrygginar neita að greiða það með þeim rökum að hjól séu ekki greidd fyrir þá sem ekki geta hjólað sjálfir. „Það skemmtilegasta sem hún gerir er að hjóla. Hún horfir bara á önnur börn og segir ég, ég, ég. Hana langar líka að geta hjólað eins og önnur börn,“ segir Sigurbjörg. Þær tóku því á það ráð á setja af stað söfnun fyrir hjólinu á Facebook. „Það hefur gengið mjög vel. Það eru komnir tveir dagar síðan. Við erum að nálgast helminginn núna í dag og við erum að vona að þetta takist fyrir fermingardaginn,“ segir Aldís Þóra en draumurinn er að Rakel Ósk fái hjólið í fermingargjöf. Rakel var rosalega glöð þegar hún frétti af því fyrr í dag að hún væri líklega að fara fá hjólið. „Síðan komum við til hennar áðan og sögðum henni að þetta væri komið svona langa leið og þvílíku öskrin þegar hún áttaði sig á því hvað við vorum að tala um,“ segir Sigurbjörg. Reikningsnúmer söfnunarinnar er 0130-15-381716 og kennitala 030292-2199.
Heilbrigðismál Mest lesið Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira